Umfjöllun: Bið FH-inga á enda Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 4. maí 2011 21:06 FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1. FH-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ef ekki hefði komið fyrir stórleik Sveinbjörns Péturssonar í markinu, en hann varði 14 skot í fyrri hálfleik, hefði FH valtað yfir Akureyri. Norðanmenn vöknuðu smám saman til lífsins og munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-11. FH-ingar voru skrefi á undan í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti, 21-18, um miðjan hálfleikinn. Þá hafði Akureyri misst tvo leikmenn af velli. Það nýttu FH-ingar sér. Akureyringar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Þeir bitu í skjaldarrendur, komu til baka og jöfnuðu, 21-21. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka náði FH tveggja marka forskoti, 25-23. Þá tók Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, leikhlé og freistaði þess að skerpa á leik liðsins síðustu mínúturnar. Daníel Andrésson skellti aftur á móti í lás hjá FH-ingum og grimmir FH-ingar kláruðu leikinn með stæl. Í kjölfarið ætlaði allt um koll að keyra enda hafa FH-ingar beðið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta í 19 ár. Það var vel við hæfi að sett var aðsóknarmet á leiknum en ofanritaður man vart eftir annarri eins stemningu á leik á Íslandi og á þessum leik. Áhorfendur létu öllum illum látum frá upphafi til enda og ekki var möguleiki að eiga samræður í húsinu. Lætin voru slík. Ólafur Guðmundsson var magnaður í FH-liðinu og kvaddi sitt uppeldisfélag með stórleik. Ásbjörn einnig seigur en hann hefur átt frábæra leiktíð. Atli öflugur á línunni og Baldvin færði liðinu mikið á báðum endum vallarins. Daníel markvörður á einnig mikinn þátt í þessum titli en hann reis upp í þessari úrslitakeppni og átti nokkra frábæra leiki. Þar á meðal í kvöld. FH-ingar ekki á flæðiskeri staddir með hann og Pálmar á milli stanganna. Akureyringar voru nálægt þeim stóra en þegar upp var staðið skorti liðinu breidd og leikmenn Norðanmanna voru ekki eins ferskir og FH-ingar í kvöld. Það virtist skorta á úthaldið. Þeir gáfust þó aldrei upp en vantaði herslumuninn til þess að fara alla leið.FH-Akureyri 28-24 (13-11)Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 8 (16), Ásbjörn Friðriksson 7/2 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (4), Baldvin Þorsteinsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 3 (6), Örn Ingi Bjarkason 1 (7), Halldór Guðjónsson 1 (3). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14 (29/1) 48%, Pálmar Pétursson 7 (16/1) 43%. Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 3, Ólafur, Atli, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Baldvin 3, Atli). Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (14), Heimir Örn Árnason 5 (9), Bjarni Fritzson 4 (9), Oddur Gretarsson 4/2 (9/2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (48/8) 42%. Hraðaupphlaup: 3 (Hreinn, Guðmundur, Oddur). Fiskuð víti: 2 (Halldór Logi, Bjarni). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1. FH-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ef ekki hefði komið fyrir stórleik Sveinbjörns Péturssonar í markinu, en hann varði 14 skot í fyrri hálfleik, hefði FH valtað yfir Akureyri. Norðanmenn vöknuðu smám saman til lífsins og munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-11. FH-ingar voru skrefi á undan í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti, 21-18, um miðjan hálfleikinn. Þá hafði Akureyri misst tvo leikmenn af velli. Það nýttu FH-ingar sér. Akureyringar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Þeir bitu í skjaldarrendur, komu til baka og jöfnuðu, 21-21. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka náði FH tveggja marka forskoti, 25-23. Þá tók Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, leikhlé og freistaði þess að skerpa á leik liðsins síðustu mínúturnar. Daníel Andrésson skellti aftur á móti í lás hjá FH-ingum og grimmir FH-ingar kláruðu leikinn með stæl. Í kjölfarið ætlaði allt um koll að keyra enda hafa FH-ingar beðið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta í 19 ár. Það var vel við hæfi að sett var aðsóknarmet á leiknum en ofanritaður man vart eftir annarri eins stemningu á leik á Íslandi og á þessum leik. Áhorfendur létu öllum illum látum frá upphafi til enda og ekki var möguleiki að eiga samræður í húsinu. Lætin voru slík. Ólafur Guðmundsson var magnaður í FH-liðinu og kvaddi sitt uppeldisfélag með stórleik. Ásbjörn einnig seigur en hann hefur átt frábæra leiktíð. Atli öflugur á línunni og Baldvin færði liðinu mikið á báðum endum vallarins. Daníel markvörður á einnig mikinn þátt í þessum titli en hann reis upp í þessari úrslitakeppni og átti nokkra frábæra leiki. Þar á meðal í kvöld. FH-ingar ekki á flæðiskeri staddir með hann og Pálmar á milli stanganna. Akureyringar voru nálægt þeim stóra en þegar upp var staðið skorti liðinu breidd og leikmenn Norðanmanna voru ekki eins ferskir og FH-ingar í kvöld. Það virtist skorta á úthaldið. Þeir gáfust þó aldrei upp en vantaði herslumuninn til þess að fara alla leið.FH-Akureyri 28-24 (13-11)Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 8 (16), Ásbjörn Friðriksson 7/2 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (4), Baldvin Þorsteinsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 3 (6), Örn Ingi Bjarkason 1 (7), Halldór Guðjónsson 1 (3). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14 (29/1) 48%, Pálmar Pétursson 7 (16/1) 43%. Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 3, Ólafur, Atli, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Baldvin 3, Atli). Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (14), Heimir Örn Árnason 5 (9), Bjarni Fritzson 4 (9), Oddur Gretarsson 4/2 (9/2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (48/8) 42%. Hraðaupphlaup: 3 (Hreinn, Guðmundur, Oddur). Fiskuð víti: 2 (Halldór Logi, Bjarni). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir
Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira