Ekki skrifað undir slakan samning 21. janúar 2011 16:00 Á fundi Iceland Seafood. Fyrirtækið stóð fyrir vel sóttri umræðu um ESB og sjávarútveginn í gær í tilefni „markaðsdags“ fyrirtækisins. Þar ræddi meðal annars Þorsteinn Pálsson, sem situr í samninganefnd Íslands gagnvart ESB, um stöðu mála.Fréttablaðið/vilhelm „Ég segi að ef við náum ekki fullnægjandi niðurstöðu þá skrifum við ekki undir," sagði Þorsteinn Pálsson, fulltrúi í samninganefnd Íslands gagnvart ESB, á fundi Iceland Seafood um ESB og sjávarútveg í Iðnó í gær. Hann væri því ekki einn af þeim sem lofuðu þjóðinni atkvæðagreiðslu um aðild að ESB undir öllum kringumstæðum. Þorsteinn sagðist heldur ekki lofa því að hægt yrði í samningaviðræðum að tryggja hagsmuni sjávarútvegs að öllu leyti: „En það eru möguleikar á því og við eigum að láta á reyna." Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, talaði einnig á fundinum og sagði að með aðild yrði lagasetningarvald um sjávarútveg flutt til Brussel. „Fiskimiðin okkar yrðu sameiginleg auðlind Evrópusambandsins," sagði hann. Adolf lagði í framsögu sinni áherslu á að stöðugleikareglan, um að þjóð sem hefði ákveðna veiðireynslu hefði þann rétt óskoraðan áfram, yrði „geirnegld" inn í aðildarsamning, svo henni yrði ekki breytt síðar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, spurði framsögumennina tvo álits á nýlegum makrílveiðum Íslendinga: hvað hefði orðið um þær ef þjóðin hefði verið í ESB? Þorsteinn svaraði því til að um deilistofna væru Íslendingar skuldbundnir til að semja við aðrar þjóðir og staða til slíkra samninga væri betri innan ESB en utan og vísaði til sterkrar stöðu Skota. Adolf fullyrti hins vegar að innan ESB hefðu Íslendingar „ekki fengið eitt einasta kíló".- kóþ Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Ég segi að ef við náum ekki fullnægjandi niðurstöðu þá skrifum við ekki undir," sagði Þorsteinn Pálsson, fulltrúi í samninganefnd Íslands gagnvart ESB, á fundi Iceland Seafood um ESB og sjávarútveg í Iðnó í gær. Hann væri því ekki einn af þeim sem lofuðu þjóðinni atkvæðagreiðslu um aðild að ESB undir öllum kringumstæðum. Þorsteinn sagðist heldur ekki lofa því að hægt yrði í samningaviðræðum að tryggja hagsmuni sjávarútvegs að öllu leyti: „En það eru möguleikar á því og við eigum að láta á reyna." Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, talaði einnig á fundinum og sagði að með aðild yrði lagasetningarvald um sjávarútveg flutt til Brussel. „Fiskimiðin okkar yrðu sameiginleg auðlind Evrópusambandsins," sagði hann. Adolf lagði í framsögu sinni áherslu á að stöðugleikareglan, um að þjóð sem hefði ákveðna veiðireynslu hefði þann rétt óskoraðan áfram, yrði „geirnegld" inn í aðildarsamning, svo henni yrði ekki breytt síðar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, spurði framsögumennina tvo álits á nýlegum makrílveiðum Íslendinga: hvað hefði orðið um þær ef þjóðin hefði verið í ESB? Þorsteinn svaraði því til að um deilistofna væru Íslendingar skuldbundnir til að semja við aðrar þjóðir og staða til slíkra samninga væri betri innan ESB en utan og vísaði til sterkrar stöðu Skota. Adolf fullyrti hins vegar að innan ESB hefðu Íslendingar „ekki fengið eitt einasta kíló".- kóþ
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira