Taktu þátt á Betri Reykjavík Gunnar Grímsson og Viðar Bjarnason skrifar 7. desember 2011 11:00 Fyrir rúmum mánuði opnaði lýðræðisvefurinn Betri Reykjavík í nýrri útgáfu og hefur náð töluverðum vinsældum. Þessi vefsíða býður fólki upp á að koma sínum málum á framfæri til Reykjavíkurborgar með nýstárlegum hætti. Í lok hvers mánaðar eru þær hugmyndir sem fá mestan stuðning á Betri Reykjavík sendar til fagráða Reykjavíkurborgar til meðferðar. Þetta er ný leið til að koma málum til borgarinnar en að sjálfsögðu geta einstaklingar og hópar áfram sent inn mál til fagráða borgarinnar án þess að taka þátt í Betri Reykjavík. Á vefnum getur fólk sett inn hugmyndir, tekið þátt í rökræðum og umræðum og lýst yfir stuðningi eða andstöðu við hugmyndir sem það sjálft eða aðrir setja inn. Kerfið stuðlar að málefnalegri umræðu sem skilgreinir sig sjálf í kringum ákveðin mál og málaflokka. Slóðin á vefinn er betrireykjavik.is. Betri Reykjavík er rekin af Sjálfseignarstofnuninni Íbúar, hennar markmið er að vinna að betra lýðræði. Stofnunin er ekki rekin í hagnaðarskyni. Íbúar unnu á dögunum Alþjóðlegu raflýðræðisverðlaunin 2011 (The World eDemocracy Award), bæði fyrir vel hannað lýðræðiskerfi og fyrir mikla þátttöku á Betri Reykjavík í kringum kosningarnar 2010. Grunnþættir lýðræðis eru þátttaka, samræða, ákvörðun og framkvæmd. Í þessari röð. Stærsta vandamálið sem sækir að lýðræði á Vesturlöndum í dag er skortur á þátttöku. Við erum að bæta lýðræðið með því að auka þátttökuna og með því bæta rökræðuna. Betri Reykjavík og Íbúar SES leggja sérstaka áherslu á persónuvernd þegar kemur að skoðunum fólks. Okkur finnst það vera sjálfsögð mannréttindi að geta tekið þátt í stjórnmálaumræðum án þess að koma fram undir réttu nafni og mjög auðvelt er að nota Betri Reykjavík undir dulnefni. Einnig skuldbinda Íbúar sig til að láta aldrei persónuupplýsingar í hendur þriðja aðila og til að fara að lögum um persónuvernd. Á Facebook og vefjum sem nota þeirra athugasemdakerfi fer fram mikil pólitísk umræða, bæði í frjálsum texta, stuðningi við hópa og málefni og einnig í skoðanakönnunum. Fyrir stuttu byrjaði Facebook að loka á aðgang fólks sem það telur vera undir dulnefni eða með rangan aldur skráðan. Upplýsingar um notendur eru nefnilega stærsta eign Facebook og því nákvæmari, því verðmætari. Við bjóðum samfélagsmiðil með alvöru rökræðum um forgangsraðaðar hugmyndir sem gefur möguleika á að hafa áhrif á stjórnun borgarinnar. Það skiptir miklu máli á svona vef að notandinn hafi raunverulega möguleika á að hafa áhrif, ef slíkt er ekki fyrir hendi þá taka fáir þátt. Uppbyggingin á Betri Reykjavík hvetur til þátttöku og raðar einnig hugmyndum og rökum í gæðaröð. Betri Reykjavík hefur þegar bætt lýðræði í borginni en forsenda þess að sú þróun haldi áfram er þátttaka almennings á vefnum. Lýðræði án þátttöku er ekkert lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði opnaði lýðræðisvefurinn Betri Reykjavík í nýrri útgáfu og hefur náð töluverðum vinsældum. Þessi vefsíða býður fólki upp á að koma sínum málum á framfæri til Reykjavíkurborgar með nýstárlegum hætti. Í lok hvers mánaðar eru þær hugmyndir sem fá mestan stuðning á Betri Reykjavík sendar til fagráða Reykjavíkurborgar til meðferðar. Þetta er ný leið til að koma málum til borgarinnar en að sjálfsögðu geta einstaklingar og hópar áfram sent inn mál til fagráða borgarinnar án þess að taka þátt í Betri Reykjavík. Á vefnum getur fólk sett inn hugmyndir, tekið þátt í rökræðum og umræðum og lýst yfir stuðningi eða andstöðu við hugmyndir sem það sjálft eða aðrir setja inn. Kerfið stuðlar að málefnalegri umræðu sem skilgreinir sig sjálf í kringum ákveðin mál og málaflokka. Slóðin á vefinn er betrireykjavik.is. Betri Reykjavík er rekin af Sjálfseignarstofnuninni Íbúar, hennar markmið er að vinna að betra lýðræði. Stofnunin er ekki rekin í hagnaðarskyni. Íbúar unnu á dögunum Alþjóðlegu raflýðræðisverðlaunin 2011 (The World eDemocracy Award), bæði fyrir vel hannað lýðræðiskerfi og fyrir mikla þátttöku á Betri Reykjavík í kringum kosningarnar 2010. Grunnþættir lýðræðis eru þátttaka, samræða, ákvörðun og framkvæmd. Í þessari röð. Stærsta vandamálið sem sækir að lýðræði á Vesturlöndum í dag er skortur á þátttöku. Við erum að bæta lýðræðið með því að auka þátttökuna og með því bæta rökræðuna. Betri Reykjavík og Íbúar SES leggja sérstaka áherslu á persónuvernd þegar kemur að skoðunum fólks. Okkur finnst það vera sjálfsögð mannréttindi að geta tekið þátt í stjórnmálaumræðum án þess að koma fram undir réttu nafni og mjög auðvelt er að nota Betri Reykjavík undir dulnefni. Einnig skuldbinda Íbúar sig til að láta aldrei persónuupplýsingar í hendur þriðja aðila og til að fara að lögum um persónuvernd. Á Facebook og vefjum sem nota þeirra athugasemdakerfi fer fram mikil pólitísk umræða, bæði í frjálsum texta, stuðningi við hópa og málefni og einnig í skoðanakönnunum. Fyrir stuttu byrjaði Facebook að loka á aðgang fólks sem það telur vera undir dulnefni eða með rangan aldur skráðan. Upplýsingar um notendur eru nefnilega stærsta eign Facebook og því nákvæmari, því verðmætari. Við bjóðum samfélagsmiðil með alvöru rökræðum um forgangsraðaðar hugmyndir sem gefur möguleika á að hafa áhrif á stjórnun borgarinnar. Það skiptir miklu máli á svona vef að notandinn hafi raunverulega möguleika á að hafa áhrif, ef slíkt er ekki fyrir hendi þá taka fáir þátt. Uppbyggingin á Betri Reykjavík hvetur til þátttöku og raðar einnig hugmyndum og rökum í gæðaröð. Betri Reykjavík hefur þegar bætt lýðræði í borginni en forsenda þess að sú þróun haldi áfram er þátttaka almennings á vefnum. Lýðræði án þátttöku er ekkert lýðræði.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun