Harpa fær flygil: Gefendur hefðu orðið jóðlandi glaðir 8. febrúar 2011 20:45 Guðrún Bergsveinsdóttir. „Ég varð himinlifandi þegar ég heyrði að hluti arfsins hefði farið í kaup á slíkum dýrgrip og veit að Einar og Knútur hefðu orðið jóðlandi glaðir," segir Guðrún Bergsveinsdóttir, kær vinkona menningarunnendanna Einars G. Eggertssonar og Knúts R. Einarssonar sem arfleiddu Hörpu að öllum eigum sínum en rausnarlegur arfur þeirra gerði Hörpu kleift að kaupa afbragðs Steinway konsertflygil. Ævilöng vinátta Guðrúnar við sambýlismennina Einar og Knút hófst þegar þau keyptu íbúðir í nýbyggingu við Ljósheima árið 1964. „Báðir voru stóryndislegir náungar en Knúti kynntist ég öllu betur. Hann fæddist í Danmörku, skírður Knud Broberg Larsen en leiðir þeirra Einars lágu saman þegar Einar var á ferðalagi í Kaupmannahöfn. Seinna gerðist Knútur íslenskur ríkisborgari, hóf sambúð með Einari og tók sér nafnið Knútur Reynir Einarsson, en í þá tíð var ástarsamband karla ekki opinbert á Íslandi. Því mátti líta á sambúð þeirra sem feðgasamband fyrir þá sem ekki vissu betur, en á þeim var sextán ára aldursmunur," segir Guðrún sem saknar vina í stað því Knútur varð henni sem besti bróðir. „Knútur var mikill barnakall og dýravinur. Báðir unnu þeir verslunarstörf og var Einar verslunarstjóri í Andersen og Lauth alla sína starfsævi eftir að við kynntumst en Knútur vann þar líka um tíma, sem og í Fálkanum og Jónsvali. Báðir voru miklir tónlistarunnendur, fastagestir á tónleikum Sinfóníunnar þar sem Jóhannes, bróðir Einars, lék á selló en systir hans, Margrét, var söngkona og einn af stofnendum Söngskólans. Sjálfur lærði Einar söng í Austurríki, söng í fyrstu uppfærslu Rigoletto í Þjóðleikhúsinu og var alla tíð í karlakór Fóstbræðra," segir Guðrún um sína mætu nágranna sem síðar urðu miklir heimilisvinir og reyndust henni vinir í raun. „Dóttir mín hefur verið nýrnasjúk frá barnsaldri og þurfti ung í nýrnaígræðslu. Við foreldrarnir þurftum að fylgja henni utan en bróðir hennar var úti í námi og yngri systir í barnaskóla. Þá gerði Knútur sér lítið fyrir og flutti inn á heimilið til að hugsa um dóttur mína í þrjá mánuði, þannig að allir geta séð að maðurinn var einstakur," segir Guðrún sem seinna launaði Knúti vináttuna með svipuðum hætti þegar hann bað hana að hjálpa sér í gegnum síðasta áfanga lífs síns. „Einar fæddist 5. ágúst 1921 en Knútur 5. maí 1937. Þegar aldurinn færðist yfir fékk Einar Alzheimers og annaðist Knútur hann á Skjóli þar til Einar lést 9. september 2006. Á þeim tíma var nýra dóttur minnar að gefa sig og aftur bauðst Knútur til að sjá um heimilið og hundana okkar meðan við fylgdum henni í aðgerð. Ég gerði þó aðrar ráðstafanir því Knútur var að verða sjötugur og ég gat ekki hugsað mér að hafa af honum afmælið. Hann fór um vorið til Kanaríeyja en kom heim í byrjun júní orðinn veikur af krabbameini. Knútur dó úr því meini 9. september 2007 svo þeir sálufélagarnir dóu á sama degi með aðeins árs millibili," segir Guðrún sem eftir útför Knúts kom erfðaskrá þeirra Einars til sýslumanns, en báðir voru barnlausir og án lögerfingja. „Í upphafi áttu eignir þeirra að renna til Söngskólans og Íslensku óperunnar en það var áður en óperan fór í Gamla bíó. Að Einari látnum talaði Knútur oft um hversu illa honum leist á bruðlið í Hörpu og ef honum hefði enst aldur til hefði hann sennilega breytt erfðaskránni. Sjálf hafði ég séð arfinn fyrir mér í áföllnum silfurskildi á hurðarkarmi efstu hæðar Hörpu þar sem vera áttu einkaskrifstofur Björgólfs og því stórkostlega létt að heyra um flygilskaupin því það hefði verið verulega í þeirra anda og er algjörlega frábær lausn. Í gjöfinni liggur ævistarf tveggja einstaklinga sem voru miklir menningarunnendur og yndislegar manneskjur, en arfurinn er hvergi tæmdur og því gaman að fylgjast með áfram og sjá hvað verður gert við það sem eftir stendur, en þeir Einar og Knútur höfðu líka gælt við að það færi í stóla Hörpu." thordis @frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Ég varð himinlifandi þegar ég heyrði að hluti arfsins hefði farið í kaup á slíkum dýrgrip og veit að Einar og Knútur hefðu orðið jóðlandi glaðir," segir Guðrún Bergsveinsdóttir, kær vinkona menningarunnendanna Einars G. Eggertssonar og Knúts R. Einarssonar sem arfleiddu Hörpu að öllum eigum sínum en rausnarlegur arfur þeirra gerði Hörpu kleift að kaupa afbragðs Steinway konsertflygil. Ævilöng vinátta Guðrúnar við sambýlismennina Einar og Knút hófst þegar þau keyptu íbúðir í nýbyggingu við Ljósheima árið 1964. „Báðir voru stóryndislegir náungar en Knúti kynntist ég öllu betur. Hann fæddist í Danmörku, skírður Knud Broberg Larsen en leiðir þeirra Einars lágu saman þegar Einar var á ferðalagi í Kaupmannahöfn. Seinna gerðist Knútur íslenskur ríkisborgari, hóf sambúð með Einari og tók sér nafnið Knútur Reynir Einarsson, en í þá tíð var ástarsamband karla ekki opinbert á Íslandi. Því mátti líta á sambúð þeirra sem feðgasamband fyrir þá sem ekki vissu betur, en á þeim var sextán ára aldursmunur," segir Guðrún sem saknar vina í stað því Knútur varð henni sem besti bróðir. „Knútur var mikill barnakall og dýravinur. Báðir unnu þeir verslunarstörf og var Einar verslunarstjóri í Andersen og Lauth alla sína starfsævi eftir að við kynntumst en Knútur vann þar líka um tíma, sem og í Fálkanum og Jónsvali. Báðir voru miklir tónlistarunnendur, fastagestir á tónleikum Sinfóníunnar þar sem Jóhannes, bróðir Einars, lék á selló en systir hans, Margrét, var söngkona og einn af stofnendum Söngskólans. Sjálfur lærði Einar söng í Austurríki, söng í fyrstu uppfærslu Rigoletto í Þjóðleikhúsinu og var alla tíð í karlakór Fóstbræðra," segir Guðrún um sína mætu nágranna sem síðar urðu miklir heimilisvinir og reyndust henni vinir í raun. „Dóttir mín hefur verið nýrnasjúk frá barnsaldri og þurfti ung í nýrnaígræðslu. Við foreldrarnir þurftum að fylgja henni utan en bróðir hennar var úti í námi og yngri systir í barnaskóla. Þá gerði Knútur sér lítið fyrir og flutti inn á heimilið til að hugsa um dóttur mína í þrjá mánuði, þannig að allir geta séð að maðurinn var einstakur," segir Guðrún sem seinna launaði Knúti vináttuna með svipuðum hætti þegar hann bað hana að hjálpa sér í gegnum síðasta áfanga lífs síns. „Einar fæddist 5. ágúst 1921 en Knútur 5. maí 1937. Þegar aldurinn færðist yfir fékk Einar Alzheimers og annaðist Knútur hann á Skjóli þar til Einar lést 9. september 2006. Á þeim tíma var nýra dóttur minnar að gefa sig og aftur bauðst Knútur til að sjá um heimilið og hundana okkar meðan við fylgdum henni í aðgerð. Ég gerði þó aðrar ráðstafanir því Knútur var að verða sjötugur og ég gat ekki hugsað mér að hafa af honum afmælið. Hann fór um vorið til Kanaríeyja en kom heim í byrjun júní orðinn veikur af krabbameini. Knútur dó úr því meini 9. september 2007 svo þeir sálufélagarnir dóu á sama degi með aðeins árs millibili," segir Guðrún sem eftir útför Knúts kom erfðaskrá þeirra Einars til sýslumanns, en báðir voru barnlausir og án lögerfingja. „Í upphafi áttu eignir þeirra að renna til Söngskólans og Íslensku óperunnar en það var áður en óperan fór í Gamla bíó. Að Einari látnum talaði Knútur oft um hversu illa honum leist á bruðlið í Hörpu og ef honum hefði enst aldur til hefði hann sennilega breytt erfðaskránni. Sjálf hafði ég séð arfinn fyrir mér í áföllnum silfurskildi á hurðarkarmi efstu hæðar Hörpu þar sem vera áttu einkaskrifstofur Björgólfs og því stórkostlega létt að heyra um flygilskaupin því það hefði verið verulega í þeirra anda og er algjörlega frábær lausn. Í gjöfinni liggur ævistarf tveggja einstaklinga sem voru miklir menningarunnendur og yndislegar manneskjur, en arfurinn er hvergi tæmdur og því gaman að fylgjast með áfram og sjá hvað verður gert við það sem eftir stendur, en þeir Einar og Knútur höfðu líka gælt við að það færi í stóla Hörpu." thordis @frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira