Enski boltinn

Hodgson rekinn frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson er ekki lengur knattspyrnutsjóri Liverpool.
Roy Hodgson er ekki lengur knattspyrnutsjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Roy Hodgson hefur verið rekinn frá Liverpool en það var staðfest nú í morgun. Kenny Dalglish mun stýra liðinu til loka leiktíðarinnar í hans stað.

Hodgson er 63 ára gamall og tók við starfinu af Rafael Benitez í sumar.

Liðinu hefur þó gengið skelfilega í haust og er í tólfta sæti ensku úrvasldeildarinnar, aðeins fjórum stigum frá fallsæti.

John Henry og eignarhaldsfélag hans, NESV, keyptu Liverpool í haust og sagði hann að þessi niðurstaða hafi verið báðum aðilum í hag í viðtali sem birtist á heimasíðu Liverpool.

Liðið mætir Manchester United í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×