A og B, guðfræði, hagfræði og ABBA Hákon Þór Sindrason skrifar 21. október 2011 15:30 Góð vísa er sjaldan of oft kveðin eins og amma var vön að segja og hér er eitthvað úr fyrri skrifum höfundar sett í nýjan búning. Tilefnið er meðal annars að þrjú ár eru liðin frá hruni, fyrirheit stjórnvalda í kjölfar þess voru meðal annars um upplýstara og gegnsærra þjóðfélag. Mjög miklu er ennþá ábótavant og svokölluð B vinnubrögð og spilling er algeng. Hægt er að skoða tvö þjóðfélög A og B og spyrja sig hvoru muni vegna betur og borgurum þess. Í þjóðfélagi A er ráðið í stöður eftir hæfni viðkomandi þar sem menntun og reynsla er talin nauðsynleg til ákveðinna starfa. Ákveðið jafnræði er milli kynja og skoðana og skilningur á að eftir höfðinu dansa limirnir. Hér er átt við að stjórnendur og hæfni þeirra hafa áhrif á allt fyrirtækið eða stofnunina, og þar með framleiðni. Slíkt þjóðfélag ræður til að mynda guðfræðing til starfa í kirkju til að messa yfir hjörðinni, og myndi því ekki velja hagfræðing eða sálfræðing með djáknapróf þrátt fyrir trúarhita og ræðuleikni. Í þjóðfélagi B er minni áhersla á að sá hæfasti sé ráðinn í hverja stöðu. Stöðuveitingar ráðast oft af tengslum ættar, einhverskonar hagsmunum eða jafnvel pólitískum skoðunum viðkomandi. Stöður eru jafnvel athvarf fyrir fyrrum stjórnmálamenn eða leiðitama ungliða. Það er mjög oft á kostnað fagmenntunar tilheyrandi starfa og getur átt við allt frá stöðuveitingum í opinberum fyrirtækjum til dómskerfis. Slíkt þjóðfélag myndi jafnvel ráða guðfræðing til að hafa yfirumsjón með hinum verðmæta eignarhlut ríkisins, og þar með fólksins, í bönkunum. Það væri meira að segja þrátt fyrir að viðkomandi hefði áður komið að einkavæðingu og sölu þessara sömu banka, þar sem mjög vafasamri aðferðafræði við sölu var beitt. Þessir sömu bankar urðu báðir gjaldþrota! Það á að vera skýlaus krafa í upplýstu lýðræðisþjóðfélagi að hæfasta fólkið með tilheyrandi fagmenntun og reynslu sé jafnan ráðið til starfa hverju sinni. B ráðningarnar og vinnubrögð hafa í tímans rás kostað þjóðfélagið hundruð eða jafnvel þúsundir milljarða. Ég geng reyndar reyndar svo langt að telja að þetta hafi verið ein af orsökum hrunsins. Vanhæfir stjórnendur eru ein af ástæðum þess að Íslendingar þurfa að vinna meira og lengur en aðrar þjóðir til að halda uppi góðum lífskjörum. Það að afleggja B vinnubrögð er hagur fólksins og framtíðarhagur þjóðfélagsins og krafa framtíðarinnar, það er komi tími til að segja stopp. Vilt þú tilheyra A eða B? Af hvorri tegundinni verður hið nýja Ísland? Svo slegið sé á léttari strengi þá er það stundum ágætt meðal frá ruglinu í þjóðfélaginu að setja ABBA á fóninn í bílnum þegar lagt er af stað í daginn, í stað þess að hlusta á umfjallanir á öldum ljósvakans af nýjum spillingarmálum, gjaldþrotum og slíku. Þetta ráð fékk höfundur í ágætu erindi hjá Margréti Kristmundsdóttur á fundi Samtaka atvinnulífsins nýverið. Greinin var einnig send hæstvirtum fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, ásamt tengil á ABBA lagið „Money, Money, Money“. Þeir fara jú ásamt öðrum með ráðstöfun peninga okkar, þar með talið til mannaráðninga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Góð vísa er sjaldan of oft kveðin eins og amma var vön að segja og hér er eitthvað úr fyrri skrifum höfundar sett í nýjan búning. Tilefnið er meðal annars að þrjú ár eru liðin frá hruni, fyrirheit stjórnvalda í kjölfar þess voru meðal annars um upplýstara og gegnsærra þjóðfélag. Mjög miklu er ennþá ábótavant og svokölluð B vinnubrögð og spilling er algeng. Hægt er að skoða tvö þjóðfélög A og B og spyrja sig hvoru muni vegna betur og borgurum þess. Í þjóðfélagi A er ráðið í stöður eftir hæfni viðkomandi þar sem menntun og reynsla er talin nauðsynleg til ákveðinna starfa. Ákveðið jafnræði er milli kynja og skoðana og skilningur á að eftir höfðinu dansa limirnir. Hér er átt við að stjórnendur og hæfni þeirra hafa áhrif á allt fyrirtækið eða stofnunina, og þar með framleiðni. Slíkt þjóðfélag ræður til að mynda guðfræðing til starfa í kirkju til að messa yfir hjörðinni, og myndi því ekki velja hagfræðing eða sálfræðing með djáknapróf þrátt fyrir trúarhita og ræðuleikni. Í þjóðfélagi B er minni áhersla á að sá hæfasti sé ráðinn í hverja stöðu. Stöðuveitingar ráðast oft af tengslum ættar, einhverskonar hagsmunum eða jafnvel pólitískum skoðunum viðkomandi. Stöður eru jafnvel athvarf fyrir fyrrum stjórnmálamenn eða leiðitama ungliða. Það er mjög oft á kostnað fagmenntunar tilheyrandi starfa og getur átt við allt frá stöðuveitingum í opinberum fyrirtækjum til dómskerfis. Slíkt þjóðfélag myndi jafnvel ráða guðfræðing til að hafa yfirumsjón með hinum verðmæta eignarhlut ríkisins, og þar með fólksins, í bönkunum. Það væri meira að segja þrátt fyrir að viðkomandi hefði áður komið að einkavæðingu og sölu þessara sömu banka, þar sem mjög vafasamri aðferðafræði við sölu var beitt. Þessir sömu bankar urðu báðir gjaldþrota! Það á að vera skýlaus krafa í upplýstu lýðræðisþjóðfélagi að hæfasta fólkið með tilheyrandi fagmenntun og reynslu sé jafnan ráðið til starfa hverju sinni. B ráðningarnar og vinnubrögð hafa í tímans rás kostað þjóðfélagið hundruð eða jafnvel þúsundir milljarða. Ég geng reyndar reyndar svo langt að telja að þetta hafi verið ein af orsökum hrunsins. Vanhæfir stjórnendur eru ein af ástæðum þess að Íslendingar þurfa að vinna meira og lengur en aðrar þjóðir til að halda uppi góðum lífskjörum. Það að afleggja B vinnubrögð er hagur fólksins og framtíðarhagur þjóðfélagsins og krafa framtíðarinnar, það er komi tími til að segja stopp. Vilt þú tilheyra A eða B? Af hvorri tegundinni verður hið nýja Ísland? Svo slegið sé á léttari strengi þá er það stundum ágætt meðal frá ruglinu í þjóðfélaginu að setja ABBA á fóninn í bílnum þegar lagt er af stað í daginn, í stað þess að hlusta á umfjallanir á öldum ljósvakans af nýjum spillingarmálum, gjaldþrotum og slíku. Þetta ráð fékk höfundur í ágætu erindi hjá Margréti Kristmundsdóttur á fundi Samtaka atvinnulífsins nýverið. Greinin var einnig send hæstvirtum fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, ásamt tengil á ABBA lagið „Money, Money, Money“. Þeir fara jú ásamt öðrum með ráðstöfun peninga okkar, þar með talið til mannaráðninga!
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun