Handbolti

Snorri Steinn hetja AGK

Snorri Steinn.
Snorri Steinn.
Snorri Steinn Guðjónsson var enn og aftur hetja danska ofurliðsins AGK í dag. Þá skoraði hann sigurmarkið gegn Skive er þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Lokatölur 25-24.

Snorri skoraði tvö mörk í leiknum og Guðjón Valur Sigurðsson þrjú. Mikkel Hansen var markahæstur í liði AGK með fimm mörk.

AGK er sem fyrr á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×