Sátt um kvótakerfi Magnús Orri Schram skrifar 21. október 2011 06:00 Grunnatriði við endurskoðun kvótakerfis er að breyta „eignarrétti“ útgerðarmanna í nýtingarsamninga. Þá er mikilvægt að tryggja að hér sé áfram rekinn öflugur iðnaður á viðskiptalegum forsendum sem skilar miklum verðmætum í þjóðarbúið. Um leið þarf þjóðin að fá verulega hlutdeild í arðinum sem nýtingin skapar. Við endurskoðun er ekki hægt að horfa framhjá því að núverandi kvótahafar hafa að einhverju leyti keypt kvóta á markaði og þar með lagt út fyrir væntum ávinningi af nýtingu auðlindar. Að sama skapi verða útvegsmenn að skilja kröfu almennings að fá til sín verulega stóran hluta af arði auðlindarinnar. Tvær leiðir eru í boði. Annars vegar er hægt að leggja verulega háan skatt á þann arð sem myndast við nýtinguna. Fyrirtæki í sjávarútvegi skila hagnaði og af honum greiða þau tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Þjóðin á hins vegar tilkall til þess umfram hagnaðar sem myndast og er umfram eðlilega ávöxtun fjármagns. Þjóðin á sem sagt með réttu að fá til sína stærsta partinn af þessum „auðlindahagnaði“ – og væri eðlilegt að það væri allt að 70%. Hinn valkosturinn er að setja kvótann á markað smátt og smátt og útvegsmenn settu inn tilboð í kvóta á markaði og tekjurnar myndu renna til þjóðarinnar. Ef kvótinn yrði fyrndur um t.d. 3% á ári hverju, væri komið til móts við rekstraröryggi fyrirtækjanna og rétt verðmat myndi fást á kvótann. Slík afskrift væri í línu við afskriftir annarra fastafjármuna fyrirtækja. Opinn tilboðsmarkaður myndi kalla fram sanngjarnt afgjald og þjóðin myndi fá arð auðlindar til sín. Lág afskriftarprósenta tryggir rekstraröryggi fyrirtækjanna. Breytingar á kvótakerfinu mega ekki draga úr verðmætasköpun en pólitísk handstýring vinnur gegn markmiðum um arðsemi. Báðar hugmyndirnar hér að framan gefa útgerðinni möguleika til að hámarka afrakstur auðlindarinnar en veita almenningi verulega mikla hlutdeild í þeirri arðsemi. Tekjurnar sem myndast eiga svo að nýtast til að styðja nýsköpun og samkeppnishæft atvinnulíf út um land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Grunnatriði við endurskoðun kvótakerfis er að breyta „eignarrétti“ útgerðarmanna í nýtingarsamninga. Þá er mikilvægt að tryggja að hér sé áfram rekinn öflugur iðnaður á viðskiptalegum forsendum sem skilar miklum verðmætum í þjóðarbúið. Um leið þarf þjóðin að fá verulega hlutdeild í arðinum sem nýtingin skapar. Við endurskoðun er ekki hægt að horfa framhjá því að núverandi kvótahafar hafa að einhverju leyti keypt kvóta á markaði og þar með lagt út fyrir væntum ávinningi af nýtingu auðlindar. Að sama skapi verða útvegsmenn að skilja kröfu almennings að fá til sín verulega stóran hluta af arði auðlindarinnar. Tvær leiðir eru í boði. Annars vegar er hægt að leggja verulega háan skatt á þann arð sem myndast við nýtinguna. Fyrirtæki í sjávarútvegi skila hagnaði og af honum greiða þau tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Þjóðin á hins vegar tilkall til þess umfram hagnaðar sem myndast og er umfram eðlilega ávöxtun fjármagns. Þjóðin á sem sagt með réttu að fá til sína stærsta partinn af þessum „auðlindahagnaði“ – og væri eðlilegt að það væri allt að 70%. Hinn valkosturinn er að setja kvótann á markað smátt og smátt og útvegsmenn settu inn tilboð í kvóta á markaði og tekjurnar myndu renna til þjóðarinnar. Ef kvótinn yrði fyrndur um t.d. 3% á ári hverju, væri komið til móts við rekstraröryggi fyrirtækjanna og rétt verðmat myndi fást á kvótann. Slík afskrift væri í línu við afskriftir annarra fastafjármuna fyrirtækja. Opinn tilboðsmarkaður myndi kalla fram sanngjarnt afgjald og þjóðin myndi fá arð auðlindar til sín. Lág afskriftarprósenta tryggir rekstraröryggi fyrirtækjanna. Breytingar á kvótakerfinu mega ekki draga úr verðmætasköpun en pólitísk handstýring vinnur gegn markmiðum um arðsemi. Báðar hugmyndirnar hér að framan gefa útgerðinni möguleika til að hámarka afrakstur auðlindarinnar en veita almenningi verulega mikla hlutdeild í þeirri arðsemi. Tekjurnar sem myndast eiga svo að nýtast til að styðja nýsköpun og samkeppnishæft atvinnulíf út um land.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun