Fréttaskýring: Hringlandi í meðferð milliríkjasamskipta Stígur Helgason skrifar 1. febrúar 2011 21:00 Davíð Odsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Hvaða reglur og venjur gilda um samskipti íslenskra embættismanna við erlenda kollega sína? Allur gangur er á því hvernig staðið er að því í íslenskri stjórnsýslu að skrásetja eða varðveita samskipti embættismanna við erlenda kollega. Um það eru ekki til neinar samræmdar reglur. Fram hefur komið, meðal annars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að til sé upptaka af samtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Mervyns King, bankastjóra Englandsbanka. Davíð hefur sagt að þar segi King að ekki verði gengið eftir Icesave-skuldinni hjá Íslendingum. Ekki er einhugur um þá túlkun meðal þeirra sem heyrt hafa upptökuna. Þetta hefur gefið fulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd tilefni til að krefjast þess að upptakan verði gerð opinber. Steingrímur J. Sigfússon Samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd er óheimilt að hljóðrita samtal nema að fengnu leyfi hins þátttakandans. Davíð hljóðritaði samtalið hins vegar án vitundar Mervyns King. Þetta vekur spurningar um það hvernig er almennt farið með samskipti háttsettra embættismanna milli landa. Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá síðasta ári hefur að geyma upplýsingar um vinnulag í kringum millilandasamskipti af þessum toga. Fréttamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir afritum af símtölum nokkurra ráðherra við breska og hollenska starfsbræður þeirra um Icesave-málið en var synjað um þau þar sem afhending þeirra hefði raskað mikilvægu trausti í samskiptum milli ríkja. Fram kemur í úrskurðinum að samtöl Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við Gordon Brown og Jan Peter Balkenende hafi ekki verið hljóðrituð. Einu gögnin sem til séu um samtölin séu svokallaðar frásagnir af meginatriðum sem starfsmaður stjórnarráðsins hafi skrifað upp eftir minni að samtölunum loknum. Þetta er í samræmi við almennt verklag í ráðuneytinu. Ólíkar aðferðir Steingrímur, Davíð, Össur og Jóhanna fóru síður en svo eins að þegar þau áttu samskipti við erlenda starfsbræður sína. Fram kemur að upptaka sé til af samtali Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við Alistair Darling, en ekki af samtali við hinn hollenska Wouter Bos. Að síðustu kemur fram að samtal Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við David Miliband hafi verið um GSM-síma Össurar. „Það var því ekki tekið upp, afritað með öðrum hætti, skrifað upp eða minnispunktar gerðir varðandi efni símtalsins.“ jóhanna Sigurðardóttir Við þetta má bæta að fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að Árni Mathiesen hafi í miðju bankahruni fyrir mistök eytt samtali Geirs H. Haarde við Gordon Brown út af upptökutæki þegar hann fékk það lánað. Vandræðin í kringum þetta vinnulag eru gagnrýnd í skýrslunni. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að í stjórnarráðinu séu menn nú að fara yfir alla gagnrýni á stjórnsýsluna sem finna megi í skýrslunni. „Við erum búin að kortleggja það algjörlega og gera lista yfir allt það sem til okkar friðar heyrir í því. Þetta er meðal fjölmargra atriða sem við erum að skoða.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Hvaða reglur og venjur gilda um samskipti íslenskra embættismanna við erlenda kollega sína? Allur gangur er á því hvernig staðið er að því í íslenskri stjórnsýslu að skrásetja eða varðveita samskipti embættismanna við erlenda kollega. Um það eru ekki til neinar samræmdar reglur. Fram hefur komið, meðal annars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að til sé upptaka af samtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Mervyns King, bankastjóra Englandsbanka. Davíð hefur sagt að þar segi King að ekki verði gengið eftir Icesave-skuldinni hjá Íslendingum. Ekki er einhugur um þá túlkun meðal þeirra sem heyrt hafa upptökuna. Þetta hefur gefið fulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd tilefni til að krefjast þess að upptakan verði gerð opinber. Steingrímur J. Sigfússon Samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd er óheimilt að hljóðrita samtal nema að fengnu leyfi hins þátttakandans. Davíð hljóðritaði samtalið hins vegar án vitundar Mervyns King. Þetta vekur spurningar um það hvernig er almennt farið með samskipti háttsettra embættismanna milli landa. Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá síðasta ári hefur að geyma upplýsingar um vinnulag í kringum millilandasamskipti af þessum toga. Fréttamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir afritum af símtölum nokkurra ráðherra við breska og hollenska starfsbræður þeirra um Icesave-málið en var synjað um þau þar sem afhending þeirra hefði raskað mikilvægu trausti í samskiptum milli ríkja. Fram kemur í úrskurðinum að samtöl Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við Gordon Brown og Jan Peter Balkenende hafi ekki verið hljóðrituð. Einu gögnin sem til séu um samtölin séu svokallaðar frásagnir af meginatriðum sem starfsmaður stjórnarráðsins hafi skrifað upp eftir minni að samtölunum loknum. Þetta er í samræmi við almennt verklag í ráðuneytinu. Ólíkar aðferðir Steingrímur, Davíð, Össur og Jóhanna fóru síður en svo eins að þegar þau áttu samskipti við erlenda starfsbræður sína. Fram kemur að upptaka sé til af samtali Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við Alistair Darling, en ekki af samtali við hinn hollenska Wouter Bos. Að síðustu kemur fram að samtal Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við David Miliband hafi verið um GSM-síma Össurar. „Það var því ekki tekið upp, afritað með öðrum hætti, skrifað upp eða minnispunktar gerðir varðandi efni símtalsins.“ jóhanna Sigurðardóttir Við þetta má bæta að fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að Árni Mathiesen hafi í miðju bankahruni fyrir mistök eytt samtali Geirs H. Haarde við Gordon Brown út af upptökutæki þegar hann fékk það lánað. Vandræðin í kringum þetta vinnulag eru gagnrýnd í skýrslunni. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að í stjórnarráðinu séu menn nú að fara yfir alla gagnrýni á stjórnsýsluna sem finna megi í skýrslunni. „Við erum búin að kortleggja það algjörlega og gera lista yfir allt það sem til okkar friðar heyrir í því. Þetta er meðal fjölmargra atriða sem við erum að skoða.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira