Telur of erfitt að segja upp ríkisstarfsmönnum 20. janúar 2011 09:00 Hægt er að flokka starfsmenn ríkisins í annars vegar embættismenn á borð við dómara, lögreglumenn og presta og hins vegar almenna starfsmenn, til dæmis kennara og starfsmenn heilbrigðisstofnana.Fréttablaðið/gva Full ástæða er til að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til að auðvelda forstöðumönnum ríkisstofnana að segja upp starfsmönnum, að mati Ríkisendurskoðunar. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að það ferli sem þarf að eiga sér stað áður en til uppsagnar ríkisstarfsmanns kemur sé þunglamalegt og tímafrekt. Kerfið leiði til þess að starfsmenn sem hafi brotið af sér í starfi eða séu ekki hæfir til að gegna starfi sínu fái ríkari vernd en til sé ætlast. Áður en ríkisstarfsmanni er sagt upp þarf að áminna hann fyrir brot í starfi og gefa honum kost á að bæta ráð sitt. Brjóti hann af sér með svipuðum hætti innan eðlilegra tímamarka, gjarnan 12 til 24 mánaða, er hægt að segja honum upp. Á árunum 2004 til 2009 fengu aðeins sautján ríkisstarfsmenn áminningu, þar af þrír forstöðumenn. Á þeim tíma voru um 24 þúsund ríkisstarfsmenn við störf, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að endurskoða ákvæði um skyldu forstöðumanna til að áminna starfsmenn og gefa þeim kost á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Þau rök sem færð hafa verið fyrir því að önnur lögmál gildi um uppsagnir ríkisstarfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði eru þau að verja þurfi ríkisstarfsmennina fyrir pólitískum afskiptum. Þessi rök telur Ríkisendurskoðun ekki eiga við lengur þar sem önnur lög verndi ríkisstarfsmennina, svo sem stjórnsýslulög. Þess sé krafist að ákvarðanir séu rökstuddar og málefnalegar, og með því hafi umboðsmaður Alþingis eftirlit. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að rök um pólitísk afskipti eigi vart við um stóra hópa, svo sem heilbrigðisstarfsmenn og kennara. Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp árið 2004 þar sem breyta átti lögum til að auðvelda uppsögn ríkisstarfsmanna. Frumvarpið mætti andstöðu stéttarfélaga ríkisstarfsmanna og dagaði uppi óafgreitt á þinginu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að ekki séu nein ákvæði um gerð starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn í lögum. Þrátt fyrir að svo sé hafa um sautján prósent forstöðumanna gert slíkan samning, til dæmis um að starfsmaður þurfi ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Ríkisendurskoðun hvetur til þess að heimilað verði að gera slíka samninga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það sé engum til hagsbóta að til dæmis starfsmaður sem ekki standi sig í starfi sé látinn vinna uppsagnarfrestinn.brjann@frettabladid.is Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Full ástæða er til að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til að auðvelda forstöðumönnum ríkisstofnana að segja upp starfsmönnum, að mati Ríkisendurskoðunar. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að það ferli sem þarf að eiga sér stað áður en til uppsagnar ríkisstarfsmanns kemur sé þunglamalegt og tímafrekt. Kerfið leiði til þess að starfsmenn sem hafi brotið af sér í starfi eða séu ekki hæfir til að gegna starfi sínu fái ríkari vernd en til sé ætlast. Áður en ríkisstarfsmanni er sagt upp þarf að áminna hann fyrir brot í starfi og gefa honum kost á að bæta ráð sitt. Brjóti hann af sér með svipuðum hætti innan eðlilegra tímamarka, gjarnan 12 til 24 mánaða, er hægt að segja honum upp. Á árunum 2004 til 2009 fengu aðeins sautján ríkisstarfsmenn áminningu, þar af þrír forstöðumenn. Á þeim tíma voru um 24 þúsund ríkisstarfsmenn við störf, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að endurskoða ákvæði um skyldu forstöðumanna til að áminna starfsmenn og gefa þeim kost á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Þau rök sem færð hafa verið fyrir því að önnur lögmál gildi um uppsagnir ríkisstarfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði eru þau að verja þurfi ríkisstarfsmennina fyrir pólitískum afskiptum. Þessi rök telur Ríkisendurskoðun ekki eiga við lengur þar sem önnur lög verndi ríkisstarfsmennina, svo sem stjórnsýslulög. Þess sé krafist að ákvarðanir séu rökstuddar og málefnalegar, og með því hafi umboðsmaður Alþingis eftirlit. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að rök um pólitísk afskipti eigi vart við um stóra hópa, svo sem heilbrigðisstarfsmenn og kennara. Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp árið 2004 þar sem breyta átti lögum til að auðvelda uppsögn ríkisstarfsmanna. Frumvarpið mætti andstöðu stéttarfélaga ríkisstarfsmanna og dagaði uppi óafgreitt á þinginu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að ekki séu nein ákvæði um gerð starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn í lögum. Þrátt fyrir að svo sé hafa um sautján prósent forstöðumanna gert slíkan samning, til dæmis um að starfsmaður þurfi ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Ríkisendurskoðun hvetur til þess að heimilað verði að gera slíka samninga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það sé engum til hagsbóta að til dæmis starfsmaður sem ekki standi sig í starfi sé látinn vinna uppsagnarfrestinn.brjann@frettabladid.is
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira