Telur of erfitt að segja upp ríkisstarfsmönnum 20. janúar 2011 09:00 Hægt er að flokka starfsmenn ríkisins í annars vegar embættismenn á borð við dómara, lögreglumenn og presta og hins vegar almenna starfsmenn, til dæmis kennara og starfsmenn heilbrigðisstofnana.Fréttablaðið/gva Full ástæða er til að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til að auðvelda forstöðumönnum ríkisstofnana að segja upp starfsmönnum, að mati Ríkisendurskoðunar. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að það ferli sem þarf að eiga sér stað áður en til uppsagnar ríkisstarfsmanns kemur sé þunglamalegt og tímafrekt. Kerfið leiði til þess að starfsmenn sem hafi brotið af sér í starfi eða séu ekki hæfir til að gegna starfi sínu fái ríkari vernd en til sé ætlast. Áður en ríkisstarfsmanni er sagt upp þarf að áminna hann fyrir brot í starfi og gefa honum kost á að bæta ráð sitt. Brjóti hann af sér með svipuðum hætti innan eðlilegra tímamarka, gjarnan 12 til 24 mánaða, er hægt að segja honum upp. Á árunum 2004 til 2009 fengu aðeins sautján ríkisstarfsmenn áminningu, þar af þrír forstöðumenn. Á þeim tíma voru um 24 þúsund ríkisstarfsmenn við störf, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að endurskoða ákvæði um skyldu forstöðumanna til að áminna starfsmenn og gefa þeim kost á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Þau rök sem færð hafa verið fyrir því að önnur lögmál gildi um uppsagnir ríkisstarfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði eru þau að verja þurfi ríkisstarfsmennina fyrir pólitískum afskiptum. Þessi rök telur Ríkisendurskoðun ekki eiga við lengur þar sem önnur lög verndi ríkisstarfsmennina, svo sem stjórnsýslulög. Þess sé krafist að ákvarðanir séu rökstuddar og málefnalegar, og með því hafi umboðsmaður Alþingis eftirlit. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að rök um pólitísk afskipti eigi vart við um stóra hópa, svo sem heilbrigðisstarfsmenn og kennara. Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp árið 2004 þar sem breyta átti lögum til að auðvelda uppsögn ríkisstarfsmanna. Frumvarpið mætti andstöðu stéttarfélaga ríkisstarfsmanna og dagaði uppi óafgreitt á þinginu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að ekki séu nein ákvæði um gerð starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn í lögum. Þrátt fyrir að svo sé hafa um sautján prósent forstöðumanna gert slíkan samning, til dæmis um að starfsmaður þurfi ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Ríkisendurskoðun hvetur til þess að heimilað verði að gera slíka samninga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það sé engum til hagsbóta að til dæmis starfsmaður sem ekki standi sig í starfi sé látinn vinna uppsagnarfrestinn.brjann@frettabladid.is Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Full ástæða er til að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til að auðvelda forstöðumönnum ríkisstofnana að segja upp starfsmönnum, að mati Ríkisendurskoðunar. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að það ferli sem þarf að eiga sér stað áður en til uppsagnar ríkisstarfsmanns kemur sé þunglamalegt og tímafrekt. Kerfið leiði til þess að starfsmenn sem hafi brotið af sér í starfi eða séu ekki hæfir til að gegna starfi sínu fái ríkari vernd en til sé ætlast. Áður en ríkisstarfsmanni er sagt upp þarf að áminna hann fyrir brot í starfi og gefa honum kost á að bæta ráð sitt. Brjóti hann af sér með svipuðum hætti innan eðlilegra tímamarka, gjarnan 12 til 24 mánaða, er hægt að segja honum upp. Á árunum 2004 til 2009 fengu aðeins sautján ríkisstarfsmenn áminningu, þar af þrír forstöðumenn. Á þeim tíma voru um 24 þúsund ríkisstarfsmenn við störf, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að endurskoða ákvæði um skyldu forstöðumanna til að áminna starfsmenn og gefa þeim kost á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Þau rök sem færð hafa verið fyrir því að önnur lögmál gildi um uppsagnir ríkisstarfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði eru þau að verja þurfi ríkisstarfsmennina fyrir pólitískum afskiptum. Þessi rök telur Ríkisendurskoðun ekki eiga við lengur þar sem önnur lög verndi ríkisstarfsmennina, svo sem stjórnsýslulög. Þess sé krafist að ákvarðanir séu rökstuddar og málefnalegar, og með því hafi umboðsmaður Alþingis eftirlit. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að rök um pólitísk afskipti eigi vart við um stóra hópa, svo sem heilbrigðisstarfsmenn og kennara. Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp árið 2004 þar sem breyta átti lögum til að auðvelda uppsögn ríkisstarfsmanna. Frumvarpið mætti andstöðu stéttarfélaga ríkisstarfsmanna og dagaði uppi óafgreitt á þinginu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að ekki séu nein ákvæði um gerð starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn í lögum. Þrátt fyrir að svo sé hafa um sautján prósent forstöðumanna gert slíkan samning, til dæmis um að starfsmaður þurfi ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Ríkisendurskoðun hvetur til þess að heimilað verði að gera slíka samninga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það sé engum til hagsbóta að til dæmis starfsmaður sem ekki standi sig í starfi sé látinn vinna uppsagnarfrestinn.brjann@frettabladid.is
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira