Erlent

Hóta að stoppa áætlunarflug milli Ísraels og Danmerkur

Stjórnvöld í Ísrael hafa hótað Dönum því að stoppa allt áætlunarflug milli Danmerkur og Ísraels.

Ástæðan fyrir þessari hótun er að dönsk yfirvöld hafa hafnað beiðni um að vopnaðir ísraelskir öryggisverðir fái að framkvæmda eigið öryggiseftirlit á Kastrup flugvelli.

Fulltrúar stjórnvalda í báðum löndunum hafa fundað um þetta mál um helgina. Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum hefur Ísraelsmönnum verið sagt að Danir muni aldrei þola vopnað öryggiseftirlit annarra þjóða á Kastrup enda brýtur slíkt í bága við dönsk lög.

Ísraelsmönnum hefur verið boðið upp á að þeir geti fylgst með öryggiseftirliti Dana á Kastrup en því hefur verið hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×