Verndum æskuna – Já takk 3. desember 2011 06:00 Áfengisauglýsingar virka ekki, segja framleiðendur og heildsalar, en hafa þá einstöku sérstöðu, að hafa aðeins þau áhrif, að þeir sem þegar eru neytendur skipti um tegund? Viðkomandi auglýsa síðan hvað af tekur í miðlum sem höfða sérstaklega til barna og ungmenna? Samkvæmt þessu þá eru það yfirlýst markmið framleiðenda og innflytjenda að fá börn og ungmenni til að skipta um áfengistegund? Áfengisauglýsingar hafa enga sérstöðu og eins og aðrar auglýsingar þá virka þær vel. Annars væru viðkomandi ekki að auglýsa dag út og dag inn. Hagsmunaaðilar hafa haldið því fram að ekkert orsakasamhengi sé milli auglýsinga og aukinnar neyslu í samfélaginu, vitandi það að það er ekki hægt að meta áhrif auglýsinganna með slíkum aðferðum, eins og samfélagið sé lokuð,einangruð og dauðhreinsuð rannsóknarstofa sem byggir á klassískum rannsóknum um virkni lyfja versus lyfleysu. Slíkar aðferðir er ekki nýtilegar í þessum tilgangi. Hins vegar eru til rannsóknir þar sem kannað hefur verið hvaða þættir hafa áhrif á neyslu barna og ungmenna sem hafa lent illa í áfengisneyslu. Einn af þeim þáttum, sem þar hafa veruleg áhrif, eru áhrif áfengisauglýsinga, bæði hvað varðar aldur er neysla hefst, tegundir, magn og tíðni neyslu. Önnur rök hagsmunaaðila eru þau að „allt má erlendis" þegar að vitað er að í mörgum löndum er ströng löggjöf eða reglur um áfengisauglýsingar sem m.a byggja að velferðarsjónarmiðum um vernd barna og ungmenna. Í Noregi er að mörgu leyti sambærileg löggjöf og hérlendis, í Frakklandi gilda ákveðin lög t.d. um algert auglýsingabann á íþróttaleikvöngum, Bretar eru að velta fyrir sér breytingum m.a vegna óhóflegrar áfengisneyslu ungmenna, sama á við um í Danmörku, sem státar af þeim vafasama heiðri að eiga heimsmet í unglingadrykkju. Á vettvangi Evrópusambandsins er umræða um verulega aukið aðhald bæði út frá heilbrigðisjónarmiðum og ekki síður út frá velferðarsjónarmiðum barna og ungmenna og svona mætti lengi telja. Fullyrðingar um að „allt megi erlendis" eru því fyrst og fremst byggðar á óskhyggju hagsmunaaðila í áfengisbransanum og sem slíkar með öllu óbrúklegar við uppeldi æskunnar og eða sem siðferðisviðmið í samfélaginu almennt. Nýlegar rannsóknir Rannsóknar og greiningar um áfengis – og vímuefnaneyslu framhaldsskólanema sýna að ástand er með ágætum en ef bætt er við niðurstöðum er ná til sama aldurshóps sem eru utan skóla þá gjörbreytast niðurstöður til hins verra svo um munar. Að meta drykkju unglinga á tilteknum tímapunkti/um þarf ekki að segja allt m.a. vegna þess að unglingar lenda almennt ekki í vanda við fyrsta sopa og forsagan þeirra sem neytenda er stutt. Neysla og neyslumynstur er ferli. Hlutfallslega meiri fjöldi ungs fólks (20+) í meðferð hjá SÁA gæti hugsanlega átt rætur sínar að rekja til „vel heppnaðra" áfengisauglýsinga fyrri ára. Kjarni málsins er sá að áfengisauglýsingar eru bannaðar samkvæmt 20. grein áfengislaga. Hinn siðferðilegi boðskapur laganna er afar skýr. Með grímulausum áfengisauglýsingum og eða heimskulegum útúrsnúningum úr lögum eru þau brotin margsinnis dag hvern. Hagsmunaaðilar sýna í verki afar einbeittan og einlægan brotavilja sem þeir komast upp með tiltölulega óáreittir af hálfu yfirvalda (Sjá dómasafn www.foreldrasamtok.is). Áfengisauglýsingar eru boðflennur í tilveru barna og unglinga sem þau eiga fullan og lögvarðann rétt á að vera laus við.Lögin eru sett á grundvelli velferðarsjónarmiða og í tengslum við réttindi barna og unglinga til þess að verða laus við áróður af þeim toga sem kemur fram í áfengisauglýsingum. Auglýsingarnar stríða og vinna markvisst gegn samfélagslegum markmiðum eins og vímulausum grunnskóla. Markmiðum sem foreldrar, forráðamenn og allir sem að uppeldismálum vinna í þessu landi eru einhuga um. Ýtrustu viðskiptahagsmunir áfengisbransans um frelsi til þess að beina markvissum áfengisáróðri að börnum og ungmennum eru í hróplegu ósamræmi við það. Sorglegt að fólk skuli í opinberri umræðu nefna slíkt sé dæmi um dæmi um að „fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur eigi sér engin takmörk". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Áfengisauglýsingar virka ekki, segja framleiðendur og heildsalar, en hafa þá einstöku sérstöðu, að hafa aðeins þau áhrif, að þeir sem þegar eru neytendur skipti um tegund? Viðkomandi auglýsa síðan hvað af tekur í miðlum sem höfða sérstaklega til barna og ungmenna? Samkvæmt þessu þá eru það yfirlýst markmið framleiðenda og innflytjenda að fá börn og ungmenni til að skipta um áfengistegund? Áfengisauglýsingar hafa enga sérstöðu og eins og aðrar auglýsingar þá virka þær vel. Annars væru viðkomandi ekki að auglýsa dag út og dag inn. Hagsmunaaðilar hafa haldið því fram að ekkert orsakasamhengi sé milli auglýsinga og aukinnar neyslu í samfélaginu, vitandi það að það er ekki hægt að meta áhrif auglýsinganna með slíkum aðferðum, eins og samfélagið sé lokuð,einangruð og dauðhreinsuð rannsóknarstofa sem byggir á klassískum rannsóknum um virkni lyfja versus lyfleysu. Slíkar aðferðir er ekki nýtilegar í þessum tilgangi. Hins vegar eru til rannsóknir þar sem kannað hefur verið hvaða þættir hafa áhrif á neyslu barna og ungmenna sem hafa lent illa í áfengisneyslu. Einn af þeim þáttum, sem þar hafa veruleg áhrif, eru áhrif áfengisauglýsinga, bæði hvað varðar aldur er neysla hefst, tegundir, magn og tíðni neyslu. Önnur rök hagsmunaaðila eru þau að „allt má erlendis" þegar að vitað er að í mörgum löndum er ströng löggjöf eða reglur um áfengisauglýsingar sem m.a byggja að velferðarsjónarmiðum um vernd barna og ungmenna. Í Noregi er að mörgu leyti sambærileg löggjöf og hérlendis, í Frakklandi gilda ákveðin lög t.d. um algert auglýsingabann á íþróttaleikvöngum, Bretar eru að velta fyrir sér breytingum m.a vegna óhóflegrar áfengisneyslu ungmenna, sama á við um í Danmörku, sem státar af þeim vafasama heiðri að eiga heimsmet í unglingadrykkju. Á vettvangi Evrópusambandsins er umræða um verulega aukið aðhald bæði út frá heilbrigðisjónarmiðum og ekki síður út frá velferðarsjónarmiðum barna og ungmenna og svona mætti lengi telja. Fullyrðingar um að „allt megi erlendis" eru því fyrst og fremst byggðar á óskhyggju hagsmunaaðila í áfengisbransanum og sem slíkar með öllu óbrúklegar við uppeldi æskunnar og eða sem siðferðisviðmið í samfélaginu almennt. Nýlegar rannsóknir Rannsóknar og greiningar um áfengis – og vímuefnaneyslu framhaldsskólanema sýna að ástand er með ágætum en ef bætt er við niðurstöðum er ná til sama aldurshóps sem eru utan skóla þá gjörbreytast niðurstöður til hins verra svo um munar. Að meta drykkju unglinga á tilteknum tímapunkti/um þarf ekki að segja allt m.a. vegna þess að unglingar lenda almennt ekki í vanda við fyrsta sopa og forsagan þeirra sem neytenda er stutt. Neysla og neyslumynstur er ferli. Hlutfallslega meiri fjöldi ungs fólks (20+) í meðferð hjá SÁA gæti hugsanlega átt rætur sínar að rekja til „vel heppnaðra" áfengisauglýsinga fyrri ára. Kjarni málsins er sá að áfengisauglýsingar eru bannaðar samkvæmt 20. grein áfengislaga. Hinn siðferðilegi boðskapur laganna er afar skýr. Með grímulausum áfengisauglýsingum og eða heimskulegum útúrsnúningum úr lögum eru þau brotin margsinnis dag hvern. Hagsmunaaðilar sýna í verki afar einbeittan og einlægan brotavilja sem þeir komast upp með tiltölulega óáreittir af hálfu yfirvalda (Sjá dómasafn www.foreldrasamtok.is). Áfengisauglýsingar eru boðflennur í tilveru barna og unglinga sem þau eiga fullan og lögvarðann rétt á að vera laus við.Lögin eru sett á grundvelli velferðarsjónarmiða og í tengslum við réttindi barna og unglinga til þess að verða laus við áróður af þeim toga sem kemur fram í áfengisauglýsingum. Auglýsingarnar stríða og vinna markvisst gegn samfélagslegum markmiðum eins og vímulausum grunnskóla. Markmiðum sem foreldrar, forráðamenn og allir sem að uppeldismálum vinna í þessu landi eru einhuga um. Ýtrustu viðskiptahagsmunir áfengisbransans um frelsi til þess að beina markvissum áfengisáróðri að börnum og ungmennum eru í hróplegu ósamræmi við það. Sorglegt að fólk skuli í opinberri umræðu nefna slíkt sé dæmi um dæmi um að „fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur eigi sér engin takmörk".
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar