Lífið

Auðunn Blöndal lofar harðasta jólalagi allra tíma

Auddi frumflytur lagið á FM957 klukkan 16.30.
Auddi frumflytur lagið á FM957 klukkan 16.30. Mynd/Arnþór
Það verður mikið um dýrðir í útvarpsþætti Auðuns Blöndal í dag. Auddi og félagar hafa legið í upptökum síðustu daga og ætla að frumflytja það sem þeir segja vera harðasta jólalag allra tíma.

Sami hópur stendur að laginu og hinu geysivinsæla FM95BLÖ, kynningarlagi þáttarins sem gerði allt vitlaust fyrr í vetur; Auddi, Sverrir Bergmann og upptökustjórarnir í StopWaitGo.

Lagið heitir Jólin, jólin, jólin en það er endurgerð á Rollin', ofursmelli bandarísku hljómsveitarinnar Limp Bizkit.

Jólin, jólin, jólin verður frumflutt á slaginu 16.30 á FM957. Hægt er að hlusta á beina útsendingu á slóðinni vefutvarp.visir.is/fm957.



Uppfært kl.16.40:

Búið er að frumflytja lagið og er nú hægt að hlusta á það hér fyrir ofan eða á útvarpsvef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.