Erlent

Fornleifauppgröftur Pútíns sviðsettur

Pútín með kerin umtöluðu.
Pútín með kerin umtöluðu. mynd/AFP
Fyrir stuttu var greint frá því að Vladimir Pútín hafi uppgötvað skipsflak á botni Svartahafs. Í skipinu fannst mikið af menjum. Tökuvélar voru á staðnum og mynduðu forsetann kafa eftir gripunum. Í myndbandinu sást til Pútíns draga ævaforn ker og krukkur af hafsbotni.

Talsmaður Pútíns hefur nú viðurkennt að atvikið hafi verið sviðsett. Hann sagði að augljóslega hafi Pútín ekki grafið upp kerin og að leiðangur nokkrum vikum áður hafi fundið menjarnar. Þeim hafi síðan verið komið fyrir aftur svo að forsetinn gæti verið myndaður grafa þær upp.

Talsmaðurinn sagði að sviðsetningar eins og þessi séu algengar um allann heim og að kjósendur séu almennt ánægðir með það þegar leiðtogar láta til sín taka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×