Lífið

Öskubuskuævintýri í bandarísku sjónvarpi

Martinez sigraði hug og hjörtu bandarísku þjóðarinnar í Dancing With the Stars en þar bar hann sigur úr býtum með dansfélaga sínum, Karinu Smirnoff. Martinez slasaðist alvarlega þegar bíll hans keyrði á jarðsprengju í Írak. Hann hefur beitt sér fyrir málstað slasaðra hermanna en sjálfur hefur Martinez þurft að gangast undir fjölda aðgerða vegna brunasára sem þekja rúmlega fjörutíu prósent líkamans.
Martinez sigraði hug og hjörtu bandarísku þjóðarinnar í Dancing With the Stars en þar bar hann sigur úr býtum með dansfélaga sínum, Karinu Smirnoff. Martinez slasaðist alvarlega þegar bíll hans keyrði á jarðsprengju í Írak. Hann hefur beitt sér fyrir málstað slasaðra hermanna en sjálfur hefur Martinez þurft að gangast undir fjölda aðgerða vegna brunasára sem þekja rúmlega fjörutíu prósent líkamans.
DANCING WITH THE STARS THE RESULTS SHOW - "Episode 1310A" - After ten weeks of the most riveting performances, dramatic eliminations and shocking moments of the show's 13 seasons, J.R. Martinez and Karina Smirnoff were crowned "Dancing with the Stars" champions, on the two-hour Season Finale of "Dancing with the Stars the Results Show" on TUESDAY, NOVEMBER 22 (9:00-11:00 p.m., ET). (Photo by Adam Taylor/ABC via Getty Images) 956745/ J.R Martinez og Karina Smirnoff
Bandaríska þjóðin átti ekki í miklum erfiðleikum með að velja sigurvegarann í bandaríska raunveruleikaþættinum Dancing with the Stars á þriðjudagskvöld. Nafn J.R. Martinez var skrifað á bikarinn um leið og stríðshetjan fyrrverandi steig sinn fyrsta dans.

Raunveruleikaþáttaröðin Dancing with the Stars hefur notið feykilegra vinsælda vestanhafs en þar keppa oft svokallaðar b-stjörnur í samkvæmisdönsum. Þeim til halds og traust eru færir atvinnudansarar sem leiða þá í gegnum heim dansins. Úrslitin í þrettándu þáttaröðinni á ABC-sjónvarpsstöðinni voru síðan kunngjörð á þriðjudagskvöld og það voru Rob Kardashian, Ricki Lake og J.R. Martinez sem kepptu til úrslita. Eflaust þekkja ekki margir þessi nöfn; Rob Kardashian er af hinni alræmdu Kardashian-ætt, Ricki Lake lék aðalhlutverkið í upphaflegu Hairspray-myndinni og J.R. Martinez leikur í sjónvarpsþáttunum All My Children.

Snemma var hins vegar ljóst hvert stefndi; J.R. Martinez og ótrúleg saga hans snart alla bandarísku þjóðina. Það er ekkert skrítið; sagan er ansi mögnuð. Martinez er fyrrverandi stríðshetja. Hann þjónaði landi sínu og þjóð í Írak allt þar til hann varð fórnarlamb jarðsprengju í febrúar 2003. Martinez sat þá við stýrið á Hummer-bifreið bandaríska hersins og keyrði yfir jarðsprengju sem hafði verið komið fyrir í borginni Karbala.

Martinez sat fastur inni þegar bíllinn varð eitt eldhaf en félögum hans tókst að ná honum út. Saga Martinez vakti snemma mikla athygli og Washington Post ræddi við hermanninn árið 2004 þegar hann var að jafna sig. Þá hafði Martinez gengist undir 27 aðgerðir, sú lengsta hafði staðið yfir í ellefu klukkustundir. Brunasár þöktu fjörutíu prósent líkamans og Martinez lá í dái í þrjár vikur. „Ég er svo öruggur með sjálfan mig að þegar fólk hefur horft á mig í smá tíma gleymir það örunum í andlitinu á mér og sér að ég er mannvera sem elskar að vera til og skemmta sér,“ hefur Washington Post eftir Martinez.

Hermaðurinn fór fljótlega aðbeita persónutöfrum sínum og heillandi framkomu til að tala máli hermanna og koma fram fyrir hönd þeirra þúsunda sem hafa slasast alvarlega í þjónustu ríkisins á vígvellinum. Og Martinez lét gamlan draum sinn rætast og reyndi við leiklistargyðjuna og uppskar hlutverk í sjónvarpssápunni All My Children sem sýnd er á ABC. En það var hins vegar með frammistöðunni í Dancing with the Stars sem Martinez vann hug og hjörtu landa sinna. Hinn 3. október felldi hver einasti áhorfandi tár þegar Martinez og dansfélagi hans, Karina Smirnoff, túlkuðu þennan skelfilega atburð í febrúar 2003 með dansi sínum. Og þrátt fyrir veikburða fætur og líkamlegt erfiði steig Martinez varla feilspor í þáttunum og átti aldrei á hættu að detta úr leik. Að mati bandarískra fjölmiðla er sigur Martinez í þáttunum einn sá sætasti í raunveruleikasjónvarpssögunni, hann muni seint eða aldrei gleymast.

freyrgigja@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.