Verndum Bitru Björk Vilhelmsdóttir skrifar 15. nóvember 2011 06:00 Virkjun Bitru hefur neikvæð og óafturkræf áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins og býr svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni. Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. Þetta er ekki bara mitt álit og þess útivistar- og náttúruverndarfólks sem lagt hefur leið sína á austasta hluta Hengilsvæðisins, á Ölkelduháls og eða baðað sig í Reykjadal. Þetta er opinbert og orðrétt álit Skipulagsstofnunar frá árinu 2008 sem skoðaði möguleg virkjunaráform með færustu sérfræðingum. Í kjölfar þess og hundraða athugasemda frá almenningi ákvað stjórn Orkuveitunnar í maí 2008 að falla frá öllum virkjunaráformum á Bitrusvæðinu og að þeirri ákvörðun yrði ekki breytt nema með vilja eigendanna, þ.e. borgarstjórnar og bæjarstjórna þeirra sveitarfélaga sem eiga OR. Af sömu ástæðum er í drögum að rammaáætlun lagt til að Bitra fari í verndarflokk. Drögin hafa verið til umsagnar og lauk því ferli sl. föstudag. Í umsögn Orkuveitu Reykjavíkur leggur stjórn fyrirtækisins á hinn bóginn til að Bitra fari í biðflokk til að OR hafi „svigrúm til að rannsaka orkukostinn Bitru í framtíðinni með nýtingu í huga þegar meiri reynsla hefur fengist af rekstri Hellisheiðarvirkjunar og væntanlegrar uppbyggingar Hverahlíðarvirkjunar.“ Umsögnin gengur gegn gildandi stjórnarsamþykkt og ekkert samráð var haft um hana við eigendur Orkuveitunnar. Í umsögn umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar sem borgarráð og umhverfis- og samgönguráð taka undir er sérstaklega fagnað þeirri tillögu í rammaáætlun að Bitra verði áfram í verndarflokki. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra munu leggja fram tillögu til Alþingis á grundvelli þeirra umsagna sem bárust um hverju verði raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Mér þykir miður að þær skuli standa frammi fyrir tvenns konar umsögnum frá borginni og fyrirtæki sem er í miklum meirihluta í eigu borgarinnar. En ég bið ráðherrana og síðan Alþingi að taka sjónarmið Reykjavíkurborgar fram yfir umsögn stjórnar Orkuveitunnar. Eigendur Orkuveitunnar þurfa að ráða því hvaða sjónarmið á að hafa að leiðarljósi til framtíðar. Það er skýr vilji meirihlutaeigandans að þar ráði langtímahugsun, náttúru- og umhverfisvernd. Það á að vernda Bitru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Virkjun Bitru hefur neikvæð og óafturkræf áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins og býr svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni. Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. Þetta er ekki bara mitt álit og þess útivistar- og náttúruverndarfólks sem lagt hefur leið sína á austasta hluta Hengilsvæðisins, á Ölkelduháls og eða baðað sig í Reykjadal. Þetta er opinbert og orðrétt álit Skipulagsstofnunar frá árinu 2008 sem skoðaði möguleg virkjunaráform með færustu sérfræðingum. Í kjölfar þess og hundraða athugasemda frá almenningi ákvað stjórn Orkuveitunnar í maí 2008 að falla frá öllum virkjunaráformum á Bitrusvæðinu og að þeirri ákvörðun yrði ekki breytt nema með vilja eigendanna, þ.e. borgarstjórnar og bæjarstjórna þeirra sveitarfélaga sem eiga OR. Af sömu ástæðum er í drögum að rammaáætlun lagt til að Bitra fari í verndarflokk. Drögin hafa verið til umsagnar og lauk því ferli sl. föstudag. Í umsögn Orkuveitu Reykjavíkur leggur stjórn fyrirtækisins á hinn bóginn til að Bitra fari í biðflokk til að OR hafi „svigrúm til að rannsaka orkukostinn Bitru í framtíðinni með nýtingu í huga þegar meiri reynsla hefur fengist af rekstri Hellisheiðarvirkjunar og væntanlegrar uppbyggingar Hverahlíðarvirkjunar.“ Umsögnin gengur gegn gildandi stjórnarsamþykkt og ekkert samráð var haft um hana við eigendur Orkuveitunnar. Í umsögn umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar sem borgarráð og umhverfis- og samgönguráð taka undir er sérstaklega fagnað þeirri tillögu í rammaáætlun að Bitra verði áfram í verndarflokki. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra munu leggja fram tillögu til Alþingis á grundvelli þeirra umsagna sem bárust um hverju verði raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Mér þykir miður að þær skuli standa frammi fyrir tvenns konar umsögnum frá borginni og fyrirtæki sem er í miklum meirihluta í eigu borgarinnar. En ég bið ráðherrana og síðan Alþingi að taka sjónarmið Reykjavíkurborgar fram yfir umsögn stjórnar Orkuveitunnar. Eigendur Orkuveitunnar þurfa að ráða því hvaða sjónarmið á að hafa að leiðarljósi til framtíðar. Það er skýr vilji meirihlutaeigandans að þar ráði langtímahugsun, náttúru- og umhverfisvernd. Það á að vernda Bitru.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar