Úti í móa Guðni Th. Jóhannesson skrifar 5. júlí 2011 08:00 Geir H. Haarde ber ekki ábyrgð á bankahruninu á Íslandi. Hann braut ekki lög. Hann gerði sitt besta þegar í óefni var komið haustið 2008. En þar með er ekki sagt að hann eða aðrir ráðamenn hafi í öllu staðið sig vel fyrir hrun og þegar það dundi yfir. Í aðdragandanum var andvaraleysið of mikið og þegar holskeflan reið yfir var reynt að grípa til örþrifaráða sem dugðu einfaldlega ekki. Geir var ekki einn um að bregðast seint og illa við því sem er svo auðvelt að sjá eftir á. Árið 2005, þegar gríðarleg lántaka bankanna stóð sem hæst, dásamaði Halldór Ásgrímsson, forveri hans á stóli forsætisráðherra, „íslenska efnahagsundrið“. Árið 2007 svaraði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í stjórn Geirs H. Haarde, þeim sem vöruðu við ofhitnun í íslenskum efnahag með því að spyrja: „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ Mörg önnur dæmi mætti taka. „Sú einarða afstaða ríkisstjórnarinnar að standa við bakið á fjármálakerfinu okkar var rétt og frá henni verður hvergi hvikað,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í september 2008. Síðar í þeim mánuði reyndu Seðlabankinn og ríkisstjórnin að bjarga Glitni með því að eignast meirihluta í honum fyrir fúlgu fjár. Í byrjun október átti að bjarga Kaupþingi með risaláni. Um svipað leyti vonaði Geir H. Haarde, ef marka má orð hans í fjölmiðlum, að Landsbankinn stæði af sér fjármálastorminn, sem þá geisaði um allan heim, vegna þess að þar á bæ hefðu menn haft vit á að safna svo miklu af innlánum í útlöndum. Í blálokin hugleiddu stjórnvöld líka að láta lífeyrissjóðina koma bankakerfinu til bjargar. Vandinn var bara orðinn svo mikill að menn réðu ekki við hann. Í því felst lítil stjórnlist. Skaparar sögunnar ætla augljóslega að skrifa hana líka. Það er skiljanlegt, ekki síst ef menn þurfa að taka til varna í pólitískum réttarhöldum. Þar að auki er sumt af því sem eftiráspekingar halda fram svo ósanngjarnt að fólki hlýtur að svella móður. En ýmis orð að undanförnu um snilld íslenskra ráðamanna í hruninu eru samt líkust því að ökumaður, sem missti stjórn á bíl sínum þannig að hann valt ótal sinnum áður en hann stöðvaðist ónýtur úti í móa, segi sigri hrósandi: „Sjáiði bara, ég náði að láta hann lenda á hjólunum.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Geir H. Haarde ber ekki ábyrgð á bankahruninu á Íslandi. Hann braut ekki lög. Hann gerði sitt besta þegar í óefni var komið haustið 2008. En þar með er ekki sagt að hann eða aðrir ráðamenn hafi í öllu staðið sig vel fyrir hrun og þegar það dundi yfir. Í aðdragandanum var andvaraleysið of mikið og þegar holskeflan reið yfir var reynt að grípa til örþrifaráða sem dugðu einfaldlega ekki. Geir var ekki einn um að bregðast seint og illa við því sem er svo auðvelt að sjá eftir á. Árið 2005, þegar gríðarleg lántaka bankanna stóð sem hæst, dásamaði Halldór Ásgrímsson, forveri hans á stóli forsætisráðherra, „íslenska efnahagsundrið“. Árið 2007 svaraði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í stjórn Geirs H. Haarde, þeim sem vöruðu við ofhitnun í íslenskum efnahag með því að spyrja: „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ Mörg önnur dæmi mætti taka. „Sú einarða afstaða ríkisstjórnarinnar að standa við bakið á fjármálakerfinu okkar var rétt og frá henni verður hvergi hvikað,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í september 2008. Síðar í þeim mánuði reyndu Seðlabankinn og ríkisstjórnin að bjarga Glitni með því að eignast meirihluta í honum fyrir fúlgu fjár. Í byrjun október átti að bjarga Kaupþingi með risaláni. Um svipað leyti vonaði Geir H. Haarde, ef marka má orð hans í fjölmiðlum, að Landsbankinn stæði af sér fjármálastorminn, sem þá geisaði um allan heim, vegna þess að þar á bæ hefðu menn haft vit á að safna svo miklu af innlánum í útlöndum. Í blálokin hugleiddu stjórnvöld líka að láta lífeyrissjóðina koma bankakerfinu til bjargar. Vandinn var bara orðinn svo mikill að menn réðu ekki við hann. Í því felst lítil stjórnlist. Skaparar sögunnar ætla augljóslega að skrifa hana líka. Það er skiljanlegt, ekki síst ef menn þurfa að taka til varna í pólitískum réttarhöldum. Þar að auki er sumt af því sem eftiráspekingar halda fram svo ósanngjarnt að fólki hlýtur að svella móður. En ýmis orð að undanförnu um snilld íslenskra ráðamanna í hruninu eru samt líkust því að ökumaður, sem missti stjórn á bíl sínum þannig að hann valt ótal sinnum áður en hann stöðvaðist ónýtur úti í móa, segi sigri hrósandi: „Sjáiði bara, ég náði að láta hann lenda á hjólunum.“
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar