Nýtt húsnæðislánakerfi – án verðtryggingar Eygló Harðardóttir, Arinbjörn Sigurgeirsson og Hrólfur Ölvisson og Lilja Mósesdóttir skrifa 14. maí 2011 06:00 Arinbjörn Sigurgeirsson fulltrúi þinghóps Hreyfingarinnar Almenn verðtrygging inn- og útlána og launa var lögbundin árið 1979. Með lagasetningunni var ætlunin að ná betri tökum á efnahagsmálum og verðbólgu. Fátt hefur þó verið umdeildara í íslensku efnahagslífi en verðtryggingin. Kostir og gallar verðtryggingarHrólfur Ölvisson fulltrúi þingflokks FramsóknarflokksTalið er að verðtrygging skapi hvata til útlána, ekki síst þegar eftirspurn eftir lánsfjármagni er mikil, þar sem lánveitandinn er varinn fyrir verðbólguskoti. Eftir efnahagsáfall skapar verðtrygging misvægi launa og lána, því lán halda sjálfkrafa verðgildi sínu án tillits til þess hvort laun og eignaverð halda í við verðbólguna. Í hinu íslenska verðtryggða kerfi er verðbótaþáttur lengst af tekinn að láni og bætist sífellt við höfuðstól. Þetta fyrirkomulag dregur úr áhrifum peningamálastefnunnar hvað varðar aðgerðir Seðlabankans til að draga úr verðbólgu. Fyrirkomulag verðtryggðra jafngreiðslulána tryggir léttari greiðslubyrði í upphafi, miðað við óverðtryggð lán. Ástæðan er að verðbætur eru ekki staðgreiddar með vaxtagreiðslunni heldur bætast við höfuðstól lánsins. Þær dreifast yfir allan lánstímann og greiðslubyrði verður jafnari, en jafnframt hækkandi lengst af. Léttari greiðslubyrði verðtryggðra lána fyrstu árin hvetur því til skuldsetningar og dregur úr eignamyndun. Þrátt fyrir þessa „kosti“ eða eiginleika verðtryggðra lána er breytt fyrirkomulag verðtryggingar nauðsynlegt til að koma á meiri stöðugleika. Koma verður á umbótum sem tryggja að allir hafi sameiginlega ábyrgð og hagsmuni af lágri verðbólgu, auka skilvirkni efnahagsstjórnar, og auka fræðslu um neytendalán. Á sama tíma getum við ekki litið fram hjá því að fjöldi heimila er í greiðsluerfiðleikum og afnám verðtryggingar getur fyrst um sinn leitt til þyngri greiðslubyrði. Nýtt húsnæðislánakerfiLilja Mósesdóttir fulltrúi þingflokks VGTillaga okkar er að innleitt verði óverðtryggt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd og ný verðtryggð lán verði ekki lengur í boði. Í nýju kerfi verði boðin óverðtryggð húsnæðislán með endurskoðunarákvæðum vaxta á ákveðnum tímabilum (0, 3, 5 eða 7 ára fresti), í stað verðtryggðra jafngreiðslulána. Íbúðalánasjóði verði strax veitt skýr lagaheimild til þess að bjóða lán á þessum kjörum. Lánastofnunum verði sett almenn skilyrði um lánstíma og veð hverrar lánveitingar takmarkað við veðandlag. Vanda þarf útlán og greiðslumat. Ný íbúðabréf verði boðin út í samræmi við breytt fyrirkomulag útlána og jafnvægi tryggt á milli einstaks húsnæðisláns og íbúðabréfs. Ríkissjóður styðji við virkan markað fyrir óverðtryggð skuldabréf til að skapa sem hagstæðastan vaxtagrunn fyrir lánveitendur, og þar með lántakendur. Flutningur í nýtt kerfi verði auðveldaður með því að fella niður gjaldtöku við skilmálabreytingu og endurfjármögnun. Jafnframt þarf að taka upp viðræður við lífeyrissjóði um endurfjármögnun útistandandi skuldabréfa Íbúðalánasjóðs til að flýta kerfisbreytingu. Aðgerðir vegna eldri lánaFræðin segja að raunvextir verðtryggðra lána eigi almennt að vera lægri en vextir óverðtryggðra lána, þar sem verðtrygging eyðir óvissu lánveitandans um verðbólgu á lánstímanum. Athyglisvert er að raunvaxtastig hefur þó verið hærra hér en í löndum þar sem verðtrygging hefur litla sem enga útbreiðslu og sparnaður í formi sjóðsmyndunarkerfis er mun minni að umfangi. Lækkun á raunvöxtum niður í til dæmis 3% væri á við 20% lækkun höfuðstóls lána samkvæmt útreikningum sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna. Því leggjum við til að allt verði gert til að ná fram raunvaxtalækkun, þar með talið að setja þak á álag á útlán og endurskoða ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna. Stór hluti verðbreytinga hefur orðið vegna gengisþróunar. Þrýstingur er á gengi krónunnar til lækkunar. Verðbólguskot myndi þýða að þúsundir heimila myndu lenda í vanskilum með lán sín. Því leggjum við til að sett verði þak á verðtryggingu núverandi lána sem miðist á ársgrundvelli við 4% hámark, sbr. tillögu Framsóknarflokksins haustið 2009. Jafnframt verði samið við lánveitendur um að hækka ekki vegna þaksins annan lánakostnað lántakenda á meðan unnið er að afnámi verðtryggingar. Við munum í annarri grein fjalla um tillögur okkar um almennar aðgerðir til að draga úr vægi verðtryggingar og tryggja fjármálalegan stöðugleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Sjá meira
Arinbjörn Sigurgeirsson fulltrúi þinghóps Hreyfingarinnar Almenn verðtrygging inn- og útlána og launa var lögbundin árið 1979. Með lagasetningunni var ætlunin að ná betri tökum á efnahagsmálum og verðbólgu. Fátt hefur þó verið umdeildara í íslensku efnahagslífi en verðtryggingin. Kostir og gallar verðtryggingarHrólfur Ölvisson fulltrúi þingflokks FramsóknarflokksTalið er að verðtrygging skapi hvata til útlána, ekki síst þegar eftirspurn eftir lánsfjármagni er mikil, þar sem lánveitandinn er varinn fyrir verðbólguskoti. Eftir efnahagsáfall skapar verðtrygging misvægi launa og lána, því lán halda sjálfkrafa verðgildi sínu án tillits til þess hvort laun og eignaverð halda í við verðbólguna. Í hinu íslenska verðtryggða kerfi er verðbótaþáttur lengst af tekinn að láni og bætist sífellt við höfuðstól. Þetta fyrirkomulag dregur úr áhrifum peningamálastefnunnar hvað varðar aðgerðir Seðlabankans til að draga úr verðbólgu. Fyrirkomulag verðtryggðra jafngreiðslulána tryggir léttari greiðslubyrði í upphafi, miðað við óverðtryggð lán. Ástæðan er að verðbætur eru ekki staðgreiddar með vaxtagreiðslunni heldur bætast við höfuðstól lánsins. Þær dreifast yfir allan lánstímann og greiðslubyrði verður jafnari, en jafnframt hækkandi lengst af. Léttari greiðslubyrði verðtryggðra lána fyrstu árin hvetur því til skuldsetningar og dregur úr eignamyndun. Þrátt fyrir þessa „kosti“ eða eiginleika verðtryggðra lána er breytt fyrirkomulag verðtryggingar nauðsynlegt til að koma á meiri stöðugleika. Koma verður á umbótum sem tryggja að allir hafi sameiginlega ábyrgð og hagsmuni af lágri verðbólgu, auka skilvirkni efnahagsstjórnar, og auka fræðslu um neytendalán. Á sama tíma getum við ekki litið fram hjá því að fjöldi heimila er í greiðsluerfiðleikum og afnám verðtryggingar getur fyrst um sinn leitt til þyngri greiðslubyrði. Nýtt húsnæðislánakerfiLilja Mósesdóttir fulltrúi þingflokks VGTillaga okkar er að innleitt verði óverðtryggt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd og ný verðtryggð lán verði ekki lengur í boði. Í nýju kerfi verði boðin óverðtryggð húsnæðislán með endurskoðunarákvæðum vaxta á ákveðnum tímabilum (0, 3, 5 eða 7 ára fresti), í stað verðtryggðra jafngreiðslulána. Íbúðalánasjóði verði strax veitt skýr lagaheimild til þess að bjóða lán á þessum kjörum. Lánastofnunum verði sett almenn skilyrði um lánstíma og veð hverrar lánveitingar takmarkað við veðandlag. Vanda þarf útlán og greiðslumat. Ný íbúðabréf verði boðin út í samræmi við breytt fyrirkomulag útlána og jafnvægi tryggt á milli einstaks húsnæðisláns og íbúðabréfs. Ríkissjóður styðji við virkan markað fyrir óverðtryggð skuldabréf til að skapa sem hagstæðastan vaxtagrunn fyrir lánveitendur, og þar með lántakendur. Flutningur í nýtt kerfi verði auðveldaður með því að fella niður gjaldtöku við skilmálabreytingu og endurfjármögnun. Jafnframt þarf að taka upp viðræður við lífeyrissjóði um endurfjármögnun útistandandi skuldabréfa Íbúðalánasjóðs til að flýta kerfisbreytingu. Aðgerðir vegna eldri lánaFræðin segja að raunvextir verðtryggðra lána eigi almennt að vera lægri en vextir óverðtryggðra lána, þar sem verðtrygging eyðir óvissu lánveitandans um verðbólgu á lánstímanum. Athyglisvert er að raunvaxtastig hefur þó verið hærra hér en í löndum þar sem verðtrygging hefur litla sem enga útbreiðslu og sparnaður í formi sjóðsmyndunarkerfis er mun minni að umfangi. Lækkun á raunvöxtum niður í til dæmis 3% væri á við 20% lækkun höfuðstóls lána samkvæmt útreikningum sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna. Því leggjum við til að allt verði gert til að ná fram raunvaxtalækkun, þar með talið að setja þak á álag á útlán og endurskoða ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna. Stór hluti verðbreytinga hefur orðið vegna gengisþróunar. Þrýstingur er á gengi krónunnar til lækkunar. Verðbólguskot myndi þýða að þúsundir heimila myndu lenda í vanskilum með lán sín. Því leggjum við til að sett verði þak á verðtryggingu núverandi lána sem miðist á ársgrundvelli við 4% hámark, sbr. tillögu Framsóknarflokksins haustið 2009. Jafnframt verði samið við lánveitendur um að hækka ekki vegna þaksins annan lánakostnað lántakenda á meðan unnið er að afnámi verðtryggingar. Við munum í annarri grein fjalla um tillögur okkar um almennar aðgerðir til að draga úr vægi verðtryggingar og tryggja fjármálalegan stöðugleika.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar