Er búið að setja róandi í Gvendarbrunnana? Jóna Sigurjónsdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Ég er alveg undrandi á þolinmæði fólks. Skil ekki hvernig allt fólkið með stökkbreyttar húsnæðisskuldir sem það varla stendur undir og þarf að borga af fram á elliár heldur ró sinni. Það er bara eins og það hafi allt verið sett á deyfilyf. Hvar er reiða unga fólkið, aflið sem breytir samfélaginu? Það ætti að rísa upp gegn óréttlætinu og fara í greiðsluverkfall. Það er afar ósanngjarnt að sá sem tekur lán eigi einn að bera kostnaðinn þegar allar forsendur samningsins sem gerður var í upphafi gjörbreytast, en lánveitandinn beri engan kostnað. Þannig er allavega ekki samið við þá sem skulda milljarðana, eins og dæmin sanna. Ég skil bara ekki í að fólk láti bjóða sér þetta. Kannski er það vegna þess að það á sér engan málsvara í samfélaginu. Verkalýðshreyfingin sem hefði átt að standa með almenningi hefur sagt sig í flokk með fjármagnseigendum, til að vernda lífeyrissjóðina og vinstri stjórnin fylgir á eftir. Hugsunarháttur frjálshyggjunnar lifir enn; auðmagnið skal fá allt og við hin ekkert. Hvað er hægt að gera í þessu? Aldrei hefur sá sem hefur auðinn gefið nokkuð eftir handa hinum af frjálsum vilja eins og sagan sýnir. Velferðarsamfélagið var byggt upp af fólkinu í verkalýðsfélögunum sem háði harða baráttu fyrir öllu sem við teljum sjálfsagt í dag, t.d. mannsæmandi launum, 40 stunda vinnuviku, sumarfríum, almannatryggingum og lífeyrissjóðunum. Ekkert af þessu fékkst gefins heldur var sótt með samtakamætti launafólks í hörðum slag og með verkföllum. Það er hverjum manni hollt að kynna sér sögu verkalýðsbaráttunnar á síðustu öld. Þar má sjá hvernig við öðluðumst þessi réttindi. Þrotlaus barátta alþýðunnar undir stjórn manna, sem gáfu alla sína ævi, alla sína krafta til að sækja okkur réttindi. Í dag eigum við ekkert slíkt afl, undir vinstri stjórn. Við verðum að gera þetta sjálf! Þegar ekkert er hlustað á sanngjarnar kröfur fólks um leiðréttingu skulda á það að beita eina vopninu sem hefur dugað í baráttunni í gegnum tíðina, verkfallsvopninu. Fjármagnsleigjendur eiga að taka saman höndum og fara í greiðsluverkfall, hætta að borga af lánunum og krefjast þess að fjármagnseigendur taki sinn skerf af hækkunum húsnæðisskuldanna. Samtakamátturinn er sterkt afl og ef 1.000 skuldarar taka sig saman og hver leggur í pottinn 30 milljóna fasteignaskuld er kominn samningamáttur upp á 30 milljarða. Og ef 10.000 skuldarar taka saman höndum er kominn samningamáttur uppá 300.000 milljarða! Ætli bankarnir og stjórnvöld væru þá til í að ræða málin í stað þess að kyrkja einn og einn skuldara hægt með stuttri snöru eins og nú tíðkast? Ef fjárvaldið vill ekki semja getur verkfallið staðið lengi en fólk hefur bara gott af því að taka sér nokkra mánaða eða ára frí frá afborgunum og lifa svolítið. Auðvitað rekur fjárvaldið upp ramakvein; „Ekki hægt! Ekki svigrúm! Bankarnir fara á hausinn! Íbúðalánasjóður fer á hausinn! Lífeyrissjóðirnir tapa miklu og það bitnar á gamla fólkinu. Ólöglegt! Bannað að semja saman!“ Halló (eins og barnabörnin mín segja) það var hægt að fjármagna allar bankainnistæður þeirra sem áttu peninga í hruninu og bara spurning um pólitískan vilja að fjármagna lækkun húsnæðislána. Ef bankarnir eru búnir að nota allt svigrúmið til skuldalækkana til að eignast fyrirtækin í landinu verða þeir bara að taka féð af hagnaði næstu ára. Kannski að hrægammasjóðirnir sem eiga bankana þurfi þá að lækka eitthvað ávöxtunarkröfur sínar af skuldunum okkar sem þeir fengu á spottprís. Lífeyrissjóðirnir munu líklega þurfa að lækka iðgjöld eitthvað, (þó ekki væri nema vegna hversu miklu þeir töpuðu á braskinu með auðfávitunum). það er í lagi mín vegna. Það gengur ekki að öll unga kynslóðin sé hneppt í fjötra, það mun draga úr henni allan kraft og ekki verður það lífeyrissjóðunum og samfélaginu til góðs. Því verður eflaust haldið fram að greiðsluverkfall sé ólöglegt. Í því samhengi má benda á að allar stórar breytingar á samfélögum voru ólöglegar í upphafi, þar á meðal verkföllin og lýðræðisbyltingarnar. Skortur á greiðsluvilja er eina vopnið sem fólk hefur, það eina sem hlustað er á, en það þýðir ekkert að einn og einn hætti að borga, sagan sýnir að það þarf samtakamátt. Af hverju tekur ekki eitthvað af þessu unga fólki sig til og notar netið til að safna húsnæðisskuldum sínum í pott og semur saman við fjármagnseigendur um sanngjarna lækkun? Arabarnir notuðu netið til að breyta sínu samfélagi svo við hljótum að geta það líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég er alveg undrandi á þolinmæði fólks. Skil ekki hvernig allt fólkið með stökkbreyttar húsnæðisskuldir sem það varla stendur undir og þarf að borga af fram á elliár heldur ró sinni. Það er bara eins og það hafi allt verið sett á deyfilyf. Hvar er reiða unga fólkið, aflið sem breytir samfélaginu? Það ætti að rísa upp gegn óréttlætinu og fara í greiðsluverkfall. Það er afar ósanngjarnt að sá sem tekur lán eigi einn að bera kostnaðinn þegar allar forsendur samningsins sem gerður var í upphafi gjörbreytast, en lánveitandinn beri engan kostnað. Þannig er allavega ekki samið við þá sem skulda milljarðana, eins og dæmin sanna. Ég skil bara ekki í að fólk láti bjóða sér þetta. Kannski er það vegna þess að það á sér engan málsvara í samfélaginu. Verkalýðshreyfingin sem hefði átt að standa með almenningi hefur sagt sig í flokk með fjármagnseigendum, til að vernda lífeyrissjóðina og vinstri stjórnin fylgir á eftir. Hugsunarháttur frjálshyggjunnar lifir enn; auðmagnið skal fá allt og við hin ekkert. Hvað er hægt að gera í þessu? Aldrei hefur sá sem hefur auðinn gefið nokkuð eftir handa hinum af frjálsum vilja eins og sagan sýnir. Velferðarsamfélagið var byggt upp af fólkinu í verkalýðsfélögunum sem háði harða baráttu fyrir öllu sem við teljum sjálfsagt í dag, t.d. mannsæmandi launum, 40 stunda vinnuviku, sumarfríum, almannatryggingum og lífeyrissjóðunum. Ekkert af þessu fékkst gefins heldur var sótt með samtakamætti launafólks í hörðum slag og með verkföllum. Það er hverjum manni hollt að kynna sér sögu verkalýðsbaráttunnar á síðustu öld. Þar má sjá hvernig við öðluðumst þessi réttindi. Þrotlaus barátta alþýðunnar undir stjórn manna, sem gáfu alla sína ævi, alla sína krafta til að sækja okkur réttindi. Í dag eigum við ekkert slíkt afl, undir vinstri stjórn. Við verðum að gera þetta sjálf! Þegar ekkert er hlustað á sanngjarnar kröfur fólks um leiðréttingu skulda á það að beita eina vopninu sem hefur dugað í baráttunni í gegnum tíðina, verkfallsvopninu. Fjármagnsleigjendur eiga að taka saman höndum og fara í greiðsluverkfall, hætta að borga af lánunum og krefjast þess að fjármagnseigendur taki sinn skerf af hækkunum húsnæðisskuldanna. Samtakamátturinn er sterkt afl og ef 1.000 skuldarar taka sig saman og hver leggur í pottinn 30 milljóna fasteignaskuld er kominn samningamáttur upp á 30 milljarða. Og ef 10.000 skuldarar taka saman höndum er kominn samningamáttur uppá 300.000 milljarða! Ætli bankarnir og stjórnvöld væru þá til í að ræða málin í stað þess að kyrkja einn og einn skuldara hægt með stuttri snöru eins og nú tíðkast? Ef fjárvaldið vill ekki semja getur verkfallið staðið lengi en fólk hefur bara gott af því að taka sér nokkra mánaða eða ára frí frá afborgunum og lifa svolítið. Auðvitað rekur fjárvaldið upp ramakvein; „Ekki hægt! Ekki svigrúm! Bankarnir fara á hausinn! Íbúðalánasjóður fer á hausinn! Lífeyrissjóðirnir tapa miklu og það bitnar á gamla fólkinu. Ólöglegt! Bannað að semja saman!“ Halló (eins og barnabörnin mín segja) það var hægt að fjármagna allar bankainnistæður þeirra sem áttu peninga í hruninu og bara spurning um pólitískan vilja að fjármagna lækkun húsnæðislána. Ef bankarnir eru búnir að nota allt svigrúmið til skuldalækkana til að eignast fyrirtækin í landinu verða þeir bara að taka féð af hagnaði næstu ára. Kannski að hrægammasjóðirnir sem eiga bankana þurfi þá að lækka eitthvað ávöxtunarkröfur sínar af skuldunum okkar sem þeir fengu á spottprís. Lífeyrissjóðirnir munu líklega þurfa að lækka iðgjöld eitthvað, (þó ekki væri nema vegna hversu miklu þeir töpuðu á braskinu með auðfávitunum). það er í lagi mín vegna. Það gengur ekki að öll unga kynslóðin sé hneppt í fjötra, það mun draga úr henni allan kraft og ekki verður það lífeyrissjóðunum og samfélaginu til góðs. Því verður eflaust haldið fram að greiðsluverkfall sé ólöglegt. Í því samhengi má benda á að allar stórar breytingar á samfélögum voru ólöglegar í upphafi, þar á meðal verkföllin og lýðræðisbyltingarnar. Skortur á greiðsluvilja er eina vopnið sem fólk hefur, það eina sem hlustað er á, en það þýðir ekkert að einn og einn hætti að borga, sagan sýnir að það þarf samtakamátt. Af hverju tekur ekki eitthvað af þessu unga fólki sig til og notar netið til að safna húsnæðisskuldum sínum í pott og semur saman við fjármagnseigendur um sanngjarna lækkun? Arabarnir notuðu netið til að breyta sínu samfélagi svo við hljótum að geta það líka.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun