Handbolti

Rakel Dögg: Stefnum á tvo sigra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er bjartsýn fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2012.

Ísland mætir sterku liði Spánverja ytra í dag en leikur svo gegn Úkraínu á heimavelli á sunnudaginn.

Rakel Dögg hefur átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur og mánuði en ætlar ekki að láta það hafa áhrif á sig og ætlar að spila með íslenska landsliðinu í þessum tveimur leikjum.

„Markmiðið okkar er að komast upp úr þessum riðli og á EM. Þetta verða tveir mjög erfiðir leikir og við stefnum alla vega á tvö stig - vonandi fjögur,“ sagði hún en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Við getum tekið báða þessa leiki ef við hittum á toppleik. Ég mæti alltaf bjartsýn í leiki og geri það einnig í dag. Þetta verður virkilega erfitt en ég tel að við eigum möguleika.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×