Sport

Ancelotti hefur enn trú á því að Man Utd tapi stigum á lokakaflanum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Chelsea telur að liðið eigi enn möguleika á að verja titilinn eftir 3-1 sigur liðsins í gær gegn Birmingham
Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Chelsea telur að liðið eigi enn möguleika á að verja titilinn eftir 3-1 sigur liðsins í gær gegn Birmingham Nordic Photos/Getty Images
Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Chelsea telur að liðið eigi enn möguleika á að verja titilinn eftir 3-1 sigur liðsins í gær gegn Birmingham. Ítalinn trúir því að Manchester United, sem er í efsta sæti með 70 stig, eigi eftir að tapa stigum á lokakaflanum, en Chelsea þarf að mati Ancelotti að vinna alla fimm leikina sem eftir eru.

„Ég hef lært það að allt getur gerst í fótbolta. Við eigum enn möguleika og við getum unnið titilinn með því að fá færri stig en í fyrra," sagði Ancelotti í gær eftir leikinn gegn Birmingham.

Manchester United á eftir að leika gegn Arsenal og Chelsea á næstu vikum og það getur því allt gerst að mati Ancelotti.

Leikirnir sem Man Utd á eftir eru:

Manchester United - Everton (laugardagur 23. apríl)

Arsenal - Manchester United (sunnudagur 1. maí)

Manchester United - Chelsea (sunnudagur 8. maí)

Blackburn Rovers - Manchester United (laugardagur 14. maí)

Manchester United - Blackpool (sunnudagur 22. maí)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×