Hafa slegið verulega af kröfum sínum 14. febrúar 2011 05:00 Vilhjálmur Egilsson „Við höfum reiknað með því að mennirnir muni ana út í þetta verkfall og valda starfsfélögum sínum, fyrirtækjum og samfélaginu stórkostlegu tjóni. Við höfum ekki fundið fyrir neinni ábyrgðartilfinningu hjá þeim,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um fyrirhugað verkfall um áttatíu bræðslumanna sem hefst á morgun. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagðist í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær áætla að útgerðin yrði af allt að ellefu milljörðum króna vegna verkfallsins. Þar af væru fimm milljarðar í bræðslu og á bilinu þrír til sex milljarðar í loðnuhrognum sem yrðu eftir í sjónum. Vilhjálmur segir bræðslumenn ekki geta stigið fram og lagt fram kröfu um meiri launahækkun en aðrir hópar. „Við teljum að þessi litli hópur eigi að vera samferða öðrum félögum á vinnumarkaðnum. Við höfum talið að ekki sé nokkur leið að ganga að ofurkröfum frá þessum hópi og setja hér allt í uppnám á vinnumarkaðnum,“ segir hann. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags og samningamaður bræðslumanna, vísar ábyrgðinni aftur til föðurhúsanna. Hann segir bræðslumenn hafa slegið verulega af kröfum sínum um 27 prósenta launahækkun en talað fyrir daufum eyrum. Fyrir viku hafi samninganefndin mætt til fundar við SA með kröfu upp á 20 þúsund krónur ofan á taxta til 30. nóvember næstkomandi. Það jafngildir sjö prósenta hækkun. SA hafi hafnað því. „Þetta var sáttavilji hjá okkur. En síðan hafa dunið yfir okkur yfirlýsingar í fjölmiðlum frá SA um að ekki verði samið sérstaklega við okkur,“ segir Sverrir. „Það er ekki eðlilegt að einn hópur fari á undan og vilji meira en aðrir. Það gengur ekki upp,“ svarar Vilhjálmur. Ekki náðist í Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra sem fer með atvinnumál, þegar eftir því var leitað í gær. jonab@frettabladid.is sverrir albertsson Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Sjá meira
„Við höfum reiknað með því að mennirnir muni ana út í þetta verkfall og valda starfsfélögum sínum, fyrirtækjum og samfélaginu stórkostlegu tjóni. Við höfum ekki fundið fyrir neinni ábyrgðartilfinningu hjá þeim,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um fyrirhugað verkfall um áttatíu bræðslumanna sem hefst á morgun. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagðist í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær áætla að útgerðin yrði af allt að ellefu milljörðum króna vegna verkfallsins. Þar af væru fimm milljarðar í bræðslu og á bilinu þrír til sex milljarðar í loðnuhrognum sem yrðu eftir í sjónum. Vilhjálmur segir bræðslumenn ekki geta stigið fram og lagt fram kröfu um meiri launahækkun en aðrir hópar. „Við teljum að þessi litli hópur eigi að vera samferða öðrum félögum á vinnumarkaðnum. Við höfum talið að ekki sé nokkur leið að ganga að ofurkröfum frá þessum hópi og setja hér allt í uppnám á vinnumarkaðnum,“ segir hann. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags og samningamaður bræðslumanna, vísar ábyrgðinni aftur til föðurhúsanna. Hann segir bræðslumenn hafa slegið verulega af kröfum sínum um 27 prósenta launahækkun en talað fyrir daufum eyrum. Fyrir viku hafi samninganefndin mætt til fundar við SA með kröfu upp á 20 þúsund krónur ofan á taxta til 30. nóvember næstkomandi. Það jafngildir sjö prósenta hækkun. SA hafi hafnað því. „Þetta var sáttavilji hjá okkur. En síðan hafa dunið yfir okkur yfirlýsingar í fjölmiðlum frá SA um að ekki verði samið sérstaklega við okkur,“ segir Sverrir. „Það er ekki eðlilegt að einn hópur fari á undan og vilji meira en aðrir. Það gengur ekki upp,“ svarar Vilhjálmur. Ekki náðist í Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra sem fer með atvinnumál, þegar eftir því var leitað í gær. jonab@frettabladid.is sverrir albertsson
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Sjá meira