Brestur í brynju verðtryggingar Eygló Harðardóttir skrifar 2. september 2011 06:00 Almenningur kallar eftir afnámi verðtryggingar. Í skýrslu verðtryggingarnefndar voru skoðaðar fjölmargar leiðir til að draga varanlega úr notkun verðtryggingar. Ein þeirra var að Íbúðalánasjóður fengi heimild til að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán. Fagnaði forstjóri sjóðsins þessari hugmynd og hafa nú jafnvel þingmenn stjórnarflokkanna tekið undir hana. Þessi breyting er mikilvægt upphafsskref í átt að óverðtryggðu umhverfi – en meira þarf til. Lækka vextiVerðtrygging tekur út stærstu áhættuþætti lánveitenda, verðbólgu og gengisþróun. Þrátt fyrir þetta hafa raunvextir verið hærri en í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging þekkist varla. Það er ekki hægt að sætta sig við núverandi ástand. Því verður að leita allra leiða til að lækka raunvexti til frambúðar. Sérfræðingahópur um skuldavanda heimilanna reiknaði út að lækkun raunvaxta í 3% til frambúðar svaraði til þess að höfuðstóll lána væri lækkaður um 20%. Því vil ég endurskoða ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna og hvetja til sparnaðar vegna kaupa á húsnæði og búseturétti með skattkerfinu. Óverðtryggð húsnæðislánÉg vil óverðtryggt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Þar yrðu boðin óverðtryggð húsnæðislán með endurskoðunarákvæðum vaxta á ákveðnum tímabilum (0, 3, 5 og 7 ára fresti). Ég vil sjá almenna húsnæðislánalöggjöf um lánstíma og veð. Lyklafrumvarpið verður að samþykkja. Bjóða þarf ný íbúðabréf í samræmi við breytt fyrirkomulag útlána og tryggja jafnvægi á milli einstaks húsnæðisláns og íbúðabréfs. Auðvelda þarf fólki flutning í nýtt kerfi með því að fella niður gjaldtöku við skilmálabreytingu og endurfjármögnun. Jafnframt þarf að semja við lífeyrissjóði um endurfjármögnun útistandandi skuldabréfa Íbúðalánasjóðs til að flýta kerfisbreytingu. Þak á verðtryggingunaStór hluti verðbreytinga verður vegna gengisþróunar. Þrýstingur er á gengi krónunnar til lækkunar. Verðbólguskot myndi þýða að þúsundir heimila myndu lenda í vanskilum með lán sín. Því vil ég að sett verði þak á verðtryggingu núverandi lána sem miðist á ársgrundvelli við 4% hámark, sbr. tillögu Framsóknarflokksins frá því haustið 2009. Leita þarf einnig samninga við lánveitendur um að hækka ekki annan kostnað lántakenda til að komast framhjá þessu þaki á meðan unnið er að afnámi verðtryggingar. Stríðið við verðtrygginguna verður langt og strangt, en loksins hillir í fyrsta sigurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Almenningur kallar eftir afnámi verðtryggingar. Í skýrslu verðtryggingarnefndar voru skoðaðar fjölmargar leiðir til að draga varanlega úr notkun verðtryggingar. Ein þeirra var að Íbúðalánasjóður fengi heimild til að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán. Fagnaði forstjóri sjóðsins þessari hugmynd og hafa nú jafnvel þingmenn stjórnarflokkanna tekið undir hana. Þessi breyting er mikilvægt upphafsskref í átt að óverðtryggðu umhverfi – en meira þarf til. Lækka vextiVerðtrygging tekur út stærstu áhættuþætti lánveitenda, verðbólgu og gengisþróun. Þrátt fyrir þetta hafa raunvextir verið hærri en í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging þekkist varla. Það er ekki hægt að sætta sig við núverandi ástand. Því verður að leita allra leiða til að lækka raunvexti til frambúðar. Sérfræðingahópur um skuldavanda heimilanna reiknaði út að lækkun raunvaxta í 3% til frambúðar svaraði til þess að höfuðstóll lána væri lækkaður um 20%. Því vil ég endurskoða ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna og hvetja til sparnaðar vegna kaupa á húsnæði og búseturétti með skattkerfinu. Óverðtryggð húsnæðislánÉg vil óverðtryggt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Þar yrðu boðin óverðtryggð húsnæðislán með endurskoðunarákvæðum vaxta á ákveðnum tímabilum (0, 3, 5 og 7 ára fresti). Ég vil sjá almenna húsnæðislánalöggjöf um lánstíma og veð. Lyklafrumvarpið verður að samþykkja. Bjóða þarf ný íbúðabréf í samræmi við breytt fyrirkomulag útlána og tryggja jafnvægi á milli einstaks húsnæðisláns og íbúðabréfs. Auðvelda þarf fólki flutning í nýtt kerfi með því að fella niður gjaldtöku við skilmálabreytingu og endurfjármögnun. Jafnframt þarf að semja við lífeyrissjóði um endurfjármögnun útistandandi skuldabréfa Íbúðalánasjóðs til að flýta kerfisbreytingu. Þak á verðtryggingunaStór hluti verðbreytinga verður vegna gengisþróunar. Þrýstingur er á gengi krónunnar til lækkunar. Verðbólguskot myndi þýða að þúsundir heimila myndu lenda í vanskilum með lán sín. Því vil ég að sett verði þak á verðtryggingu núverandi lána sem miðist á ársgrundvelli við 4% hámark, sbr. tillögu Framsóknarflokksins frá því haustið 2009. Leita þarf einnig samninga við lánveitendur um að hækka ekki annan kostnað lántakenda til að komast framhjá þessu þaki á meðan unnið er að afnámi verðtryggingar. Stríðið við verðtrygginguna verður langt og strangt, en loksins hillir í fyrsta sigurinn.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar