Norðurlandaráð hefur kosið Finnann Kimmo Sasi forseta ráðsins 2012. Finnar munu fara með formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári. Hann tekur við stöðunni af Dananum Bertel Haarder.
Sasi sem er menntaður lögfræðingur hefur setið sem þingmaður fyrir hinn íhaldssama Einingarflokk í Finnlandi frá árinu 1983.
Eftir kosninguna sagði Sasi meðal annars að á tímum efnahagserfiðleika verðum við að standa vörð um velferð okkar og velferðarkerfi, auka samstarfi og bæta það með því að læra hvert að öðru.

