Lýtaaðgerðum fjölgar en fegrunaraðgerðum fækkar 14. febrúar 2011 10:00 Almennum lýtalækningum hefur fjölgað hér á landi á síðustu árum en sífellt færri fara í fegrunaraðgerðir. Nær tvöfalt fleiri leituðu til lýtalækna hér á landi á árinu 2009 en árið 2006. Árið 2006 voru skráðar komur til lýtalækna 6.612 og árið 2009 voru þær orðnar 11.647. Komur eru taldar við hverja heimsókn til lýtalæknis og jafngildir fjöldi koma því ekki fjölda aðgerða. Aðgerðir árið 2006 voru 3.415 en 6.547 árið 2009. Hér er þó einungis um að ræða komur og aðgerðir sem skráðar eru hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) og eru þar með niðurgreiddar af stofnuninni. Útgjöld SÍ (þá Tryggingastofnunar ríkisins) vegna kaupa á þjónustu lýtalækna fyrir árið 2006 voru tæpar 40 milljónir. Árið 2009 voru útgjöld stofnunarinnar komin upp í tæpar 100 milljónir, sem gerir um 150 prósenta aukningu útgjalda. Þær lýtalækningar sem tryggingar taka til eru vegna fæðingargalla, þroskafrávika, áverka, sýkinga, æxla eða annarra sjúkdóma. Þá er meðferð ætlað að bæta verulega skerta líkamsfærni og lagfæringu lýta eftir sár eða slys. Greiðslur SÍ taka einnig til útlitseinkenna sem flokkast utan eðlilegs líffræðilegs breytileika. Fegrunaraðgerðir, eins og brjóstastækkanir, svuntuaðgerðir eða andlitslyftingar, eru ekki niðurgreiddar af SÍ. Ottó Guðjónsson, formaður Félags lýtalækna á Íslandi, segir að ástæður þróunarinnar megi rekja til aukinnar meðvitundar um ýmis heilsufarsatriði, eins og sortuæxli og húðsjúkdóma, sem og til fjölgunar í lýtalæknastéttinni á þessum árum. „Það er svo margt sem lýtalæknar taka sér fyrir hendur annað en fegrunaraðgerðir," segir Ottó. „Mikið af vinnunni tengist til að mynda brottnámi sortuæxla og bletta og það er mikil vakning í þeim efnum." Hann bætir við að um leið og lýtaaðgerðum sem þessum fjölgi á milli ára hafi almennum fegrunaraðgerðum, eins og brjóstastækkunum og andlitslyftingum, fækkað. Árið 2006 voru sjö starfandi lýtalæknar á Íslandi en þeir voru orðnir ellefu árið 2009. - sv Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Nær tvöfalt fleiri leituðu til lýtalækna hér á landi á árinu 2009 en árið 2006. Árið 2006 voru skráðar komur til lýtalækna 6.612 og árið 2009 voru þær orðnar 11.647. Komur eru taldar við hverja heimsókn til lýtalæknis og jafngildir fjöldi koma því ekki fjölda aðgerða. Aðgerðir árið 2006 voru 3.415 en 6.547 árið 2009. Hér er þó einungis um að ræða komur og aðgerðir sem skráðar eru hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) og eru þar með niðurgreiddar af stofnuninni. Útgjöld SÍ (þá Tryggingastofnunar ríkisins) vegna kaupa á þjónustu lýtalækna fyrir árið 2006 voru tæpar 40 milljónir. Árið 2009 voru útgjöld stofnunarinnar komin upp í tæpar 100 milljónir, sem gerir um 150 prósenta aukningu útgjalda. Þær lýtalækningar sem tryggingar taka til eru vegna fæðingargalla, þroskafrávika, áverka, sýkinga, æxla eða annarra sjúkdóma. Þá er meðferð ætlað að bæta verulega skerta líkamsfærni og lagfæringu lýta eftir sár eða slys. Greiðslur SÍ taka einnig til útlitseinkenna sem flokkast utan eðlilegs líffræðilegs breytileika. Fegrunaraðgerðir, eins og brjóstastækkanir, svuntuaðgerðir eða andlitslyftingar, eru ekki niðurgreiddar af SÍ. Ottó Guðjónsson, formaður Félags lýtalækna á Íslandi, segir að ástæður þróunarinnar megi rekja til aukinnar meðvitundar um ýmis heilsufarsatriði, eins og sortuæxli og húðsjúkdóma, sem og til fjölgunar í lýtalæknastéttinni á þessum árum. „Það er svo margt sem lýtalæknar taka sér fyrir hendur annað en fegrunaraðgerðir," segir Ottó. „Mikið af vinnunni tengist til að mynda brottnámi sortuæxla og bletta og það er mikil vakning í þeim efnum." Hann bætir við að um leið og lýtaaðgerðum sem þessum fjölgi á milli ára hafi almennum fegrunaraðgerðum, eins og brjóstastækkunum og andlitslyftingum, fækkað. Árið 2006 voru sjö starfandi lýtalæknar á Íslandi en þeir voru orðnir ellefu árið 2009. - sv
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira