Dagur: Verður auðveldara að mæta Kiel en Saarlouis Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 09:00 Dagur hefur náð ótrúlegum árangri með lið Füchse Berlin.nordicphotos/bongarts Stórslagur helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni verður viðureign Füchse Berlin og Kiel. Þjálfarar liðanna eru báðir íslenskir – þeir Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason – en þar að auki eru landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson (Kiel) og Alexander Petersson (Füchse Berlin) mikilvægir leikmenn hjá liðunum. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu, en Kiel er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir níu leiki. Füchse Berlin er hiins vegar geysisterkt á heimavelli og hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína til þessa. Það er því ljóst að eitthvað verður að láta undan. Max Schmeling-höllin í Berlínarborg verður troðfull á morgun, en hún tekur 8.500 áhorfendur í sæti. Í dag eru þetta tvö stórveldi í þýskum handbolta en saga liðanna er gjörólík. Kiel hefur verið við toppinn í fjöldamörg ár og unnið marga titla, bæði heima fyrir og í Evrópu. Fyrir aðeins sex árum var meðalfjöldi áhorfenda á leikjum Füchse Berlin í C-deildinni um 350 manns. Síðan þá hefur uppgangur liðsins verið með ólíkindum og kom liðið öllum á óvart á síðasta tímabili er það hafnaði í þriðja sæti með jafn mörg stig og Kiel. Lærisveinar Dags hafa sýnt að þeir geta unnið hvaða lið sem er á heimavelli. Það gerðu þeir í september í fyrra er þeir unnu þriggja marka sigur á Kiel, 26-23. Átti það eftir að gefa tóninn fyrir frábært tímabil. Það er engum blöðum um það að fletta að Kiel er í dag sterkasta handknattleikslið Þýskalands. Liðið virðist ógnarsterkt og hefur varla stigið feilspor. Það er greinilegt að Alfreð Gíslason ætlar að endurheimta titilinn úr greipum Hamborgar, sem hafði mikla yfirburði í deildinni í fyrra. Ekkert lið hefur áður unnið fyrstu níu deildarleiki sína og árangurinn því met. En þrátt fyrir það virðist Dagur nálgast leikinn á sinn máta. Hann segir að það hafi verið erfiðara að mæta neðrideildarliðinu Saarlouis í þýsku bikarkeppninni á dögunum, sem Füchse Berlin vann örugglega, en stórliði Kiel í toppslag deildarinnar. „Það er ekkert nýtt við Kiel. Við höfum margoft spilað við liðið og þekkjum það inn og út. Það mun ekkert koma okkur á óvart í þessum leik,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla. „Við þekktum hins vegar ekkert til Saarlouis. En það er ljóst að Kiel er gríðarlega sterkt um þessar mundir.“ Leikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Stórslagur helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni verður viðureign Füchse Berlin og Kiel. Þjálfarar liðanna eru báðir íslenskir – þeir Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason – en þar að auki eru landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson (Kiel) og Alexander Petersson (Füchse Berlin) mikilvægir leikmenn hjá liðunum. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu, en Kiel er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir níu leiki. Füchse Berlin er hiins vegar geysisterkt á heimavelli og hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína til þessa. Það er því ljóst að eitthvað verður að láta undan. Max Schmeling-höllin í Berlínarborg verður troðfull á morgun, en hún tekur 8.500 áhorfendur í sæti. Í dag eru þetta tvö stórveldi í þýskum handbolta en saga liðanna er gjörólík. Kiel hefur verið við toppinn í fjöldamörg ár og unnið marga titla, bæði heima fyrir og í Evrópu. Fyrir aðeins sex árum var meðalfjöldi áhorfenda á leikjum Füchse Berlin í C-deildinni um 350 manns. Síðan þá hefur uppgangur liðsins verið með ólíkindum og kom liðið öllum á óvart á síðasta tímabili er það hafnaði í þriðja sæti með jafn mörg stig og Kiel. Lærisveinar Dags hafa sýnt að þeir geta unnið hvaða lið sem er á heimavelli. Það gerðu þeir í september í fyrra er þeir unnu þriggja marka sigur á Kiel, 26-23. Átti það eftir að gefa tóninn fyrir frábært tímabil. Það er engum blöðum um það að fletta að Kiel er í dag sterkasta handknattleikslið Þýskalands. Liðið virðist ógnarsterkt og hefur varla stigið feilspor. Það er greinilegt að Alfreð Gíslason ætlar að endurheimta titilinn úr greipum Hamborgar, sem hafði mikla yfirburði í deildinni í fyrra. Ekkert lið hefur áður unnið fyrstu níu deildarleiki sína og árangurinn því met. En þrátt fyrir það virðist Dagur nálgast leikinn á sinn máta. Hann segir að það hafi verið erfiðara að mæta neðrideildarliðinu Saarlouis í þýsku bikarkeppninni á dögunum, sem Füchse Berlin vann örugglega, en stórliði Kiel í toppslag deildarinnar. „Það er ekkert nýtt við Kiel. Við höfum margoft spilað við liðið og þekkjum það inn og út. Það mun ekkert koma okkur á óvart í þessum leik,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla. „Við þekktum hins vegar ekkert til Saarlouis. En það er ljóst að Kiel er gríðarlega sterkt um þessar mundir.“ Leikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira