Innlent

Síbrotamaður skal dúsa í fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.
Maðurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.
Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður, Hreiðar Örn Svansson, var í morgun dæmdur í tveggja og hálfsárs fangelsi fyrir ítrekuð afbrot.

Hann er meðal annars dæmdur fyrir innbrot, ítrekaða þjófnaði og að hafa ítrekað ekið undir áhrifum fíkniefna. Þá var Hreiðar dæmdur fyrir vörslu fíkniefna. Hreiðar Örn hafði áður hlotið dóma fyrir afbrot og var á skilorði þegar að hann framdi brotin sem hann var dæmdur fyrir í morgun.

Ákæran gegn Hreiðari var í 20 liðum og játaði hann alla ákæruliðina. Það var Héraðsdómur Suðurlands sem kvað upp dóminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×