ESB-viðræðunum kann að verða slitið þyki ástæða til 12. janúar 2011 06:00 Árni Þór Sigurðsson Ekki er fullvíst að viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði lokið með samningi sem borinn verður undir þjóðina. Áður en af því getur orðið kann sú staða að koma upp að Alþingi endurmeti aðildarumsóknina. Þetta er mat Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. „Það getur vel verið að þær aðstæður komi upp að það þurfi að ræða það í þinginu hvort við eigum að halda þessu ferli áfram. Að við þurfum á einhverjum tímapunkti að meta okkar hagsmuni upp á nýtt í ljósi þeirrar þróunar sem verður í viðræðunum. En sá tímapunktur er ekki kominn,“ segir Árni Þór. Fjallað var ítarlega um Evrópusambandsmálin á fundi þingflokks VG á mánudag. Embættis- og samningamenn á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar sátu fundinn og svöruðu spurningum þingmanna. Tilgangurinn var að þingmenn gætu áttað sig á stöðu og þróun viðræðnanna. Svokölluð rýnivinna stendur yfir en í henni felst að bera saman íslensk lög og löggjöf Evrópusambandsins, sjá hvar samhljómur er og hvað þyrfti að semja um í eiginlegum samningaviðræðum. Árni Þór segir ástæðulaust að leiða hugann að viðræðuslitum fyrr en samningaviðræðurnar eru hafnar. Þá fyrst liggi fyrir hvort hagsmunum Íslands sé þannig fyrir komið að meta beri málið upp á nýtt. Það kunni að verða gert á vettvangi Alþingis. Fundurinn á mánudag var liður í að sætta ágreining innan þingflokksins. Það á að gera með málefnalegri umræðu um helstu álitamál. Árni Þór segir að á fundinum hafi fólk færst nær í þeim ásetningi sínum að vinna saman. Góður tónn hafi verið í fólki og skoðanaskipti málefnaleg. - bþs Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ekki er fullvíst að viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði lokið með samningi sem borinn verður undir þjóðina. Áður en af því getur orðið kann sú staða að koma upp að Alþingi endurmeti aðildarumsóknina. Þetta er mat Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. „Það getur vel verið að þær aðstæður komi upp að það þurfi að ræða það í þinginu hvort við eigum að halda þessu ferli áfram. Að við þurfum á einhverjum tímapunkti að meta okkar hagsmuni upp á nýtt í ljósi þeirrar þróunar sem verður í viðræðunum. En sá tímapunktur er ekki kominn,“ segir Árni Þór. Fjallað var ítarlega um Evrópusambandsmálin á fundi þingflokks VG á mánudag. Embættis- og samningamenn á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar sátu fundinn og svöruðu spurningum þingmanna. Tilgangurinn var að þingmenn gætu áttað sig á stöðu og þróun viðræðnanna. Svokölluð rýnivinna stendur yfir en í henni felst að bera saman íslensk lög og löggjöf Evrópusambandsins, sjá hvar samhljómur er og hvað þyrfti að semja um í eiginlegum samningaviðræðum. Árni Þór segir ástæðulaust að leiða hugann að viðræðuslitum fyrr en samningaviðræðurnar eru hafnar. Þá fyrst liggi fyrir hvort hagsmunum Íslands sé þannig fyrir komið að meta beri málið upp á nýtt. Það kunni að verða gert á vettvangi Alþingis. Fundurinn á mánudag var liður í að sætta ágreining innan þingflokksins. Það á að gera með málefnalegri umræðu um helstu álitamál. Árni Þór segir að á fundinum hafi fólk færst nær í þeim ásetningi sínum að vinna saman. Góður tónn hafi verið í fólki og skoðanaskipti málefnaleg. - bþs
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira