Hræðsluáróður gegn erfðabreyttum matvælum Jón Hallsteinn Hallsson skrifar 20. október 2011 11:00 Þann 7. október sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Söndru B. Jónsdóttur þar sem hún skammar íslensk stjórnvöld fyrir seinagang við setningu reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Til að undirstrika mikilvægi reglugerðarinnar vísar Sandra í niðurstöður sem nýverið birtust í tímaritinu Reproductive Toxicology (1) en þar er fullyrt að mælst hafi próteinið Cry1Ab í blóði hjá hópi kvenna í Kanada. Framsetning Söndru á þeim niðurstöðum er með slíkum endemum að ekki verður orða bundist og langar mig að benda á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara. Ekki heilsufarsrannsóknSandra telur að hér hafi verið á ferðinni „tímamóta heilsufarsrannsókn”. Hið rétta er að hér var ekki um að ræða heilsufarsrannsókn þar sem niðurstöður mælinga voru ekki tengdar við heilsufar þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni. Í greininni kemur aðeins fram að konurnar, sem sumar voru þungaðar, voru heilbrigðar við sýnatöku, að engin vandamál komu fram í fæðingu og að öll börnin voru af eðlilegri stærð. Hvernig Sandra kemst að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða heilsufarsrannsókn er mér hulin ráðgáta. Í grein Söndru segir „[í] rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra…“ og jafnframt „[n]iðurstaða [rannsóknarinnar] var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum…“. Þó svo að Cry1Ab próteinið („Bt-eitrið“) sé að finna í ákveðnum erfðabreyttum nytjaplöntum er ekkert í rannsókninni sem styður þá ályktun að próteinið sem mældist í blóði sé úr erfðabreyttum matvælum. Engar vísbendingarÍ umræddri vísindagrein er í raun hvergi að finna neinar vísbendingar um uppruna Cry1Ab próteinsins en í þessu samhengi er vert að benda á að próteinið er m.a. framleitt af jarðvegsbakteríunni Bacillus thuringiensis og hefur verið notað sem vörn gegn skordýrum frá því löngu fyrir tíma erfðabreytinga og er enn í dag víða notað óháð erfðabreytingum, meðal annars í lífrænni ræktun. Sandra heldur áfram og segir: „[e]rfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum…“. Hér er rétt að undirstrika að í greininni komu ekki fram neinar vísbendingar um neikvæð áhrif Cry1Ab próteinsins á heilsufar þeirra kvenna sem greindust með það í blóði. Einnig er vert að benda á að fyrri rannsóknir hafa sýnt að eitrunaráhrif próteinsins einskorðast við ákveðnar tegundir skordýra (2) og engin áhrif hafa komið fram á heilsufar spendýra (3-5). Gagnrýniverð aðferðSíðast en ekki síst má með sterkum rökum gagnrýna þá aðferð sem notuð var við að mæla Cry1Ab próteinið í rannsókninni. Aðferðin var ekki þróuð til mælinga á próteininu í blóði og sýnt þykir að hún er ekki ákjósanleg til slíkra mælinga (6-7). Veikir þetta mjög niðurstöður rannsóknarinnar og hefði nauðsynlega þurft að staðfesta tilvist Cry1Ab próteinsins í blóðsýnum með öðrum og betri aðferðum. Þegar niðurstöður vísindarannsókna eru kynntar almenningi verður að gera þá kröfu til þeirra sem það gera að farið sé fram af yfirvegun, hlutleysis gætt og að kynntar séu sannreyndar niðurstöður. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar upplýsingar eru líklegar til að vekja ótta almennings. Ekkert af ofangreindu á við um grein Söndru þar sem hún leitast við að draga öfgafullar ályktanir af umræddum niðurstöðum án þess að gera grein fyrir annmörkum rannsóknarinnar. Af lestri greinarinnar er ljóst að Sandra gerist sek um annað af tvennu, að tjá sig um málefni sem hún hefur takmarkaðan skilning á eða þá að afvegaleiða lesendur sína vísvitandi með rangfærslum. Hvort er verra læt ég ósvarað en ljóst er að tilgangurinn er ekki að uppfræða heldur að hræða og ætti höfundur að fá skammir fyrir.(1) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology 31 [4]: 528-533.(2) Bravo, Jansens og Peferoen. 1992. Journal of Invertebrate Pathology 60 [3]: 237-246.(3) McClintock, Schaffer og Sjoblad. 1995. Pesticide Science 45 [2]: 95-105.(4) Shimada, Miyamoto, o.fl. 2006. In Vitro Cellular & Developmental Biology - Animal 42: 45.(5) Shimada, Murata, o.fl. 2006. The Journal of Veterinary Medical Science 68 [10]: 1113-1115.(6) Chowdhury, Kuribara, o.fl. 2003. Journal of Animal Science 81 [10]: 2546-2551.(7) Lutz, Wiedemann, o.fl. 2005. Journal of Agricultural and Food Chemistry 53 [5]: 1453-1456. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þann 7. október sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Söndru B. Jónsdóttur þar sem hún skammar íslensk stjórnvöld fyrir seinagang við setningu reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Til að undirstrika mikilvægi reglugerðarinnar vísar Sandra í niðurstöður sem nýverið birtust í tímaritinu Reproductive Toxicology (1) en þar er fullyrt að mælst hafi próteinið Cry1Ab í blóði hjá hópi kvenna í Kanada. Framsetning Söndru á þeim niðurstöðum er með slíkum endemum að ekki verður orða bundist og langar mig að benda á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara. Ekki heilsufarsrannsóknSandra telur að hér hafi verið á ferðinni „tímamóta heilsufarsrannsókn”. Hið rétta er að hér var ekki um að ræða heilsufarsrannsókn þar sem niðurstöður mælinga voru ekki tengdar við heilsufar þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni. Í greininni kemur aðeins fram að konurnar, sem sumar voru þungaðar, voru heilbrigðar við sýnatöku, að engin vandamál komu fram í fæðingu og að öll börnin voru af eðlilegri stærð. Hvernig Sandra kemst að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða heilsufarsrannsókn er mér hulin ráðgáta. Í grein Söndru segir „[í] rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra…“ og jafnframt „[n]iðurstaða [rannsóknarinnar] var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum…“. Þó svo að Cry1Ab próteinið („Bt-eitrið“) sé að finna í ákveðnum erfðabreyttum nytjaplöntum er ekkert í rannsókninni sem styður þá ályktun að próteinið sem mældist í blóði sé úr erfðabreyttum matvælum. Engar vísbendingarÍ umræddri vísindagrein er í raun hvergi að finna neinar vísbendingar um uppruna Cry1Ab próteinsins en í þessu samhengi er vert að benda á að próteinið er m.a. framleitt af jarðvegsbakteríunni Bacillus thuringiensis og hefur verið notað sem vörn gegn skordýrum frá því löngu fyrir tíma erfðabreytinga og er enn í dag víða notað óháð erfðabreytingum, meðal annars í lífrænni ræktun. Sandra heldur áfram og segir: „[e]rfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum…“. Hér er rétt að undirstrika að í greininni komu ekki fram neinar vísbendingar um neikvæð áhrif Cry1Ab próteinsins á heilsufar þeirra kvenna sem greindust með það í blóði. Einnig er vert að benda á að fyrri rannsóknir hafa sýnt að eitrunaráhrif próteinsins einskorðast við ákveðnar tegundir skordýra (2) og engin áhrif hafa komið fram á heilsufar spendýra (3-5). Gagnrýniverð aðferðSíðast en ekki síst má með sterkum rökum gagnrýna þá aðferð sem notuð var við að mæla Cry1Ab próteinið í rannsókninni. Aðferðin var ekki þróuð til mælinga á próteininu í blóði og sýnt þykir að hún er ekki ákjósanleg til slíkra mælinga (6-7). Veikir þetta mjög niðurstöður rannsóknarinnar og hefði nauðsynlega þurft að staðfesta tilvist Cry1Ab próteinsins í blóðsýnum með öðrum og betri aðferðum. Þegar niðurstöður vísindarannsókna eru kynntar almenningi verður að gera þá kröfu til þeirra sem það gera að farið sé fram af yfirvegun, hlutleysis gætt og að kynntar séu sannreyndar niðurstöður. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar upplýsingar eru líklegar til að vekja ótta almennings. Ekkert af ofangreindu á við um grein Söndru þar sem hún leitast við að draga öfgafullar ályktanir af umræddum niðurstöðum án þess að gera grein fyrir annmörkum rannsóknarinnar. Af lestri greinarinnar er ljóst að Sandra gerist sek um annað af tvennu, að tjá sig um málefni sem hún hefur takmarkaðan skilning á eða þá að afvegaleiða lesendur sína vísvitandi með rangfærslum. Hvort er verra læt ég ósvarað en ljóst er að tilgangurinn er ekki að uppfræða heldur að hræða og ætti höfundur að fá skammir fyrir.(1) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology 31 [4]: 528-533.(2) Bravo, Jansens og Peferoen. 1992. Journal of Invertebrate Pathology 60 [3]: 237-246.(3) McClintock, Schaffer og Sjoblad. 1995. Pesticide Science 45 [2]: 95-105.(4) Shimada, Miyamoto, o.fl. 2006. In Vitro Cellular & Developmental Biology - Animal 42: 45.(5) Shimada, Murata, o.fl. 2006. The Journal of Veterinary Medical Science 68 [10]: 1113-1115.(6) Chowdhury, Kuribara, o.fl. 2003. Journal of Animal Science 81 [10]: 2546-2551.(7) Lutz, Wiedemann, o.fl. 2005. Journal of Agricultural and Food Chemistry 53 [5]: 1453-1456.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun