Gjaldmiðlaumræða í óskilum Hafsteinn Hauksson skrifar 8. nóvember 2011 09:00 Krónan er meira en bara grænblái liturinn á fimmþúsundkrónaseðlinum og myndin af Jóni Sig á fimmhundruðkallinum. Krónan er öll umgjörð peningamálastefnunnar, markmið hennar, stýritæki og samspil ríkisstjórnar og seðlabanka allt í senn. Þess vegna verður umræða um framtíð gjaldmiðilsins að snúast um alla þessa þætti. Króna sem ekki má skipta í erlenda gjaldeyri er til dæmis klárlega allt annar gjaldmiðill en fljótandi króna, og króna sem rekin er á trúverðugu fastgengi gagnvart evru er alls engin króna – heldur evra. Þegar fólk segir að krónan hafi gengið sér til húðar, þá get ég mér þess yfirleitt til um að það eigi við að klúðurslegt samspil þenslu í ríkisfjármálum og aðhalds í peningastefnu með einstrengingsleg markmið og bitlaus stjórntæki samhliða erlendri skammtímafjárfestingu gangi ekki lengur. Um það er raunar ekki deilt; í það minnsta hefur Seðlabankinn sjálfur viðurkennt að verðbólgumarkmiðið hafi ekki gengið:"Þótt fyrirkomulagið hafi verið byggt á hugmyndum hagfræðinnar um besta fyrirkomulag peningamála og reynslu fjölda landa sem náð hafa góðum árangri í stjórn peningamála, hefur árangur Seðlabankans í viðureigninni við verðbólgu verið slakur nánast allt tímabilið frá því að verðbólgumarkmiðið var tekið upp og verri en í öðrum ríkjum með sambærilegt fyrirkomulag. (Peningastefnan eftir höft, 2010)"Efnisleg umræða í óskilum Þess vegna á umræða um framtíð krónunnar að snúast um hvort eitthvað sé hægt að gera til að laga þá galla sem eru á peningastefnunni; víkka markmið hennar út fyrir einfalda verðbólgutölu og útbúa ný stjórntæki til að stuðla að stöðugleika svo dæmi séu nefnd. Síðan þarf að meta hvort hlutfall kostnaðar og árangurs af svoleiðis endurbótavinnu sé hagfelldari en af því að taka einfaldlega upp aðra mynt eða leita annarra lausna, sérstaklega í ljósi þess að ýmislegt í þjóðarbúskapnum gerir sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs. En það er varla einn einasti stjórnmálamaður að velta þessum hlutum fyrir sér. Á stjórnmálasviðinu snýst umræðan um krónuna og framtíðarskipan gjaldmiðlamála sjaldnast um peningastefnuna, ekki einu sinni um litinn og myndirnar á peningaseðlunum, heldur um Evrópusambandið – efnislega er umræðan algjörlega í óskilum.Plan A er ekki nóg Það er orðið allt að því ómögulegt að skilja að pólitíska umræðu um sambandsaðild frá hagfræðilegri umræðu um gjaldmiðilinn. Á meðan ekkert er fast í hendi þar situr þjóðin aðeins uppi með tvo óboðlega kosti á meðan stjórnmálamenn rífast um Evrópusambandið; haftakrónu eða þá vonlausu peningastefnu sem rekin var fyrir hrun. En hvað ef meirihluti þjóðarinnar hafnar aðild að Evrópusambandinu? Hvað ef Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn eftir næstu kosningar? "Ef"-in eru allt of stór til að evra gegnum ESB sé eini valkosturinn við haftakrónu sem vert er að hugleiða. Það er vart hægt að hugsa sér verra hlutskipti en að vakna upp við það fimm til tíu árum eftir hrun að tvíhliða upptaka evru er ekki að fara að gerast, og hafa ekkert traust plan B í hendi – að standa á byrjunarreit og uppgötva að tíma sem hægt var að verja í að ræða peningastefnuna og færast nær niðurstöðu var sóað.Ræðum það mikilvægasta fyrst Peningastefnan er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar til framtíðar eins og staðan er núna. Punktur. Hugmyndirnar vantar ekki. Það hefur verið stungið upp á Tobin-skatti á fjármagnsflutninga til að draga úr sveiflum í krónuni, einhliða upptöku fjölda gjaldmiðla, þar á meðal evru, dollars og jafnvel kanadadollars, eða innleiðingu þessara gjaldmiðla sem lögeyris samhliða krónunni, auk þess sem Seðlabankinn hefur lagt fyrir matseðil af nýjum markmiðum og stýritækjum sem myndu hugsanlega gera krónuna sjálfa að fýsilegri kosti. En það eru ráðamenn sem þurfa á endanum að panta af matseðlinum, og allar þessar hugmyndir falla dauðar niður þegar þá skortir kjark til að ræða þær af alvöru og taka afstöðu. Meðal þess sem þingheimi þótti vert að ræða í síðustu viku voru innsiglingin í Grindavíkurhöfn, Þríhnúkagígur, söngur og heimspeki í skólum, Skipasafn Íslands og fuglaskoðunarstöð í Garði. Þetta eru alveg örugglega mál sem þarf að sinna, en má ég biðja um að mál sem varða velferð þjóðarinnar allrar um ókomna tíð verði leidd til lykta fyrst – ja, eða bara hleypt á dagskrá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Krónan er meira en bara grænblái liturinn á fimmþúsundkrónaseðlinum og myndin af Jóni Sig á fimmhundruðkallinum. Krónan er öll umgjörð peningamálastefnunnar, markmið hennar, stýritæki og samspil ríkisstjórnar og seðlabanka allt í senn. Þess vegna verður umræða um framtíð gjaldmiðilsins að snúast um alla þessa þætti. Króna sem ekki má skipta í erlenda gjaldeyri er til dæmis klárlega allt annar gjaldmiðill en fljótandi króna, og króna sem rekin er á trúverðugu fastgengi gagnvart evru er alls engin króna – heldur evra. Þegar fólk segir að krónan hafi gengið sér til húðar, þá get ég mér þess yfirleitt til um að það eigi við að klúðurslegt samspil þenslu í ríkisfjármálum og aðhalds í peningastefnu með einstrengingsleg markmið og bitlaus stjórntæki samhliða erlendri skammtímafjárfestingu gangi ekki lengur. Um það er raunar ekki deilt; í það minnsta hefur Seðlabankinn sjálfur viðurkennt að verðbólgumarkmiðið hafi ekki gengið:"Þótt fyrirkomulagið hafi verið byggt á hugmyndum hagfræðinnar um besta fyrirkomulag peningamála og reynslu fjölda landa sem náð hafa góðum árangri í stjórn peningamála, hefur árangur Seðlabankans í viðureigninni við verðbólgu verið slakur nánast allt tímabilið frá því að verðbólgumarkmiðið var tekið upp og verri en í öðrum ríkjum með sambærilegt fyrirkomulag. (Peningastefnan eftir höft, 2010)"Efnisleg umræða í óskilum Þess vegna á umræða um framtíð krónunnar að snúast um hvort eitthvað sé hægt að gera til að laga þá galla sem eru á peningastefnunni; víkka markmið hennar út fyrir einfalda verðbólgutölu og útbúa ný stjórntæki til að stuðla að stöðugleika svo dæmi séu nefnd. Síðan þarf að meta hvort hlutfall kostnaðar og árangurs af svoleiðis endurbótavinnu sé hagfelldari en af því að taka einfaldlega upp aðra mynt eða leita annarra lausna, sérstaklega í ljósi þess að ýmislegt í þjóðarbúskapnum gerir sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs. En það er varla einn einasti stjórnmálamaður að velta þessum hlutum fyrir sér. Á stjórnmálasviðinu snýst umræðan um krónuna og framtíðarskipan gjaldmiðlamála sjaldnast um peningastefnuna, ekki einu sinni um litinn og myndirnar á peningaseðlunum, heldur um Evrópusambandið – efnislega er umræðan algjörlega í óskilum.Plan A er ekki nóg Það er orðið allt að því ómögulegt að skilja að pólitíska umræðu um sambandsaðild frá hagfræðilegri umræðu um gjaldmiðilinn. Á meðan ekkert er fast í hendi þar situr þjóðin aðeins uppi með tvo óboðlega kosti á meðan stjórnmálamenn rífast um Evrópusambandið; haftakrónu eða þá vonlausu peningastefnu sem rekin var fyrir hrun. En hvað ef meirihluti þjóðarinnar hafnar aðild að Evrópusambandinu? Hvað ef Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn eftir næstu kosningar? "Ef"-in eru allt of stór til að evra gegnum ESB sé eini valkosturinn við haftakrónu sem vert er að hugleiða. Það er vart hægt að hugsa sér verra hlutskipti en að vakna upp við það fimm til tíu árum eftir hrun að tvíhliða upptaka evru er ekki að fara að gerast, og hafa ekkert traust plan B í hendi – að standa á byrjunarreit og uppgötva að tíma sem hægt var að verja í að ræða peningastefnuna og færast nær niðurstöðu var sóað.Ræðum það mikilvægasta fyrst Peningastefnan er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar til framtíðar eins og staðan er núna. Punktur. Hugmyndirnar vantar ekki. Það hefur verið stungið upp á Tobin-skatti á fjármagnsflutninga til að draga úr sveiflum í krónuni, einhliða upptöku fjölda gjaldmiðla, þar á meðal evru, dollars og jafnvel kanadadollars, eða innleiðingu þessara gjaldmiðla sem lögeyris samhliða krónunni, auk þess sem Seðlabankinn hefur lagt fyrir matseðil af nýjum markmiðum og stýritækjum sem myndu hugsanlega gera krónuna sjálfa að fýsilegri kosti. En það eru ráðamenn sem þurfa á endanum að panta af matseðlinum, og allar þessar hugmyndir falla dauðar niður þegar þá skortir kjark til að ræða þær af alvöru og taka afstöðu. Meðal þess sem þingheimi þótti vert að ræða í síðustu viku voru innsiglingin í Grindavíkurhöfn, Þríhnúkagígur, söngur og heimspeki í skólum, Skipasafn Íslands og fuglaskoðunarstöð í Garði. Þetta eru alveg örugglega mál sem þarf að sinna, en má ég biðja um að mál sem varða velferð þjóðarinnar allrar um ókomna tíð verði leidd til lykta fyrst – ja, eða bara hleypt á dagskrá?
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar