Hernaðurinn gegn fólkinu Helgi Magnússon skrifar 29. desember 2011 14:00 Á jólum árið 1970 birti Halldór Laxness grein sem vakti mikla athygli og nokkrar deilur enda var tekið á viðkvæmum álitaefnum og talað tæpitungulaust eins og skáldinu var tamt. Hernaðurinn gegn landinu nefndist greinin og er m.a. birt í bók Halldórs, Yfirskygðir staðir, árið 1971. Heiti greinarinnar og efni hennar hefur lifað og verið mörgum í fersku minni í meira en 40 ár. Hún kemur mér í hug þegar ég horfi yfir síðustu þrjú ár í hversdagslífi íslensku þjóðarinnar og upplifi efnahagsstefnu stjórnvalda sem hernað gegn fólkinu í landinu. Árið 2011 er þriðja týnda árið í röð á Íslandi. Þessi þrjú ár eru ár hinna glötuðu tækifæra. Það hafa tapast 21.000 störf, nær 12.000 manns eru enn án atvinnu og langtímaatvinnuleysi er farið að gera alvarlega vart við sig, kaupmáttur hefur dregist saman, skattpíning er tilfinnanleg, niðurskurður í stoðkerfum ríkis og sveitarfélaga, þúsundir heimila og fyrirtækja eiga í fjárhagslegum vanda og fjárfestingar eru í 70 ára sögulegu lágmarki. Vandinn er svona stór vegna þess að Íslendingar hafa ekki nýtt tækifæri sín til þess að snúa hratt og örugglega við þróuninni eftir áföllin frá 2008. Hér hefur verið fylgt rangri efnahagsstefnu, stefnu samdráttar og skattpíningar í stað djarfrar vaxtarstefnu – hagvaxtarstefnu sem einkennist af eflingu atvinnulífs með uppbyggingu, markvissum fjárfestingum og skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Sitthvað hefur vitanlega þokast í rétta átt frá hruni en ég held því fram að við værum komin miklu lengra í rétta átt og hagur þjóðarinnar væri allur annar og betri ef náðst hefði samstaða um hagvaxtarstefnu og markvissa eflingu atvinnulífsins. Lítum á nokkur atriði sem blasa við um þessi áramót:- Samningar sem aðilar vinnumarkaðarins hafa gert við ríkisstjórnina um að ryðja úr vegi hindrunum vegna verðmætaskapandi verkefna hafa ítrekað verið sviknir. Tækifæri til uppbyggingar á sviði orkufreks iðnaðar og annars iðnaðar hafa af þessum sökum ekki verið nýtt. - Ágreiningur um framtíðarstefnu í sjávarútvegi hefur staðið allt kjörtímabilið og leitt til þess að sjávarútvegurinn býr við óvissu sem veldur því að fyrirtæki í greininni treysta sér ekki til að fjárfesta og ráðast í varanlegar endurbætur á fjármunum sínum. Óvissa í sjávarútvegi kemur í veg fyrir atvinnuskapandi framkvæmdir. Ekki er að sjá að sættir séu í sjónmáli milli ríkisstjórnarinnar og hagsmunaaðila í sjávarútvegi um framtíðarstefnuna. - Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki í 70 ár. Við gerð kjarasamninga sl. vor var við það miðað að ríkisvaldið greiddi fyrir fjárfestingum og ryddi hindrunum úr vegi til þess að fjárfestingar kæmust á skrið. Það var ein af forsendum kjarasamninganna til þess að draga úr atvinnuleysi og auka varanlega verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Þetta hefur ekki gengið eftir. - Óvildar verður vart í garð fjárfesta. Einkum erlendra fjárfesta og það á tímum þegar Íslendingar þurfa mjög á samstarfi við þá að halda við uppbyggingu atvinnulífsins. Þarf ekki annað en að benda á dæmið um Magma frá í fyrra þar sem ríkisvaldið varð sér til minnkunar með framgöngu sinni og svo afstöðu innanríkisráðherra til hugmynda Kínverjans Huang Nubo um margvísleg umsvif á sviði ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Útlendingahræðsla gerir vart við sig. - Haft er eftir prófessor við Háskólann á Bifröst að það þurfi að fara hundrað ár til baka í Íslandssögunni til að finna hærra hlutfall brottfluttra umfram aðflutta Íslendinga hin síðari ár. 21.000 störf hafa tapast frá árinu 2008 og enn eru nær 12.000 manns án atvinnu. Forsætisráðherra svarar því til að atvinnuleysi á Íslandi sé í prósentum ekki meira en úti í Evrópu. En við höfum verið laus við atvinnuleysi í áratugi og eigum ekki að sætta okkur við það ófremdarástand sem víða hefur viðgengist á Vesturlöndum í þessum efnum. - Ekki er að heyra á ráðamönnum að gjaldeyrishöftin séu að fara. Framtíðarsýn Íslendinga – alla vega til næstu ára – er því miður sú að hér verði gjaldeyrishöft með einum eða öðrum hætti. Gjaldeyrishöft draga mátt úr hagkerfinu og hamla gegn ýmsum fjárfestingar- og vaxtartækifærum. Þá er einnig sú hætta fyrir hendi að við förum að líta á höftin sem sjálfsögð og sætta okkur við þau. Það er hættulegt sálarástand þjóðar. - Icesave-málið er enn í hnút og nú komið fyrir erlenda dómstóla. Enginn veit í hvað stefnir varðandi það. - Íslendingar þyrftu að hafa 4-5% hagvöxt ef skjót leið okkar út úr kreppunni væri vörðuð raunhæfum væntingum. Núverandi hagvöxtur hvílir á veikum grunni sem byggir á einkaneyslu en ekki á fjárfestingum til varanlegrar atvinnusköpunar. Það er sjálfsblekking að líta þannig á að eyðsluhagvöxtur skili okkur einhverju sem máli skiptir til framtíðar. Við þurfum öflugan hagvöxt sem byggður er á verðmætasköpun í sjálfu atvinnulífinu. - Ríkisstjórnin aðhyllist skattpíningarstefnu. Í stað þess að velja vaxtarstefnu og aukna tekjumyndun í þjóðfélaginu er valin sú leið að skattpína fólk og fyrirtæki samhliða niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og velferðarkerfinu. Fremur ætti að breikka skattheimtuna á grundvelli aukinna tekna í þjóðfélagi vaxtar en að hækka skattprósentur og innleiða nýja skatta. - Auðlegðarskatturinn er kapítuli út af fyrir sig. Í honum felst eignaupptaka og virtir hæstaréttarlögmenn hafa haldið því fram að vafi kunni að leika á því að skatturinn standist eignarréttarákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. - Og nú er líka farið að skattleggja lífeyrissjóði landsmanna og skerða með því eftirlaun fólksins sem á sparnað sinn í sjóðunum. Hér er um að ræða enn eina vanhugsaða nýjung á sviði skattpíningarinnar. - Meðal annars vegna skattlagningar lífeyrissjóðanna telur ASÍ að ríkisstjórnin sé að svíkja forsendur kjarasamninga frá síðasta vori og telur að langtímakjarasamningur gæti verið í uppnámi í byrjun næsta árs þegar samningurinn opnast tímabundið. Ríkisstjórn sem á í útistöðum við verkalýðshreyfinguna á ekki sjö dagana sæla. - Í stað þess að leiða för þjóðarinnar upp úr kreppunni eyðir ríkisstjórnin mikilli og óarðbærri orku í innbyrðis átök og valdabaráttu. Annar eins vandræðagangur í samstarfi innan ríkisstjórnar hefur ekki sést á Íslandi – alla vega ekki í ríkisstjórn sem þó heldur völdum þrátt fyrir stöðugar væringar. - Ríkisstjórnin lagði upp með slagorð á borð við „Norræn velferðarstjórn“, „Skjaldborg um heimilin í landinu“ og „Nýja Ísland“. Öll eru þau orðin að skammaryrðum og hafa snúist upp í andhverfu sína. Hér lýkur þessari upptalningu sem gæti því miður verið mun lengri. Í skugga alls þessa birtist blaðagrein eftir fjármálaráðherra undir fyrirsögninni: „Ótvíræður árangur“ og önnur í nafni forsætisráðherra: „Merkin sýna verkin“, þar sem því er haldið fram að verkin séu til að státa af! Ráðherrar virðast lifa í einhverri annarri veröld en þjóðin utan stjórnarráðsveggjanna. Röng efnahagsstefna síðustu þriggja ára hefur verið okkur dýr. Hún hefur tafið endurreisn Íslands, hún hefur rýrt kjör fólks og spillt afkomu og framtíðarhorfum atvinnulífsins. Þannig hefur hún reynst hernaður gegn fólkinu í landinu. Megi nýtt ár færa okkur betri kosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á jólum árið 1970 birti Halldór Laxness grein sem vakti mikla athygli og nokkrar deilur enda var tekið á viðkvæmum álitaefnum og talað tæpitungulaust eins og skáldinu var tamt. Hernaðurinn gegn landinu nefndist greinin og er m.a. birt í bók Halldórs, Yfirskygðir staðir, árið 1971. Heiti greinarinnar og efni hennar hefur lifað og verið mörgum í fersku minni í meira en 40 ár. Hún kemur mér í hug þegar ég horfi yfir síðustu þrjú ár í hversdagslífi íslensku þjóðarinnar og upplifi efnahagsstefnu stjórnvalda sem hernað gegn fólkinu í landinu. Árið 2011 er þriðja týnda árið í röð á Íslandi. Þessi þrjú ár eru ár hinna glötuðu tækifæra. Það hafa tapast 21.000 störf, nær 12.000 manns eru enn án atvinnu og langtímaatvinnuleysi er farið að gera alvarlega vart við sig, kaupmáttur hefur dregist saman, skattpíning er tilfinnanleg, niðurskurður í stoðkerfum ríkis og sveitarfélaga, þúsundir heimila og fyrirtækja eiga í fjárhagslegum vanda og fjárfestingar eru í 70 ára sögulegu lágmarki. Vandinn er svona stór vegna þess að Íslendingar hafa ekki nýtt tækifæri sín til þess að snúa hratt og örugglega við þróuninni eftir áföllin frá 2008. Hér hefur verið fylgt rangri efnahagsstefnu, stefnu samdráttar og skattpíningar í stað djarfrar vaxtarstefnu – hagvaxtarstefnu sem einkennist af eflingu atvinnulífs með uppbyggingu, markvissum fjárfestingum og skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Sitthvað hefur vitanlega þokast í rétta átt frá hruni en ég held því fram að við værum komin miklu lengra í rétta átt og hagur þjóðarinnar væri allur annar og betri ef náðst hefði samstaða um hagvaxtarstefnu og markvissa eflingu atvinnulífsins. Lítum á nokkur atriði sem blasa við um þessi áramót:- Samningar sem aðilar vinnumarkaðarins hafa gert við ríkisstjórnina um að ryðja úr vegi hindrunum vegna verðmætaskapandi verkefna hafa ítrekað verið sviknir. Tækifæri til uppbyggingar á sviði orkufreks iðnaðar og annars iðnaðar hafa af þessum sökum ekki verið nýtt. - Ágreiningur um framtíðarstefnu í sjávarútvegi hefur staðið allt kjörtímabilið og leitt til þess að sjávarútvegurinn býr við óvissu sem veldur því að fyrirtæki í greininni treysta sér ekki til að fjárfesta og ráðast í varanlegar endurbætur á fjármunum sínum. Óvissa í sjávarútvegi kemur í veg fyrir atvinnuskapandi framkvæmdir. Ekki er að sjá að sættir séu í sjónmáli milli ríkisstjórnarinnar og hagsmunaaðila í sjávarútvegi um framtíðarstefnuna. - Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki í 70 ár. Við gerð kjarasamninga sl. vor var við það miðað að ríkisvaldið greiddi fyrir fjárfestingum og ryddi hindrunum úr vegi til þess að fjárfestingar kæmust á skrið. Það var ein af forsendum kjarasamninganna til þess að draga úr atvinnuleysi og auka varanlega verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Þetta hefur ekki gengið eftir. - Óvildar verður vart í garð fjárfesta. Einkum erlendra fjárfesta og það á tímum þegar Íslendingar þurfa mjög á samstarfi við þá að halda við uppbyggingu atvinnulífsins. Þarf ekki annað en að benda á dæmið um Magma frá í fyrra þar sem ríkisvaldið varð sér til minnkunar með framgöngu sinni og svo afstöðu innanríkisráðherra til hugmynda Kínverjans Huang Nubo um margvísleg umsvif á sviði ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Útlendingahræðsla gerir vart við sig. - Haft er eftir prófessor við Háskólann á Bifröst að það þurfi að fara hundrað ár til baka í Íslandssögunni til að finna hærra hlutfall brottfluttra umfram aðflutta Íslendinga hin síðari ár. 21.000 störf hafa tapast frá árinu 2008 og enn eru nær 12.000 manns án atvinnu. Forsætisráðherra svarar því til að atvinnuleysi á Íslandi sé í prósentum ekki meira en úti í Evrópu. En við höfum verið laus við atvinnuleysi í áratugi og eigum ekki að sætta okkur við það ófremdarástand sem víða hefur viðgengist á Vesturlöndum í þessum efnum. - Ekki er að heyra á ráðamönnum að gjaldeyrishöftin séu að fara. Framtíðarsýn Íslendinga – alla vega til næstu ára – er því miður sú að hér verði gjaldeyrishöft með einum eða öðrum hætti. Gjaldeyrishöft draga mátt úr hagkerfinu og hamla gegn ýmsum fjárfestingar- og vaxtartækifærum. Þá er einnig sú hætta fyrir hendi að við förum að líta á höftin sem sjálfsögð og sætta okkur við þau. Það er hættulegt sálarástand þjóðar. - Icesave-málið er enn í hnút og nú komið fyrir erlenda dómstóla. Enginn veit í hvað stefnir varðandi það. - Íslendingar þyrftu að hafa 4-5% hagvöxt ef skjót leið okkar út úr kreppunni væri vörðuð raunhæfum væntingum. Núverandi hagvöxtur hvílir á veikum grunni sem byggir á einkaneyslu en ekki á fjárfestingum til varanlegrar atvinnusköpunar. Það er sjálfsblekking að líta þannig á að eyðsluhagvöxtur skili okkur einhverju sem máli skiptir til framtíðar. Við þurfum öflugan hagvöxt sem byggður er á verðmætasköpun í sjálfu atvinnulífinu. - Ríkisstjórnin aðhyllist skattpíningarstefnu. Í stað þess að velja vaxtarstefnu og aukna tekjumyndun í þjóðfélaginu er valin sú leið að skattpína fólk og fyrirtæki samhliða niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og velferðarkerfinu. Fremur ætti að breikka skattheimtuna á grundvelli aukinna tekna í þjóðfélagi vaxtar en að hækka skattprósentur og innleiða nýja skatta. - Auðlegðarskatturinn er kapítuli út af fyrir sig. Í honum felst eignaupptaka og virtir hæstaréttarlögmenn hafa haldið því fram að vafi kunni að leika á því að skatturinn standist eignarréttarákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. - Og nú er líka farið að skattleggja lífeyrissjóði landsmanna og skerða með því eftirlaun fólksins sem á sparnað sinn í sjóðunum. Hér er um að ræða enn eina vanhugsaða nýjung á sviði skattpíningarinnar. - Meðal annars vegna skattlagningar lífeyrissjóðanna telur ASÍ að ríkisstjórnin sé að svíkja forsendur kjarasamninga frá síðasta vori og telur að langtímakjarasamningur gæti verið í uppnámi í byrjun næsta árs þegar samningurinn opnast tímabundið. Ríkisstjórn sem á í útistöðum við verkalýðshreyfinguna á ekki sjö dagana sæla. - Í stað þess að leiða för þjóðarinnar upp úr kreppunni eyðir ríkisstjórnin mikilli og óarðbærri orku í innbyrðis átök og valdabaráttu. Annar eins vandræðagangur í samstarfi innan ríkisstjórnar hefur ekki sést á Íslandi – alla vega ekki í ríkisstjórn sem þó heldur völdum þrátt fyrir stöðugar væringar. - Ríkisstjórnin lagði upp með slagorð á borð við „Norræn velferðarstjórn“, „Skjaldborg um heimilin í landinu“ og „Nýja Ísland“. Öll eru þau orðin að skammaryrðum og hafa snúist upp í andhverfu sína. Hér lýkur þessari upptalningu sem gæti því miður verið mun lengri. Í skugga alls þessa birtist blaðagrein eftir fjármálaráðherra undir fyrirsögninni: „Ótvíræður árangur“ og önnur í nafni forsætisráðherra: „Merkin sýna verkin“, þar sem því er haldið fram að verkin séu til að státa af! Ráðherrar virðast lifa í einhverri annarri veröld en þjóðin utan stjórnarráðsveggjanna. Röng efnahagsstefna síðustu þriggja ára hefur verið okkur dýr. Hún hefur tafið endurreisn Íslands, hún hefur rýrt kjör fólks og spillt afkomu og framtíðarhorfum atvinnulífsins. Þannig hefur hún reynst hernaður gegn fólkinu í landinu. Megi nýtt ár færa okkur betri kosti.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun