Bannað að sletta í barnatíma 11. janúar 2011 20:02 Ríkissjónvarpið hefur ákveðið að hætta að sýna barnaefni þar sem enskum orðum og setningum er skotið inn í íslenskt tal, í kennsluskyni. Engin umræða hefur farið fram í fræðasamfélaginu um gildi svona tungumálakennslu hér á landi. Sú hugmyndafræði að skjóta inn í íslenska talmálið enskum orðum og setningum á rót sína að rekja til Bandaríkjanna. Þar eru þessir þættir notaðir til að hjálpa spænskumælandi börnum með enskuna. En enska er opinbert mál þar í landi og málhafar enn sem komið er fleiri en þeir spænskumælandi. Samkvæmt upplýsingum héðan hafa þættirnir um Dóru og Diego verið sýndir um nokkurt skeið og notið mikilla vinsælda. Hermt er að þetta sé búið til af uppeldis- og sálfræðingum og því megi treysta því að efnið þjóni sínum tilgangi. Þættirnir séu líka útbreiddir; en ef marka má Wikipediu eru þættirnir sýndir í yfir tuttugu löndum utan Bandaríkjanna, með þessu sniði. Þar á meðal í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Í Ríkissjónvarpinu eru sýndir þættirnir um Manna meistara, en hann ræðir við verkfæri sín; og þar dettur inn orð og orð á ensku. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, sagði við fréttamann í dag, að þegar málið hefði komið til umræðu þar á bæ, hefðu menn verið sammála um að þetta efni væri á skjön við íslenskt málsamfélag. Lokið yrði við að senda út þá þætti af Manna meistara sem þegar væru í sýningu, en svo yrði þetta ekki gert meir. Í umræðum við eina bloggfærslu sem fréttastofa fann um málið, er fullyrt að í Dóru þáttunum sé unnið með erlendu orðin og þau útskýrð, en í Mannaþáttunum sé slett án samhengis. Fréttastofa leitaði álits á þessum þáttum, og þeirri hugmyndafræði sem þarna liggur að baki, hjá háskólafólki, kennurum, samtökum móðurmálskennara þar á meðal. Ekki var á þessu fólki að heyra að þetta hefði nokkurn tímann verið rætt. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Ríkissjónvarpið hefur ákveðið að hætta að sýna barnaefni þar sem enskum orðum og setningum er skotið inn í íslenskt tal, í kennsluskyni. Engin umræða hefur farið fram í fræðasamfélaginu um gildi svona tungumálakennslu hér á landi. Sú hugmyndafræði að skjóta inn í íslenska talmálið enskum orðum og setningum á rót sína að rekja til Bandaríkjanna. Þar eru þessir þættir notaðir til að hjálpa spænskumælandi börnum með enskuna. En enska er opinbert mál þar í landi og málhafar enn sem komið er fleiri en þeir spænskumælandi. Samkvæmt upplýsingum héðan hafa þættirnir um Dóru og Diego verið sýndir um nokkurt skeið og notið mikilla vinsælda. Hermt er að þetta sé búið til af uppeldis- og sálfræðingum og því megi treysta því að efnið þjóni sínum tilgangi. Þættirnir séu líka útbreiddir; en ef marka má Wikipediu eru þættirnir sýndir í yfir tuttugu löndum utan Bandaríkjanna, með þessu sniði. Þar á meðal í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Í Ríkissjónvarpinu eru sýndir þættirnir um Manna meistara, en hann ræðir við verkfæri sín; og þar dettur inn orð og orð á ensku. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, sagði við fréttamann í dag, að þegar málið hefði komið til umræðu þar á bæ, hefðu menn verið sammála um að þetta efni væri á skjön við íslenskt málsamfélag. Lokið yrði við að senda út þá þætti af Manna meistara sem þegar væru í sýningu, en svo yrði þetta ekki gert meir. Í umræðum við eina bloggfærslu sem fréttastofa fann um málið, er fullyrt að í Dóru þáttunum sé unnið með erlendu orðin og þau útskýrð, en í Mannaþáttunum sé slett án samhengis. Fréttastofa leitaði álits á þessum þáttum, og þeirri hugmyndafræði sem þarna liggur að baki, hjá háskólafólki, kennurum, samtökum móðurmálskennara þar á meðal. Ekki var á þessu fólki að heyra að þetta hefði nokkurn tímann verið rætt.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira