Borgarstjóri með sinn eigin spjallþátt í sjónvarpi Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 14. janúar 2011 09:45 Þótt Jón Gnarr sé æðsti maðurinn í embættismannakerfi Reykjavíkurborgar verður hann samt sem áður að lúta vilja þáttarstjórnandans Sigurjóns Kjartanssonar í sjónvarpsþættinum Tvímælalaust. Fréttablaðið/Anton „Mér finnst ekki alltaf dregin upp sanngjörn mynd af mér í fjölmiðlum, mig grunar að þeir séu oft tengdir stjórnmálaflokkum. Ef ekki, þá biðst ég afsökunar. En allavega, ég tel að það sé mjög mikilvægt að borgarstjórinn geti fundið sér vettvang sem sé hlutlaus og að þetta muni efla lýðræðið og gegnsæi," segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. Hann snýr aftur í sjónvarp á fimmtudaginn í næstu viku þegar hann verður fastur gestur í þættinum Tvímælalaust á Stöð 2. Stjórnandi þáttarins er enginn annar en Sigurjón Kjartansson, hitt höfuðið á Tvíhöfðadúettinum. Jón hefur staðið í ströngu í borgarmálunum að undanförnu en hann óttast ekki að verða auðvelt skotmark minnihlutans. „Nei, síður en svo, ég á ekki von á því enda ekki tilefni til. Ég lít heldur ekki á minnihlutann sem einhverja andstöðu heldur samstarfsfólk, ég segi stundum minnihluti en aldrei kosningabarátta heldur kosningaleikur. Enda er hún bara leikur," útskýrir Jón. Jón tekur fram að hann fái ekkert greitt fyrir þátttöku sína í sjónvarpsþættinum. „Við ætlum að kryfja þjóðfélagsmálin, Sigurjóni gefst tækifæri til að spyrja mig út í hluti og síðan bjóðum við fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins að koma og ræða við okkur um landsins gagn og nauðsynjar." Sigurjón Kjartansson er að vonum ánægður með samstarfið við Jón Gnarr. Hann segir þáttinn eiga að vera umræðuþátt um allt sem skiptir máli í þjóðfélaginu og vill að gefnu tilefni taka fram að hann verði í opinni dagskrá. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, þetta er vissulega ný nálgun á okkar samstarf. Við höfum hingað til verið að stjórna þessum útvarpsþætti og verandi ekkert sérstaklega merkilegir var alltaf erfitt að fá einhver alvöru „celeb" [frægðarfólk]. Ég held að við höfum til dæmis aðeins náð því einu sinni að fá viðtal við borgarstjóra en nú er bara annar okkar orðinn borgarstjóri og það verður mjög athyglisvert að vinna með það." Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Mér finnst ekki alltaf dregin upp sanngjörn mynd af mér í fjölmiðlum, mig grunar að þeir séu oft tengdir stjórnmálaflokkum. Ef ekki, þá biðst ég afsökunar. En allavega, ég tel að það sé mjög mikilvægt að borgarstjórinn geti fundið sér vettvang sem sé hlutlaus og að þetta muni efla lýðræðið og gegnsæi," segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. Hann snýr aftur í sjónvarp á fimmtudaginn í næstu viku þegar hann verður fastur gestur í þættinum Tvímælalaust á Stöð 2. Stjórnandi þáttarins er enginn annar en Sigurjón Kjartansson, hitt höfuðið á Tvíhöfðadúettinum. Jón hefur staðið í ströngu í borgarmálunum að undanförnu en hann óttast ekki að verða auðvelt skotmark minnihlutans. „Nei, síður en svo, ég á ekki von á því enda ekki tilefni til. Ég lít heldur ekki á minnihlutann sem einhverja andstöðu heldur samstarfsfólk, ég segi stundum minnihluti en aldrei kosningabarátta heldur kosningaleikur. Enda er hún bara leikur," útskýrir Jón. Jón tekur fram að hann fái ekkert greitt fyrir þátttöku sína í sjónvarpsþættinum. „Við ætlum að kryfja þjóðfélagsmálin, Sigurjóni gefst tækifæri til að spyrja mig út í hluti og síðan bjóðum við fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins að koma og ræða við okkur um landsins gagn og nauðsynjar." Sigurjón Kjartansson er að vonum ánægður með samstarfið við Jón Gnarr. Hann segir þáttinn eiga að vera umræðuþátt um allt sem skiptir máli í þjóðfélaginu og vill að gefnu tilefni taka fram að hann verði í opinni dagskrá. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, þetta er vissulega ný nálgun á okkar samstarf. Við höfum hingað til verið að stjórna þessum útvarpsþætti og verandi ekkert sérstaklega merkilegir var alltaf erfitt að fá einhver alvöru „celeb" [frægðarfólk]. Ég held að við höfum til dæmis aðeins náð því einu sinni að fá viðtal við borgarstjóra en nú er bara annar okkar orðinn borgarstjóri og það verður mjög athyglisvert að vinna með það."
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira