Enn á að fara að kjósa Björn Dagbjartsson skrifar 2. mars 2011 06:00 ér finnst eins og almennar kosningar hafi alltaf verið á næsta leiti undanfarin tvö ár. Jæja, þetta er nú kannski ekki sanngjarnt. Kosningarnar sem nú standa til eru ekki nema þær fimmtu eða sjöttu síðan vorið 2009 og menn verða sjálfsagt að hafa dálítið fyrir lýðræðinu. En ég get alveg skilið Svisslendinga þar sem þátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslum fer alveg niður í 10-20%. Ég verð þó að viðurkenna að ég tók ekki þátt í tveim síðustu kosningum. Í fyrra skiptið fannst mér þetta Icesave ekki vera málefni sem þjóðin ætti að kjósa um. Það vill enginn borga hærri skatta hvort sem honum ber að gera það eða ekki. Mér fannst það bara óumflýjanlegt ekki síst vegna þess að sitjandi forsætisráðherra 2008 hafði beðið Breta og Hollendinga að lána okkur fyrir þessum skuldum okkar sem þjóðar og gerði þar um alþjóðlegar skuldbindingar. Mér fannst ekki hægt að ganga á bak þeirra orða. Þó fundust mér alltaf vextirnir allt of háir. Seinni kosningarnar fannst mér alla tíð fáránlegar, tilefnið og uppleggið allt saman og lokaniðurstaðan. Það getur svo sem vel verið að það hafi verið ýmislegt við framkvæmdina að athuga. Það hefur svo sem oft skeð áður. Engum dettur þó í hug að þessi smáatriði sem fundið var að hafi haft minnstu áhrif á niðurstöðuna. Núna ætla ég aftur á móti að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Ekki það að eðli tilefnisins hafi breyst; ég er enn innst inni á móti því að greiða hærri skatta. En ég tel mig hafa þó nokkrar góðar ástæður til að samþykkja það samkomulag sem nú liggur fyrir. Ég held að það sé ómetanlegt á alþjóðavettvangi að geta náð samkomulagi og skilið í sátt við nágranna okkar. Ég tel að þær upphæðir sem hér um ræðir séu smáræði miðað við það við skuldum í heild; svona sambærilegar við það sem við ætlum að leggja núna í Íbúðalánasjóð, Sparisjóð Keflavíkur, hvað þá Seðlabankann sjálfan. Ég held að hin frægu hjól atvinnulífsins verði föst í handbremsu þangað til þetta mál er úr sögunni. Það er bara bull að segja að þetta mál hafi ekki skaðað okkur. Ég fylgi þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem mér finnst hafa hugsað um þjóðarhag af yfirvegun í þessu máli, fyrir utan nokkra þvergirðinga. Ég vil ekki þurfa að leggja þetta mál fyrir EFTA-dómstólinn sem talinn er líklegastur til að hafa lögsögu. Þar á bæ hafa menn þegar tekið afstöðu. Ég hlusta þegar lögmenn eins og Lárus Blöndal og Ragnar Hall, sem kannski mest allra í þeirri stétt hafa skoðað þetta mál bæði í fyrra og núna, telja að þó að við höfum hugsanlega lagalegan rétt muni málaferli aðeins skaða okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
ér finnst eins og almennar kosningar hafi alltaf verið á næsta leiti undanfarin tvö ár. Jæja, þetta er nú kannski ekki sanngjarnt. Kosningarnar sem nú standa til eru ekki nema þær fimmtu eða sjöttu síðan vorið 2009 og menn verða sjálfsagt að hafa dálítið fyrir lýðræðinu. En ég get alveg skilið Svisslendinga þar sem þátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslum fer alveg niður í 10-20%. Ég verð þó að viðurkenna að ég tók ekki þátt í tveim síðustu kosningum. Í fyrra skiptið fannst mér þetta Icesave ekki vera málefni sem þjóðin ætti að kjósa um. Það vill enginn borga hærri skatta hvort sem honum ber að gera það eða ekki. Mér fannst það bara óumflýjanlegt ekki síst vegna þess að sitjandi forsætisráðherra 2008 hafði beðið Breta og Hollendinga að lána okkur fyrir þessum skuldum okkar sem þjóðar og gerði þar um alþjóðlegar skuldbindingar. Mér fannst ekki hægt að ganga á bak þeirra orða. Þó fundust mér alltaf vextirnir allt of háir. Seinni kosningarnar fannst mér alla tíð fáránlegar, tilefnið og uppleggið allt saman og lokaniðurstaðan. Það getur svo sem vel verið að það hafi verið ýmislegt við framkvæmdina að athuga. Það hefur svo sem oft skeð áður. Engum dettur þó í hug að þessi smáatriði sem fundið var að hafi haft minnstu áhrif á niðurstöðuna. Núna ætla ég aftur á móti að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Ekki það að eðli tilefnisins hafi breyst; ég er enn innst inni á móti því að greiða hærri skatta. En ég tel mig hafa þó nokkrar góðar ástæður til að samþykkja það samkomulag sem nú liggur fyrir. Ég held að það sé ómetanlegt á alþjóðavettvangi að geta náð samkomulagi og skilið í sátt við nágranna okkar. Ég tel að þær upphæðir sem hér um ræðir séu smáræði miðað við það við skuldum í heild; svona sambærilegar við það sem við ætlum að leggja núna í Íbúðalánasjóð, Sparisjóð Keflavíkur, hvað þá Seðlabankann sjálfan. Ég held að hin frægu hjól atvinnulífsins verði föst í handbremsu þangað til þetta mál er úr sögunni. Það er bara bull að segja að þetta mál hafi ekki skaðað okkur. Ég fylgi þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem mér finnst hafa hugsað um þjóðarhag af yfirvegun í þessu máli, fyrir utan nokkra þvergirðinga. Ég vil ekki þurfa að leggja þetta mál fyrir EFTA-dómstólinn sem talinn er líklegastur til að hafa lögsögu. Þar á bæ hafa menn þegar tekið afstöðu. Ég hlusta þegar lögmenn eins og Lárus Blöndal og Ragnar Hall, sem kannski mest allra í þeirri stétt hafa skoðað þetta mál bæði í fyrra og núna, telja að þó að við höfum hugsanlega lagalegan rétt muni málaferli aðeins skaða okkur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar