Umræðu um rafbíla vantar jarðtengingu 13. janúar 2011 05:30 Rafbíll í hleðslu. Formaður Bílgreinasambandsins sér fyrir sér að eftir tvo áratugi verði verulegt hlutfall bíla hér á landi rafbílar, en einnig verði til bílar sem gangi á bensíni, dísilolíu, bíódísil, metangasi og þar fram eftir götunum. „Það verður vandi eldsneytisstöðvanna að þjónusta bílana,“ segir Sverrir Viðar Hauksson. Nordic Photos/Getty Images Rafbílavæðing Íslands tekur áratugi, segir Sverrir Viðar Hauksson, formaður Bílgreinasambandsins. Hann segir umræðu um framtíðartækni í samgöngum óraunhæfa á stundum. „Menn verða að halda jarðsambandi í umræðunni um rafmagnsbílana. Þessi þróun á eftir að eiga sér stað, en hún verður ekki mæld í vikum eða mánuðum,“ segir Sverrir Viðar. Hann telur að orkugjöfum verði skipt út og nýir komi inn í takt við eðlilega endurnýjun bílaflota landsmanna. „Ef eðlileg endurnýjun bílaflotans hér er um tíuþúsund bílar, miðað við 200 þúsund bíla flota, þá tekur þetta tuttugu ár.“ Þá segir Sverrir ljóst að enn séu óleyst vandamál sem leysa þurfi áður en stór skref verði stigin í rafbílavæðingu. „Það er ekki búið að finna upp rafgeyminn sem mun leysa orkuhluta rafbílanna.“ Sömuleiðis segir hann framleiðendur eiga eftir koma sér saman um staðla fyrir hleðslutengla bílanna. Eins segir Sverrir að huga þurfi að fleiri hlutum eftir því sem rafbílum fjölgar. Þannig hafi bílaumboðið Hekla, þar sem hann starfar, haldið sérstakt námsskeið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þegar innflutningur var hafinn á Mitsubishi Miev-rafbílum. Í rafbílum séu leiðslur sem varasamt kunni að vera að klippa í sundur lendi þeir í óhappi. Sverrir Viðar Hauksson Þá segir Sverrir Viðar að koma verði í ljós hvort af því geti orðið að hér verði sett upp samsetningarverksmiðja fyrir rafmagnsjeppa, líkt og rætt var um í viljayfirlýsingu Northern Lights Energy og AMP Electric Vehicles. „Ísland er bara svo lítið að það ber varla slíka verksmiðju,“ segir hann, hvað sem svo síðar kunni að verða komi til umskipunarhafnar og Kínasiglinga yfir Norðurpólinn. „Menn þurfa að sjá þetta í raunhæfu samhengi og það er voða lítið raunhæft í þessum yfirlýsingum sem gefnar hafa verið.“ „Allar þessar hástemmdu yfirlýsingar um rafbílana skapa óraunhæfar væntingar,“ segir Sverrir Viðar, en telur um leið ljóst að rafbílar eigi eftir að verða stór hluti af markaðnum, það taki bara lengri tíma en sumir hafi viljað vera láta. Hann segir því ótímabært að hlaupa til og koma upp dreifikerfi sem síðan verði komið til ára sinna þegar loksins verða nógu margir bílar í landinu til að nýta það. olikr@frettabladid.is Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Rafbílavæðing Íslands tekur áratugi, segir Sverrir Viðar Hauksson, formaður Bílgreinasambandsins. Hann segir umræðu um framtíðartækni í samgöngum óraunhæfa á stundum. „Menn verða að halda jarðsambandi í umræðunni um rafmagnsbílana. Þessi þróun á eftir að eiga sér stað, en hún verður ekki mæld í vikum eða mánuðum,“ segir Sverrir Viðar. Hann telur að orkugjöfum verði skipt út og nýir komi inn í takt við eðlilega endurnýjun bílaflota landsmanna. „Ef eðlileg endurnýjun bílaflotans hér er um tíuþúsund bílar, miðað við 200 þúsund bíla flota, þá tekur þetta tuttugu ár.“ Þá segir Sverrir ljóst að enn séu óleyst vandamál sem leysa þurfi áður en stór skref verði stigin í rafbílavæðingu. „Það er ekki búið að finna upp rafgeyminn sem mun leysa orkuhluta rafbílanna.“ Sömuleiðis segir hann framleiðendur eiga eftir koma sér saman um staðla fyrir hleðslutengla bílanna. Eins segir Sverrir að huga þurfi að fleiri hlutum eftir því sem rafbílum fjölgar. Þannig hafi bílaumboðið Hekla, þar sem hann starfar, haldið sérstakt námsskeið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þegar innflutningur var hafinn á Mitsubishi Miev-rafbílum. Í rafbílum séu leiðslur sem varasamt kunni að vera að klippa í sundur lendi þeir í óhappi. Sverrir Viðar Hauksson Þá segir Sverrir Viðar að koma verði í ljós hvort af því geti orðið að hér verði sett upp samsetningarverksmiðja fyrir rafmagnsjeppa, líkt og rætt var um í viljayfirlýsingu Northern Lights Energy og AMP Electric Vehicles. „Ísland er bara svo lítið að það ber varla slíka verksmiðju,“ segir hann, hvað sem svo síðar kunni að verða komi til umskipunarhafnar og Kínasiglinga yfir Norðurpólinn. „Menn þurfa að sjá þetta í raunhæfu samhengi og það er voða lítið raunhæft í þessum yfirlýsingum sem gefnar hafa verið.“ „Allar þessar hástemmdu yfirlýsingar um rafbílana skapa óraunhæfar væntingar,“ segir Sverrir Viðar, en telur um leið ljóst að rafbílar eigi eftir að verða stór hluti af markaðnum, það taki bara lengri tíma en sumir hafi viljað vera láta. Hann segir því ótímabært að hlaupa til og koma upp dreifikerfi sem síðan verði komið til ára sinna þegar loksins verða nógu margir bílar í landinu til að nýta það. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira