Samstarfsvettvangur um norðurslóðir Össur Skarphéðinsson skrifar 14. maí 2011 06:00 Athygli íbúa og stjórnvalda á norðurskautssvæðinu beinist í síauknum mæli að þeim ógnum og tækifærum sem loftslagsbreytingar, auðlindanýting og norðursiglingar munu bera með sér í okkar heimshluta. Það er líklega hvergi eins og augljóst og hjá grönnum okkar hér í vestri þar sem jöklar og hafís hopa hraðar enn áður þekkist. Samtímis eiga Grænlendingar samstarf við erlend stórfyrirtæki að hefja olíuleit við strendur landsins í von um að renna tryggari stoðum undir sjálfstæði þjóðarinnar. Það var því vel við hæfi að Danir, Grænlendingar og Færeyingar, sem hafa leitt formennsku Norðurskautsráðsins síðustu tvö árin, skyldu enda formennskutíð sína með því að boða til ráðherrafundar í Nuuk á Grænlandi. Fundurinn og áhersla Íslands á starfsemi Norðurskautsráðsins gefur kærkomið tilefni til að stinga niður penna og greina frá helstu atriðum fundarins og minna á mikilvægi ráðsins fyrir framtíðarþróun svæðisins. NorðurskautsráðiðÞað er ekki fyrr en litið er í baksýnisspegil sögunnar að við gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu fjarri við erum tortryggni Kalda stríðsins sem hélt norðrinu í pólitískum klakaböndum í áratugi. Þíðan sem leiddi af leiðtogafundinum í Reykjavík 1986 birtist meðal annars í svokallaðri Murmansk-ræðu Míkaíl Gorbatsjov þar sem hann hvatti ríki norðursins til að sameinast um verndun umhverfis og samfélaga á norðurslóðum og bar að endingu ávöxt í stofnun Norðurskautsráðsins áratug síðar, árið 1996. Ráðið er samstarfsvettangur norðurskautsríkja um málefni norðurslóða með sérstakri áherslu á umhverfivernd og sjálfbæra þróun. Norðurskautsríkin átta; Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð eiga ásamt fulltrúm sex helstu samtaka þeirra frumbyggja sem búa á norðurheimskautssvæðinu sæti í ráðinu. Ríki utan norðurslóða eru ásamt ýmsum alþjóðstofnunum og félagasamtökum áheyrnaraðilar að ráðinu og taka þátt í vísindastarfi á vegum ráðsins. Norðurskautsríkin skipta með sér formennsku ráðsins á tveggja ára fresti og fór Ísland með formennskuna frá 2002 til 2004. Sameiginleg formennska Dana, Grænlendinga og Færeyinga skilar nú formennskukeflinu til Svía. Veganestið frá NuukÁ fundinum í Nuuk 12. maí var m.a. rætt um helstu niðurstöður af vísindastarfi ráðsins á síðustu tveim árum. Nýleg vísindaskýrsla Norðurskautsráðsins um breytingar á klakaböndum norðursins; ís, snjó, sífrera og jöklum gefur til kynna að þær séu hraðari en flestar spár gerðu ráð fyrir og að ísinn hopi hraðar á þessum áratug en áratugnum þar á undan. Stærsti áhrifavaldurinn er hækkandi hitastig en síðustu sex ár hafa verið þau heitustu á norðurslóðum frá því að mælingar hófust. Breytingarnar setja mark sitt á náttúru norðursins eins og ný úttekt ráðsins undirstrikar. Samkvæmt henni eru loftslagsbreytingar að verða víðtækustu og mikilvægustu álagsvaldar á líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Þá voru kynntar fjölmargar aðrar skýrslur t.d. um hegðun olíu og spilliefna í köldum sjó, áhrif sóts á bráðnun íss, súrnun hafsins, úttekt á kvikasilfursmengun á norðurslóðum og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir ólík viðfangsefni eru skilaboðin til stjórnvalda á norðurslóðum ein og hin sömu, að norðurskautsríkin þurfi að efla samvinnu sín á milli til að sporna við og aðlagast yfirstandandi breytingum. Þetta virðist hafa komist til skila og ríkin hafa nú einhent sér í að efla samstarf á vettvangi Norðurskautsráðsins. Nuuk fundurinn var vel sóttur en þetta mun vera í fyrsta skipti sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna sækir fund ráðsins og eru það skýr skilaboð um aukinn áhuga þeirra á málefnum norðurslóða. Þá markar það önnur og ekki síður mikilvæg tímamót að í tveim ráðherrastólum sátu frumbyggjar, annars vegar Kuupik Kleist, formaður landsstjórnar Grænlands, og hinsvegar Leona Aglukkaq, heilbrigðisráðherra Kanada. TímamótafundurÁ ráðherrafundinum var undirritað fyrsta lagalega bindandi samkomulagið sem unnið hefur verið á vettvangi Norðurskautsráðsins. Með samningnum skuldbinda norðurskautsríkin sig til að vinna saman að leit og björgun á norðurheimskautssvæðinu. Þá var ákveðið að ráðast í gerð samskonar samkomulags um sameiginlegan viðbúnað og viðbrögð við bráðri olíumengun á norðurslóðum. Samningagerð af þessu tagi er mikið hagsmunamál fyrir Ísland sem strandþjóð á norðurslóðum, sem stendur frammi fyrir stóraukinni skipaumferð og hugsanlegri olíuvinnslu í næsta nágrenni við strendur landsins. Við ræddum einnig um breytingar á innri starfsemi ráðsins. Þar bar hæst umræðuna um nýja áheyrnarfulltrúa og stofnun fastaskrifstofu. Það er ánægjulegt að ríkin náðu samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja áheyrnarfulltrúa en Kína, ESB, Japan, Suður Kórea og Ítalía hafa sótt um stöðu áheyrnarfulltrúa og standa vonir til þess að hægt verði að ná niðurstöðu um þær umsóknir fljótlega. Þá var ákveðið að styrkja starfsemi ráðsins með stofnun fastaskrifstofu sem sett verður á laggirnar í Tromsö. Fundurinn í Nuuk var tímamótafundur og eru öll ríkin einhuga um að Norðurskautsráðið verði aðalvettvangur stefnumótunar, samninga og beinharðra aðgerða í málefnum norðurheimskautssvæðisins. Því ber að fagna. Það er staðföst skoðun mín, sem endurspeglast í nýsamþykktri norðurslóðastefnu, að Íslendingar eigi að efla þátttöku sína í starfsemi ráðsins með ráðum og dáð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Athygli íbúa og stjórnvalda á norðurskautssvæðinu beinist í síauknum mæli að þeim ógnum og tækifærum sem loftslagsbreytingar, auðlindanýting og norðursiglingar munu bera með sér í okkar heimshluta. Það er líklega hvergi eins og augljóst og hjá grönnum okkar hér í vestri þar sem jöklar og hafís hopa hraðar enn áður þekkist. Samtímis eiga Grænlendingar samstarf við erlend stórfyrirtæki að hefja olíuleit við strendur landsins í von um að renna tryggari stoðum undir sjálfstæði þjóðarinnar. Það var því vel við hæfi að Danir, Grænlendingar og Færeyingar, sem hafa leitt formennsku Norðurskautsráðsins síðustu tvö árin, skyldu enda formennskutíð sína með því að boða til ráðherrafundar í Nuuk á Grænlandi. Fundurinn og áhersla Íslands á starfsemi Norðurskautsráðsins gefur kærkomið tilefni til að stinga niður penna og greina frá helstu atriðum fundarins og minna á mikilvægi ráðsins fyrir framtíðarþróun svæðisins. NorðurskautsráðiðÞað er ekki fyrr en litið er í baksýnisspegil sögunnar að við gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu fjarri við erum tortryggni Kalda stríðsins sem hélt norðrinu í pólitískum klakaböndum í áratugi. Þíðan sem leiddi af leiðtogafundinum í Reykjavík 1986 birtist meðal annars í svokallaðri Murmansk-ræðu Míkaíl Gorbatsjov þar sem hann hvatti ríki norðursins til að sameinast um verndun umhverfis og samfélaga á norðurslóðum og bar að endingu ávöxt í stofnun Norðurskautsráðsins áratug síðar, árið 1996. Ráðið er samstarfsvettangur norðurskautsríkja um málefni norðurslóða með sérstakri áherslu á umhverfivernd og sjálfbæra þróun. Norðurskautsríkin átta; Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð eiga ásamt fulltrúm sex helstu samtaka þeirra frumbyggja sem búa á norðurheimskautssvæðinu sæti í ráðinu. Ríki utan norðurslóða eru ásamt ýmsum alþjóðstofnunum og félagasamtökum áheyrnaraðilar að ráðinu og taka þátt í vísindastarfi á vegum ráðsins. Norðurskautsríkin skipta með sér formennsku ráðsins á tveggja ára fresti og fór Ísland með formennskuna frá 2002 til 2004. Sameiginleg formennska Dana, Grænlendinga og Færeyinga skilar nú formennskukeflinu til Svía. Veganestið frá NuukÁ fundinum í Nuuk 12. maí var m.a. rætt um helstu niðurstöður af vísindastarfi ráðsins á síðustu tveim árum. Nýleg vísindaskýrsla Norðurskautsráðsins um breytingar á klakaböndum norðursins; ís, snjó, sífrera og jöklum gefur til kynna að þær séu hraðari en flestar spár gerðu ráð fyrir og að ísinn hopi hraðar á þessum áratug en áratugnum þar á undan. Stærsti áhrifavaldurinn er hækkandi hitastig en síðustu sex ár hafa verið þau heitustu á norðurslóðum frá því að mælingar hófust. Breytingarnar setja mark sitt á náttúru norðursins eins og ný úttekt ráðsins undirstrikar. Samkvæmt henni eru loftslagsbreytingar að verða víðtækustu og mikilvægustu álagsvaldar á líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Þá voru kynntar fjölmargar aðrar skýrslur t.d. um hegðun olíu og spilliefna í köldum sjó, áhrif sóts á bráðnun íss, súrnun hafsins, úttekt á kvikasilfursmengun á norðurslóðum og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir ólík viðfangsefni eru skilaboðin til stjórnvalda á norðurslóðum ein og hin sömu, að norðurskautsríkin þurfi að efla samvinnu sín á milli til að sporna við og aðlagast yfirstandandi breytingum. Þetta virðist hafa komist til skila og ríkin hafa nú einhent sér í að efla samstarf á vettvangi Norðurskautsráðsins. Nuuk fundurinn var vel sóttur en þetta mun vera í fyrsta skipti sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna sækir fund ráðsins og eru það skýr skilaboð um aukinn áhuga þeirra á málefnum norðurslóða. Þá markar það önnur og ekki síður mikilvæg tímamót að í tveim ráðherrastólum sátu frumbyggjar, annars vegar Kuupik Kleist, formaður landsstjórnar Grænlands, og hinsvegar Leona Aglukkaq, heilbrigðisráðherra Kanada. TímamótafundurÁ ráðherrafundinum var undirritað fyrsta lagalega bindandi samkomulagið sem unnið hefur verið á vettvangi Norðurskautsráðsins. Með samningnum skuldbinda norðurskautsríkin sig til að vinna saman að leit og björgun á norðurheimskautssvæðinu. Þá var ákveðið að ráðast í gerð samskonar samkomulags um sameiginlegan viðbúnað og viðbrögð við bráðri olíumengun á norðurslóðum. Samningagerð af þessu tagi er mikið hagsmunamál fyrir Ísland sem strandþjóð á norðurslóðum, sem stendur frammi fyrir stóraukinni skipaumferð og hugsanlegri olíuvinnslu í næsta nágrenni við strendur landsins. Við ræddum einnig um breytingar á innri starfsemi ráðsins. Þar bar hæst umræðuna um nýja áheyrnarfulltrúa og stofnun fastaskrifstofu. Það er ánægjulegt að ríkin náðu samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja áheyrnarfulltrúa en Kína, ESB, Japan, Suður Kórea og Ítalía hafa sótt um stöðu áheyrnarfulltrúa og standa vonir til þess að hægt verði að ná niðurstöðu um þær umsóknir fljótlega. Þá var ákveðið að styrkja starfsemi ráðsins með stofnun fastaskrifstofu sem sett verður á laggirnar í Tromsö. Fundurinn í Nuuk var tímamótafundur og eru öll ríkin einhuga um að Norðurskautsráðið verði aðalvettvangur stefnumótunar, samninga og beinharðra aðgerða í málefnum norðurheimskautssvæðisins. Því ber að fagna. Það er staðföst skoðun mín, sem endurspeglast í nýsamþykktri norðurslóðastefnu, að Íslendingar eigi að efla þátttöku sína í starfsemi ráðsins með ráðum og dáð.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun