Þöggun í sauðfjárrækt Margrét Guðmundsdóttir skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Mikil umræða hefur verið undanfarna daga vegna nýútkominnar viðmiðunarverðskrár Landssamtaka sauðfjárbænda á verði lamba- og kindakjöts til bænda fyrir árið 2011. Eins og oft áður er hér eingöngu tekinn einn angi af mun stærra máli. Löggjöf varðandi sauðfjárbúskap er úrelt og tekur ekki mið af nútíma búsetu til sveita. Í dag er fjölbreyttur rekstur í dreifbýli og má þar nefna auk sauðfjár- og kúabúa, minkabú, alifuglarækt, garðyrkju, svínarækt, dúntekju, skógrækt, landgræðslu, ferðaþjónustu, menningarstarfsemi, skotveiði, laxveiði, virkjanir o.fl. Lagaumhverfið hefur hins vegar ekki tekið nauðsynlegum breytingum í samræmi við þessa þróun og njóta mismunandi starfsgreinar ekki jafnræðis. Eignarréttur fótum troðinnÍ hinum vestræna heimi er lausafjárganga búfjár almennt bönnuð. Hér á landi er rekstur sauðfjárbúa hins vegar farinn að valda annarri starfsemi til sveita verulegum kostnaðarauka, þar sem eignarrétturinn er fótum troðinn við lausagöngu búfjár. Þetta á sérstaklega við um landgræðslu og skógarbændur sem þurfa að þola að margir sauðfjárbændur nota jarðir þeirra undir eigin atvinnustarfsemi. Slíkt er ekkert annað en rányrkja. Girðingarkostnaður við einn kílómetra er um 1,5 m.kr. og lendir kostnaðurinn á þeim sem vilja verjast ágangi sauðfjár. Hér ber að árétta að hluti sauðfjárbænda hefur aðlagað sig breyttum búháttum og tekur tillit til nágranna sinna en það á ekki við um þá alla. Stór hluti kostnaðar við framleiðslu á lambakjöti leggst því á aðra en sauðfjárbændur og er aldrei tekinn inn í útreikninginn á framleiðslukostnaði. FjallskilEigendum jarða er skylt að smala fé á haustin án tillits til þess hvort þeir eigi sauðfé eða ekki. Sveitarstjórnir ákveða fjallskilareglur fyrir sveitarfélagið og upplýsa eigendur jarða um þá vinnu sem þeir verða að inna að hendi við haustsmölun. Þeim sem smala ekki, er gert að greiða fyrir smölun á eigin jörðum samkvæmt taxta sem ákveðinn er af sveitarfélaginu. Þetta er ekkert annað en þegnskylduvinna fyrir alls óskylda atvinnustarfsemi. Í erindi til Stjórnlagaráðs 2. maí sl. lýsir Guðfinna Guðnadóttir, bóndi að Steindórsstöðum í Reykholtsdal, þessum veruleika mjög vel þegar hún spyr hvort eðlilegt sé að sveitarstjórn geti skikkað bændur til að greiða niður kostnað landlítilla sauðfjárbænda við óheimila nýtingu heimalanda annarra bænda og landeigenda? Guðfinna tekur fram að það er aðeins lítill minnihluti sauðfjárbænda, sem hefur ekki nóg land fyrir fé sitt og spyr: Er það ekki einsdæmi, að hluti þegnanna sé skuldbundinn til að greiða niður kostnað af atvinnurekstri annarra með þessum hætti? Rányrkja á kostnað landgræðslu og skógræktarÞað er ótækt að sauðfjárbændur geti í skjóli laga nýtt eignir annarra fyrir eigin atvinnustarfsemi og á kostnað þeirra sem t.d. stunda aðrar búgreinar eins og landgræðslu og skógrækt. Það er siðlaust og brot á jafnræðisreglunni að ein atvinnustarfsemi geti með þessum hætti þvingað rekstrarkostnað sinn á aðrar atvinnugreinar. Hér má nefna að Landgræðslufélag Skógarstrandar þarf að leggja út í um 30 m. kr. girðingarkostnað til að verjast sauðfé af nærliggjandi jörðum og sveitarfélagi eftir að byggðaráð Dalabyggðar, eftir ítrekaðar umræður, hafnaði ósk félagsins um lausagöngubann á svæðinu. Starfsleyfi í sauðfjárbúskapÍ sauðfjárrækt er notast við gæðastýringarkerfi sem Matvælastofnun (MAST) hefur eftirlit með. Samkvæmt því fá sauðfjárbændur viðbótarstyrk frá ríkinu ef þeir eru með sjálfbæran landbúnað, þ.e. ganga ekki á viðkvæman gróður landsins. Það er hins vegar ekkert eftirlit með hvar þeir beita fénu þannig að bændur sem reka fé sitt yfir á jarðir annarra í þeirra óþökk fá styrki skv. gæðastýringakerfinu. MAST skráir aðeins þau beitarlönd sem sauðfjárbændur gefa upp en, telur það ekki vera í sínum verkahring að fylgjast með hvar beit á sér stað. Þessa vitleysu væri einfalt að koma í veg fyrir með því að koma á starfsleyfi sem nær til aðbúnaðar sauðfjárins, fóðrunar á veturna og eftirliti með því hvar fénu er beitt á sumrin því það rennur sína slóð. Samkvæmt síðasta atriðinu væri starfsleyfið m.a. skilyrt þannig að sauðfjárbændur þyrftu að beita fénu á samþykkt girt svæði og þá þannig að það valdi ekki búsifjum hjá öðrum. Nú er unnið að frumvarpi til nýrra laga um dýravelferð. Hér er gott tækifæri til að koma starfsumhverfi sauðfjárbúskapar í ásættanlegt horf fyrir alla hagsmunaaðila en frumvarpið kveður m.a. á um skilyrði fyrir starfsleyfi og eftirlit með því að þeim skilyrðum sé fullnægt. Það væri í hæsta máta óeðlilegt ef þetta nýja frumvarp fæli ekki í sér bann við rányrkju í formi lausafjárgöngu. Ennfremur hljóta skattgreiðendur að gera þá kröfu að almennilegt eftirlit sé með styrkjum ríkisins varðandi sjálfbæran landbúnað sbr. gæðastýringarkerfi MAST. Skógrækt mikilvægari en áður var taliðMig langar til að ljúka máli mínu hér með því að nefna að samkvæmt nýjustu rannsóknum er skógrækt sem atvinnugrein mun þýðingarmeiri en áður var talið í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Þetta kemur fram í grein á visir.is hinn 19. júlí sl. þar sem vitnað er í rannsóknir ástralska vísindamannsins Josep Canadell við CSIRO- rannsóknarstofnunina í Canberra. Canadell segir rannsóknina sýna fram á gríðarlega jákvæð áhrif skóga á loftslagsþróun. Skógurinn virki í raun eins og svampur í að sjúga upp koltvísýring og hann sé enn mikilvægari en áður var talið í baráttunni við að takmarka loftlagsbreytingar. Þetta þýði að verndun skóga og endurheimt skóglendis muni gegna mun stærra hlutverki og hafa meira vægi í alþjóðlegum viðskiptum með losunarkvóta. Verðmætið hlaupi á mörg hundruð milljörðum króna á evrópskum markaði fyrir losunarkvóta. Er ekki mál að við Íslendingar hættum að flytja út yfir 100.000 tonn af gróðri, m.a. af gróðursnauðum heiðum í formi lambakjöts og græðum landið að nýju með skógum og öflum mun hærri tekna á vistvænni hátt? Mörgum störfum bænda má auðveldlega breyta úr matvælaframleiðslu í viðarframleiðslu skóga án kostnaðarauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarna daga vegna nýútkominnar viðmiðunarverðskrár Landssamtaka sauðfjárbænda á verði lamba- og kindakjöts til bænda fyrir árið 2011. Eins og oft áður er hér eingöngu tekinn einn angi af mun stærra máli. Löggjöf varðandi sauðfjárbúskap er úrelt og tekur ekki mið af nútíma búsetu til sveita. Í dag er fjölbreyttur rekstur í dreifbýli og má þar nefna auk sauðfjár- og kúabúa, minkabú, alifuglarækt, garðyrkju, svínarækt, dúntekju, skógrækt, landgræðslu, ferðaþjónustu, menningarstarfsemi, skotveiði, laxveiði, virkjanir o.fl. Lagaumhverfið hefur hins vegar ekki tekið nauðsynlegum breytingum í samræmi við þessa þróun og njóta mismunandi starfsgreinar ekki jafnræðis. Eignarréttur fótum troðinnÍ hinum vestræna heimi er lausafjárganga búfjár almennt bönnuð. Hér á landi er rekstur sauðfjárbúa hins vegar farinn að valda annarri starfsemi til sveita verulegum kostnaðarauka, þar sem eignarrétturinn er fótum troðinn við lausagöngu búfjár. Þetta á sérstaklega við um landgræðslu og skógarbændur sem þurfa að þola að margir sauðfjárbændur nota jarðir þeirra undir eigin atvinnustarfsemi. Slíkt er ekkert annað en rányrkja. Girðingarkostnaður við einn kílómetra er um 1,5 m.kr. og lendir kostnaðurinn á þeim sem vilja verjast ágangi sauðfjár. Hér ber að árétta að hluti sauðfjárbænda hefur aðlagað sig breyttum búháttum og tekur tillit til nágranna sinna en það á ekki við um þá alla. Stór hluti kostnaðar við framleiðslu á lambakjöti leggst því á aðra en sauðfjárbændur og er aldrei tekinn inn í útreikninginn á framleiðslukostnaði. FjallskilEigendum jarða er skylt að smala fé á haustin án tillits til þess hvort þeir eigi sauðfé eða ekki. Sveitarstjórnir ákveða fjallskilareglur fyrir sveitarfélagið og upplýsa eigendur jarða um þá vinnu sem þeir verða að inna að hendi við haustsmölun. Þeim sem smala ekki, er gert að greiða fyrir smölun á eigin jörðum samkvæmt taxta sem ákveðinn er af sveitarfélaginu. Þetta er ekkert annað en þegnskylduvinna fyrir alls óskylda atvinnustarfsemi. Í erindi til Stjórnlagaráðs 2. maí sl. lýsir Guðfinna Guðnadóttir, bóndi að Steindórsstöðum í Reykholtsdal, þessum veruleika mjög vel þegar hún spyr hvort eðlilegt sé að sveitarstjórn geti skikkað bændur til að greiða niður kostnað landlítilla sauðfjárbænda við óheimila nýtingu heimalanda annarra bænda og landeigenda? Guðfinna tekur fram að það er aðeins lítill minnihluti sauðfjárbænda, sem hefur ekki nóg land fyrir fé sitt og spyr: Er það ekki einsdæmi, að hluti þegnanna sé skuldbundinn til að greiða niður kostnað af atvinnurekstri annarra með þessum hætti? Rányrkja á kostnað landgræðslu og skógræktarÞað er ótækt að sauðfjárbændur geti í skjóli laga nýtt eignir annarra fyrir eigin atvinnustarfsemi og á kostnað þeirra sem t.d. stunda aðrar búgreinar eins og landgræðslu og skógrækt. Það er siðlaust og brot á jafnræðisreglunni að ein atvinnustarfsemi geti með þessum hætti þvingað rekstrarkostnað sinn á aðrar atvinnugreinar. Hér má nefna að Landgræðslufélag Skógarstrandar þarf að leggja út í um 30 m. kr. girðingarkostnað til að verjast sauðfé af nærliggjandi jörðum og sveitarfélagi eftir að byggðaráð Dalabyggðar, eftir ítrekaðar umræður, hafnaði ósk félagsins um lausagöngubann á svæðinu. Starfsleyfi í sauðfjárbúskapÍ sauðfjárrækt er notast við gæðastýringarkerfi sem Matvælastofnun (MAST) hefur eftirlit með. Samkvæmt því fá sauðfjárbændur viðbótarstyrk frá ríkinu ef þeir eru með sjálfbæran landbúnað, þ.e. ganga ekki á viðkvæman gróður landsins. Það er hins vegar ekkert eftirlit með hvar þeir beita fénu þannig að bændur sem reka fé sitt yfir á jarðir annarra í þeirra óþökk fá styrki skv. gæðastýringakerfinu. MAST skráir aðeins þau beitarlönd sem sauðfjárbændur gefa upp en, telur það ekki vera í sínum verkahring að fylgjast með hvar beit á sér stað. Þessa vitleysu væri einfalt að koma í veg fyrir með því að koma á starfsleyfi sem nær til aðbúnaðar sauðfjárins, fóðrunar á veturna og eftirliti með því hvar fénu er beitt á sumrin því það rennur sína slóð. Samkvæmt síðasta atriðinu væri starfsleyfið m.a. skilyrt þannig að sauðfjárbændur þyrftu að beita fénu á samþykkt girt svæði og þá þannig að það valdi ekki búsifjum hjá öðrum. Nú er unnið að frumvarpi til nýrra laga um dýravelferð. Hér er gott tækifæri til að koma starfsumhverfi sauðfjárbúskapar í ásættanlegt horf fyrir alla hagsmunaaðila en frumvarpið kveður m.a. á um skilyrði fyrir starfsleyfi og eftirlit með því að þeim skilyrðum sé fullnægt. Það væri í hæsta máta óeðlilegt ef þetta nýja frumvarp fæli ekki í sér bann við rányrkju í formi lausafjárgöngu. Ennfremur hljóta skattgreiðendur að gera þá kröfu að almennilegt eftirlit sé með styrkjum ríkisins varðandi sjálfbæran landbúnað sbr. gæðastýringarkerfi MAST. Skógrækt mikilvægari en áður var taliðMig langar til að ljúka máli mínu hér með því að nefna að samkvæmt nýjustu rannsóknum er skógrækt sem atvinnugrein mun þýðingarmeiri en áður var talið í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Þetta kemur fram í grein á visir.is hinn 19. júlí sl. þar sem vitnað er í rannsóknir ástralska vísindamannsins Josep Canadell við CSIRO- rannsóknarstofnunina í Canberra. Canadell segir rannsóknina sýna fram á gríðarlega jákvæð áhrif skóga á loftslagsþróun. Skógurinn virki í raun eins og svampur í að sjúga upp koltvísýring og hann sé enn mikilvægari en áður var talið í baráttunni við að takmarka loftlagsbreytingar. Þetta þýði að verndun skóga og endurheimt skóglendis muni gegna mun stærra hlutverki og hafa meira vægi í alþjóðlegum viðskiptum með losunarkvóta. Verðmætið hlaupi á mörg hundruð milljörðum króna á evrópskum markaði fyrir losunarkvóta. Er ekki mál að við Íslendingar hættum að flytja út yfir 100.000 tonn af gróðri, m.a. af gróðursnauðum heiðum í formi lambakjöts og græðum landið að nýju með skógum og öflum mun hærri tekna á vistvænni hátt? Mörgum störfum bænda má auðveldlega breyta úr matvælaframleiðslu í viðarframleiðslu skóga án kostnaðarauka.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar