Keflavík bikarmeistari í tólfta sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2011 15:28 Mynd/Daníel Keflavík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á KR í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar, 72-62. KR hafði forystuna eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, 33-30, en eftir að Keflavík náði undirtökunum snemma í þeim síðari var ljóst í hvað stefndi. Þetta er tólfti bikarmeistari Keflavíkur frá upphafi en með sigri í dag hefði KR unnið sinn ellefta og þar með jafnað árangur Keflavíkur - sem hefur unnið bikarinn oftast allra liða. Sterkur varnarleikur og góð liðsheild skilaði Keflavík sigrinum og var frammistaða liðsins sérstaklega góð í síðari hálfleik. Jacquline Adamshick var stigahæst í liði Keflavíkur með nítján stig auk þess sem hún tók fjórtán fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði fjórtán stig og Bryndís Guðmundsdóttir tólf. Hjá KR var Chazny Morris stigahæst með nítján stig en hún tók þar að auki þrettán fráköst. Signý Hermannsdóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Leikurinn tafðist um 20 mínútur vegna bilunar í annarri skotklukkunni en þegar að hann loksins hófst voru Keflvíkingar fyrri til að gefa tóninn. Þær komust tíu stigum yfir á fyrstu fimm mínútunum en KR náði þó að svara fyrir sig með átta stigum í röð. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 19-16, Keflavík í vil. Aftur bilaði skotklukkan og gat annar leikhluti ekki hafist fyrr en eftir nokkra mínútna töf. En nú voru það KR-ingarnir sem byrjuðu betur og þeir náðu undirtökunum í leiknum þegar þeir komust á 8-0 sprett og fjórum stigum yfir, 31-27. Munurinn í hálfleik var svo þrjú stig, 33-30. Bæði lið áttu sína spretti í nokkuð kaflaskiptum fyrri hálfleik. Keflavíkurvörnin byrjaði mjög vel en það dró af henni eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar að Signý Hermannsdóttir komst í gang í öðrum leikhluta fór sóknarleikur KR að ganga mun betur. Hún var alls með tíu stig í fyrri hálfleik og fór fyrir liðinu þegar það komst yfir. Kanarnir í báðum liðum voru að hitta nokkuð vel og voru stigahæstu leikmenn liðanna. Chazny Morris skoraði ellefu stig fyrir KR og Adamshick var sömuleiðis með ellefu fyrir Keflavík. Keflavík byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og þann fyrri. Liðið komst aftur á 10-0 sprett og var það fyrst og fremst sterkum varnarleik að þakka. Liðið hafði því tíu stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 54-44. KR-ingar náðu ekki að brúa bilið aftur í fjórða leikhluta og Keflvíkingar fögnuðu sætum tíu stiga sigri sem fyrr segir. Keflvíkingar spiluðu vel í síðari hálfleik og unnu fyrir sigrinum. En of margir lykilmenn í liði KR klikkuðu í dag. Í raun var enginn sem steig upp í síðari hálfleik og því var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu eftir að þær tóku völdin snemma í þriðja leikhluta. Flestir í liði Keflavíkur skiluðu sínu og gott betur. Adamshick, Birna, Bryndís, Pálína og Ingibjörg skiluðu fínum tölum og varamennirnir áttu flestir góðar innkomur, sérstaklega í seinni hálfleik.KR - Keflavík 62-72 (33-30)KR: Chazny Paige Morris 19/13 fráköst, Signý Hermannsdóttir 14/12 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 9/7 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 6/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst.Keflavík: Jacquline Adamshick 19/14 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Marina Caran 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/6 fráköst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Keflavík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á KR í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar, 72-62. KR hafði forystuna eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, 33-30, en eftir að Keflavík náði undirtökunum snemma í þeim síðari var ljóst í hvað stefndi. Þetta er tólfti bikarmeistari Keflavíkur frá upphafi en með sigri í dag hefði KR unnið sinn ellefta og þar með jafnað árangur Keflavíkur - sem hefur unnið bikarinn oftast allra liða. Sterkur varnarleikur og góð liðsheild skilaði Keflavík sigrinum og var frammistaða liðsins sérstaklega góð í síðari hálfleik. Jacquline Adamshick var stigahæst í liði Keflavíkur með nítján stig auk þess sem hún tók fjórtán fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði fjórtán stig og Bryndís Guðmundsdóttir tólf. Hjá KR var Chazny Morris stigahæst með nítján stig en hún tók þar að auki þrettán fráköst. Signý Hermannsdóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Leikurinn tafðist um 20 mínútur vegna bilunar í annarri skotklukkunni en þegar að hann loksins hófst voru Keflvíkingar fyrri til að gefa tóninn. Þær komust tíu stigum yfir á fyrstu fimm mínútunum en KR náði þó að svara fyrir sig með átta stigum í röð. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 19-16, Keflavík í vil. Aftur bilaði skotklukkan og gat annar leikhluti ekki hafist fyrr en eftir nokkra mínútna töf. En nú voru það KR-ingarnir sem byrjuðu betur og þeir náðu undirtökunum í leiknum þegar þeir komust á 8-0 sprett og fjórum stigum yfir, 31-27. Munurinn í hálfleik var svo þrjú stig, 33-30. Bæði lið áttu sína spretti í nokkuð kaflaskiptum fyrri hálfleik. Keflavíkurvörnin byrjaði mjög vel en það dró af henni eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar að Signý Hermannsdóttir komst í gang í öðrum leikhluta fór sóknarleikur KR að ganga mun betur. Hún var alls með tíu stig í fyrri hálfleik og fór fyrir liðinu þegar það komst yfir. Kanarnir í báðum liðum voru að hitta nokkuð vel og voru stigahæstu leikmenn liðanna. Chazny Morris skoraði ellefu stig fyrir KR og Adamshick var sömuleiðis með ellefu fyrir Keflavík. Keflavík byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og þann fyrri. Liðið komst aftur á 10-0 sprett og var það fyrst og fremst sterkum varnarleik að þakka. Liðið hafði því tíu stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 54-44. KR-ingar náðu ekki að brúa bilið aftur í fjórða leikhluta og Keflvíkingar fögnuðu sætum tíu stiga sigri sem fyrr segir. Keflvíkingar spiluðu vel í síðari hálfleik og unnu fyrir sigrinum. En of margir lykilmenn í liði KR klikkuðu í dag. Í raun var enginn sem steig upp í síðari hálfleik og því var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu eftir að þær tóku völdin snemma í þriðja leikhluta. Flestir í liði Keflavíkur skiluðu sínu og gott betur. Adamshick, Birna, Bryndís, Pálína og Ingibjörg skiluðu fínum tölum og varamennirnir áttu flestir góðar innkomur, sérstaklega í seinni hálfleik.KR - Keflavík 62-72 (33-30)KR: Chazny Paige Morris 19/13 fráköst, Signý Hermannsdóttir 14/12 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 9/7 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 6/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst.Keflavík: Jacquline Adamshick 19/14 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Marina Caran 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/6 fráköst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira