Peter Öqvist hefur tilkynnt þá tólf leikmenn sem munu taka þátt í Norðurlandamótinu í Sundsvall í Svíþjóð sem hefst um helgina. Jón Arnór Stefánsson er í liðinu ásamt öllum atvinnumönnum Íslands en Öqvist valdi líka tvo nýliða í hópinn, Grindvíkinginn Ólaf Ólafsson og hinn 19 ára gamla Hauk Helga Pálsson.
Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson var þrettándi maður í hópnum en Öqvist ákvað að skilja hann eftir þegar hann skar niður hópinn. Haukur Helgi Pálsson kemur til móts við liðið strax eftir að Evrópumóti 20 ára landsliða lýkur en hann er þar í lykilhlutverki og hefur skorað 24,3 stig að meðaltali í leik.
Logi Gunnarsson er bæði aldursforseti liðsins sem og sá sem hefur spilað flesta landsleiki eða 76. Helgi Már Magnússon kemur næstur honum með 62 landsleiki en ekki kom fram á fundinum hver tekur við fyrirliðabandinu af Magnúsi Þór Gunnarssyni.
Fyrsti leikur íslenska liðsins verður á móti Svíþjóð á laugardaginn en liðið mætir einnig Finnlandi, Danmörku og Noregi á mótinu.
Íslenski landsliðshópurinn á NM 2011:
4 Brynjar Þór Björnsson, KR
Hæð 190 sm · Fæddur ‘88 · 9 landsleikir
5 Haukur Helgi Pálsson, Maryland / Fjölnir
Hæð 198 sm · Fæddur ‘92 · Nýliði
6 Jakob Sigurðarson, Sundsvall, Svíþjóð
Hæð 192 sm · Fæddur ‘82 · 44 landsleikir
7 Finnur Atli Magnússon, KR
Hæð 205 sm · Fæddur ‘85 · 2 landsleikir
8 Hlynur Bæringsson, Sundsvall, Svíþjóð
Hæð 200 sm · Fæddur ‘82 · 47 landsleikir
9 Jón Arnór Stefánsson, CB Granada, Spáni
Hæð 196 sm · Fæddur ‘82 · 50 landsleikir
10 Helgi Már Magnússon, Uppsala, Svíþjóð
Hæð 197 sm · Fæddur ‘82 · 62 landsleikir
11 Ólafur Ólafsson, Grindavík
Hæð 190 sm · Fæddur ‘90 · Nýliði
12 Pavel Ermolinski, KR
Hæð 200 sm · Fæddur ‘87 · 14 landsleikir
13 Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Hæð 188 sm · Fæddur ‘88 · 16 landsleikir
14 Logi Gunnarsson, Solna, Svíþjóð
Hæð 190 sm · Fæddur ‘81 · 76 landsleikir
15 Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík
Hæð 204 sm · Fæddur ‘88 · 21 landsleikur
Tveir nýliðar í NM-hópi Peter Öqvist - allir helstu með
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið
Enski boltinn


Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld
Fótbolti

Chelsea búið að kaupa Garnacho
Enski boltinn

