Bólusetning gegn leghálskrabbameini Jakob Jóhannsson skrifar 21. október 2011 20:00 Á hverju ári greinast um það bil 14 konur með leghálskrabbamein hér á landi samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Til að krabbamein myndist í leghálsi verður slímhimnan þar að hafa sýkst af svo kölluðum vörtuveirum (á ensku Human Papilloma Viruses, HPV), að öðrum kosti myndast ekkert krabbamein. Þekktar eru yfir 120 mismunandi gerðir af vörtuveirum en langflestar þeirra valda venjulegum vörtum í húð sem eru hættulausar. Nokkrar þessara gerða vörtuveira geta valdið krabbameini í leghálsi. Af þeim eru tvær gerðir sem orsaka 60% til 70% allra krabbameina þar og kallast þær vörtuveirur 16 og 18. Í dag eru til tvö bóluefni sem virka gegn vörtuveirum 16 og 18. Ef allar stúlkur væru bólusettar hér á landi með öðru hvoru þessara bóluefna mætti fækka tilfellum af leghálskrabbameinum úr 14 á ári allt niður í fjögur tilfelli á ári. Á þessum grunni hefur velferðarráðuneytið ákveðið að bjóða öllum stúlkum sem eru 12 og 13 ára á þessu ári bólusetningu gegn þessum veirum, þeim að kostnaðarlausu. Í framhaldi af því verður síðan árlega öllum 12 ára stúlkum boðið upp á þessa bólusetningu. Ef þátttakan í bólusetningunum verður almenn er möguleiki á að fækka dauðsföllum vegna leghálskrabbameins. Á hverju ári deyja tvær konur úr leghálskrabbameini. Konurnar eru ungar en meðalaldur þeirra við greiningu er 44 ár. Til samanburðar þá er meðalaldur þeirra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein 61 ár. Almenn bólusetning hefur því getu til að forða þeim konum sem annars mundu greinast með leghálskrabbamein frá þeirri erfiðu lífsreynslu sem því fylgir ásamt því að draga úr dánartíðni af völdum þessa sjúkdóms. Bólusetning fækkar einnig tilfellum af forstigsbreytingum leghálskrabbameins en vörtuveirur 16 og 18 eru orsakavaldar hluta þeirra. Margar konur sem greinast með forstigsbreytingar þurfa á meðferð að halda við þeim en almenn bólusetning mundi koma í veg fyrir það. Þessar tvær gerðir vörtuveira valda einnig öðrum sjaldgæfari krabbameinum eins og krabbameinum í koki, leggöngum og endaþarmsopi. Heilbrigðisyfirvöld geta ekki farið af stað með útdeilingu á ókeypis bóluefnum til stúlkna nema að minnsta kosti þremur spurningum er svarað játandi. Er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að 12 ára stúlkur hér á landi verði bólusettar þeim að kostnaðarlausu? Virka bóluefnin? Eru þau örugg? Hagkvæmni athugun hefur þegar farið fram á vegum Landlæknisembættisins þar sem sýnt var fram á að það að bólusetja allar 12 ára stúlkur á hverju ári á kostnað hins opinbera er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið. Var þá bæði tekið tillit til sparnaðar í beinhörðum peningum og til þeirra lífsgæða sem vinnast með því að forða konum frá því að greinast með leghálskrabbamein. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á bóluefnunum hafa sýnt fram á að þau virka nánast 100% þegar um forstigsbreytingar að leghálskrabbameini með sýkingu af vörtuveirum 16 og 18 er að ræða en forstigsbreytingar eru nauðsynlegur undanfari myndunar á krabbameini. Bóluefnin eru því mjög virk gegn leghálskrabbameini og enn sem komið er bendir allt til að sú virkni haldist. Aukaverkanir eru fyrst og fremst tengdar stungustað eins og hjá öðrum bóluefnum en fram getur komið m.a. roði og bólga í húðinni á stungustaðnum. Ekki er vitað um alvarlegar aukaverkanir né dauðsföll tengd bólusetningum gegn leghálskrabbameini. Bóluefnin eru því örugg. Þróunin heldur áfram. Á alþjóðlegri ráðstefnu krabbameinslækna sem haldin var í Stokkhólmi í september á þessu ári kom fram að rannsóknir eru í gangi á bóluefni sem ekki eingöngu virkar gegn vörtuveirum 16 og 18 heldur einnig til fleiri gerða vörtuveira sem valda leghálskrabbameini. Fram kom að vonir eru um að með því verði jafnvel hægt að útrýma leghálskrabbameini með fyrirbyggjandi aðgerðum bólusetningar í nánustu framtíð. Um leið og mælt er með að foreldrar og forráðamenn láti bólusetja stúlkur hér á landi er hvatt til árvekni hvað varðar leghálskrabbamein með því meðal annars að halda áfram leit að leghálskrabbameini á vegum leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. Enn sem komið er nær bólusetningin ekki til þeirra gerða vörtuveira sem valda 30% til 40% leghálskrabbameina hér á landi þó þróunin bendi til að þess verði ekki langt að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári greinast um það bil 14 konur með leghálskrabbamein hér á landi samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Til að krabbamein myndist í leghálsi verður slímhimnan þar að hafa sýkst af svo kölluðum vörtuveirum (á ensku Human Papilloma Viruses, HPV), að öðrum kosti myndast ekkert krabbamein. Þekktar eru yfir 120 mismunandi gerðir af vörtuveirum en langflestar þeirra valda venjulegum vörtum í húð sem eru hættulausar. Nokkrar þessara gerða vörtuveira geta valdið krabbameini í leghálsi. Af þeim eru tvær gerðir sem orsaka 60% til 70% allra krabbameina þar og kallast þær vörtuveirur 16 og 18. Í dag eru til tvö bóluefni sem virka gegn vörtuveirum 16 og 18. Ef allar stúlkur væru bólusettar hér á landi með öðru hvoru þessara bóluefna mætti fækka tilfellum af leghálskrabbameinum úr 14 á ári allt niður í fjögur tilfelli á ári. Á þessum grunni hefur velferðarráðuneytið ákveðið að bjóða öllum stúlkum sem eru 12 og 13 ára á þessu ári bólusetningu gegn þessum veirum, þeim að kostnaðarlausu. Í framhaldi af því verður síðan árlega öllum 12 ára stúlkum boðið upp á þessa bólusetningu. Ef þátttakan í bólusetningunum verður almenn er möguleiki á að fækka dauðsföllum vegna leghálskrabbameins. Á hverju ári deyja tvær konur úr leghálskrabbameini. Konurnar eru ungar en meðalaldur þeirra við greiningu er 44 ár. Til samanburðar þá er meðalaldur þeirra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein 61 ár. Almenn bólusetning hefur því getu til að forða þeim konum sem annars mundu greinast með leghálskrabbamein frá þeirri erfiðu lífsreynslu sem því fylgir ásamt því að draga úr dánartíðni af völdum þessa sjúkdóms. Bólusetning fækkar einnig tilfellum af forstigsbreytingum leghálskrabbameins en vörtuveirur 16 og 18 eru orsakavaldar hluta þeirra. Margar konur sem greinast með forstigsbreytingar þurfa á meðferð að halda við þeim en almenn bólusetning mundi koma í veg fyrir það. Þessar tvær gerðir vörtuveira valda einnig öðrum sjaldgæfari krabbameinum eins og krabbameinum í koki, leggöngum og endaþarmsopi. Heilbrigðisyfirvöld geta ekki farið af stað með útdeilingu á ókeypis bóluefnum til stúlkna nema að minnsta kosti þremur spurningum er svarað játandi. Er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að 12 ára stúlkur hér á landi verði bólusettar þeim að kostnaðarlausu? Virka bóluefnin? Eru þau örugg? Hagkvæmni athugun hefur þegar farið fram á vegum Landlæknisembættisins þar sem sýnt var fram á að það að bólusetja allar 12 ára stúlkur á hverju ári á kostnað hins opinbera er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið. Var þá bæði tekið tillit til sparnaðar í beinhörðum peningum og til þeirra lífsgæða sem vinnast með því að forða konum frá því að greinast með leghálskrabbamein. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á bóluefnunum hafa sýnt fram á að þau virka nánast 100% þegar um forstigsbreytingar að leghálskrabbameini með sýkingu af vörtuveirum 16 og 18 er að ræða en forstigsbreytingar eru nauðsynlegur undanfari myndunar á krabbameini. Bóluefnin eru því mjög virk gegn leghálskrabbameini og enn sem komið er bendir allt til að sú virkni haldist. Aukaverkanir eru fyrst og fremst tengdar stungustað eins og hjá öðrum bóluefnum en fram getur komið m.a. roði og bólga í húðinni á stungustaðnum. Ekki er vitað um alvarlegar aukaverkanir né dauðsföll tengd bólusetningum gegn leghálskrabbameini. Bóluefnin eru því örugg. Þróunin heldur áfram. Á alþjóðlegri ráðstefnu krabbameinslækna sem haldin var í Stokkhólmi í september á þessu ári kom fram að rannsóknir eru í gangi á bóluefni sem ekki eingöngu virkar gegn vörtuveirum 16 og 18 heldur einnig til fleiri gerða vörtuveira sem valda leghálskrabbameini. Fram kom að vonir eru um að með því verði jafnvel hægt að útrýma leghálskrabbameini með fyrirbyggjandi aðgerðum bólusetningar í nánustu framtíð. Um leið og mælt er með að foreldrar og forráðamenn láti bólusetja stúlkur hér á landi er hvatt til árvekni hvað varðar leghálskrabbamein með því meðal annars að halda áfram leit að leghálskrabbameini á vegum leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. Enn sem komið er nær bólusetningin ekki til þeirra gerða vörtuveira sem valda 30% til 40% leghálskrabbameina hér á landi þó þróunin bendi til að þess verði ekki langt að bíða.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun