Bannað að sletta í barnatíma 11. janúar 2011 20:02 Ríkissjónvarpið hefur ákveðið að hætta að sýna barnaefni þar sem enskum orðum og setningum er skotið inn í íslenskt tal, í kennsluskyni. Engin umræða hefur farið fram í fræðasamfélaginu um gildi svona tungumálakennslu hér á landi. Sú hugmyndafræði að skjóta inn í íslenska talmálið enskum orðum og setningum á rót sína að rekja til Bandaríkjanna. Þar eru þessir þættir notaðir til að hjálpa spænskumælandi börnum með enskuna. En enska er opinbert mál þar í landi og málhafar enn sem komið er fleiri en þeir spænskumælandi. Samkvæmt upplýsingum héðan hafa þættirnir um Dóru og Diego verið sýndir um nokkurt skeið og notið mikilla vinsælda. Hermt er að þetta sé búið til af uppeldis- og sálfræðingum og því megi treysta því að efnið þjóni sínum tilgangi. Þættirnir séu líka útbreiddir; en ef marka má Wikipediu eru þættirnir sýndir í yfir tuttugu löndum utan Bandaríkjanna, með þessu sniði. Þar á meðal í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Í Ríkissjónvarpinu eru sýndir þættirnir um Manna meistara, en hann ræðir við verkfæri sín; og þar dettur inn orð og orð á ensku. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, sagði við fréttamann í dag, að þegar málið hefði komið til umræðu þar á bæ, hefðu menn verið sammála um að þetta efni væri á skjön við íslenskt málsamfélag. Lokið yrði við að senda út þá þætti af Manna meistara sem þegar væru í sýningu, en svo yrði þetta ekki gert meir. Í umræðum við eina bloggfærslu sem fréttastofa fann um málið, er fullyrt að í Dóru þáttunum sé unnið með erlendu orðin og þau útskýrð, en í Mannaþáttunum sé slett án samhengis. Fréttastofa leitaði álits á þessum þáttum, og þeirri hugmyndafræði sem þarna liggur að baki, hjá háskólafólki, kennurum, samtökum móðurmálskennara þar á meðal. Ekki var á þessu fólki að heyra að þetta hefði nokkurn tímann verið rætt. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Ríkissjónvarpið hefur ákveðið að hætta að sýna barnaefni þar sem enskum orðum og setningum er skotið inn í íslenskt tal, í kennsluskyni. Engin umræða hefur farið fram í fræðasamfélaginu um gildi svona tungumálakennslu hér á landi. Sú hugmyndafræði að skjóta inn í íslenska talmálið enskum orðum og setningum á rót sína að rekja til Bandaríkjanna. Þar eru þessir þættir notaðir til að hjálpa spænskumælandi börnum með enskuna. En enska er opinbert mál þar í landi og málhafar enn sem komið er fleiri en þeir spænskumælandi. Samkvæmt upplýsingum héðan hafa þættirnir um Dóru og Diego verið sýndir um nokkurt skeið og notið mikilla vinsælda. Hermt er að þetta sé búið til af uppeldis- og sálfræðingum og því megi treysta því að efnið þjóni sínum tilgangi. Þættirnir séu líka útbreiddir; en ef marka má Wikipediu eru þættirnir sýndir í yfir tuttugu löndum utan Bandaríkjanna, með þessu sniði. Þar á meðal í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Í Ríkissjónvarpinu eru sýndir þættirnir um Manna meistara, en hann ræðir við verkfæri sín; og þar dettur inn orð og orð á ensku. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, sagði við fréttamann í dag, að þegar málið hefði komið til umræðu þar á bæ, hefðu menn verið sammála um að þetta efni væri á skjön við íslenskt málsamfélag. Lokið yrði við að senda út þá þætti af Manna meistara sem þegar væru í sýningu, en svo yrði þetta ekki gert meir. Í umræðum við eina bloggfærslu sem fréttastofa fann um málið, er fullyrt að í Dóru þáttunum sé unnið með erlendu orðin og þau útskýrð, en í Mannaþáttunum sé slett án samhengis. Fréttastofa leitaði álits á þessum þáttum, og þeirri hugmyndafræði sem þarna liggur að baki, hjá háskólafólki, kennurum, samtökum móðurmálskennara þar á meðal. Ekki var á þessu fólki að heyra að þetta hefði nokkurn tímann verið rætt.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira