Hafa slegið verulega af kröfum sínum 14. febrúar 2011 05:00 Vilhjálmur Egilsson „Við höfum reiknað með því að mennirnir muni ana út í þetta verkfall og valda starfsfélögum sínum, fyrirtækjum og samfélaginu stórkostlegu tjóni. Við höfum ekki fundið fyrir neinni ábyrgðartilfinningu hjá þeim,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um fyrirhugað verkfall um áttatíu bræðslumanna sem hefst á morgun. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagðist í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær áætla að útgerðin yrði af allt að ellefu milljörðum króna vegna verkfallsins. Þar af væru fimm milljarðar í bræðslu og á bilinu þrír til sex milljarðar í loðnuhrognum sem yrðu eftir í sjónum. Vilhjálmur segir bræðslumenn ekki geta stigið fram og lagt fram kröfu um meiri launahækkun en aðrir hópar. „Við teljum að þessi litli hópur eigi að vera samferða öðrum félögum á vinnumarkaðnum. Við höfum talið að ekki sé nokkur leið að ganga að ofurkröfum frá þessum hópi og setja hér allt í uppnám á vinnumarkaðnum,“ segir hann. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags og samningamaður bræðslumanna, vísar ábyrgðinni aftur til föðurhúsanna. Hann segir bræðslumenn hafa slegið verulega af kröfum sínum um 27 prósenta launahækkun en talað fyrir daufum eyrum. Fyrir viku hafi samninganefndin mætt til fundar við SA með kröfu upp á 20 þúsund krónur ofan á taxta til 30. nóvember næstkomandi. Það jafngildir sjö prósenta hækkun. SA hafi hafnað því. „Þetta var sáttavilji hjá okkur. En síðan hafa dunið yfir okkur yfirlýsingar í fjölmiðlum frá SA um að ekki verði samið sérstaklega við okkur,“ segir Sverrir. „Það er ekki eðlilegt að einn hópur fari á undan og vilji meira en aðrir. Það gengur ekki upp,“ svarar Vilhjálmur. Ekki náðist í Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra sem fer með atvinnumál, þegar eftir því var leitað í gær. jonab@frettabladid.is sverrir albertsson Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Við höfum reiknað með því að mennirnir muni ana út í þetta verkfall og valda starfsfélögum sínum, fyrirtækjum og samfélaginu stórkostlegu tjóni. Við höfum ekki fundið fyrir neinni ábyrgðartilfinningu hjá þeim,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um fyrirhugað verkfall um áttatíu bræðslumanna sem hefst á morgun. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagðist í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær áætla að útgerðin yrði af allt að ellefu milljörðum króna vegna verkfallsins. Þar af væru fimm milljarðar í bræðslu og á bilinu þrír til sex milljarðar í loðnuhrognum sem yrðu eftir í sjónum. Vilhjálmur segir bræðslumenn ekki geta stigið fram og lagt fram kröfu um meiri launahækkun en aðrir hópar. „Við teljum að þessi litli hópur eigi að vera samferða öðrum félögum á vinnumarkaðnum. Við höfum talið að ekki sé nokkur leið að ganga að ofurkröfum frá þessum hópi og setja hér allt í uppnám á vinnumarkaðnum,“ segir hann. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags og samningamaður bræðslumanna, vísar ábyrgðinni aftur til föðurhúsanna. Hann segir bræðslumenn hafa slegið verulega af kröfum sínum um 27 prósenta launahækkun en talað fyrir daufum eyrum. Fyrir viku hafi samninganefndin mætt til fundar við SA með kröfu upp á 20 þúsund krónur ofan á taxta til 30. nóvember næstkomandi. Það jafngildir sjö prósenta hækkun. SA hafi hafnað því. „Þetta var sáttavilji hjá okkur. En síðan hafa dunið yfir okkur yfirlýsingar í fjölmiðlum frá SA um að ekki verði samið sérstaklega við okkur,“ segir Sverrir. „Það er ekki eðlilegt að einn hópur fari á undan og vilji meira en aðrir. Það gengur ekki upp,“ svarar Vilhjálmur. Ekki náðist í Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra sem fer með atvinnumál, þegar eftir því var leitað í gær. jonab@frettabladid.is sverrir albertsson
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira