Lífið

Lollapalooza í Brasilíu

Rokkararnir í Foo Fighters spila á fyrstu Lollapalooza-hátíðinni í Brasilíu.
Rokkararnir í Foo Fighters spila á fyrstu Lollapalooza-hátíðinni í Brasilíu.
Bandarísku rokkararnir í Foo Fighters ætla að spila á fyrstu brasilísku útgáfunni af tónlistarhátíðinni Lollapalooza. Hátíðin var haldin í Síle í fyrra og verður haldin aftur þar í ár. Brasilíska hátíðin verður haldin í Sao Paulo 7. og 8. apríl á næsta ári, skömmu eftir að stuðinu í Síle lýkur. Á meðal annarra sem stíga á svið í Sao Paulo verða Jane"s Addiction, MGMT og TV on the Radio.

Perry Farrell úr Jane"s Addiction er upphafsmaður Lollapalooza. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Bandaríkjunum 1991 og ferðaðist tónlistarhátíðin um landið næstu árin. Fyrr á þessu ári var haldið upp á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar í Chicago. Þar komu fram Eminem, The Drums og Cee Lo Green.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.