Blindur piltur kærir vegna ferðaþjónustu: Glatað dæmi 11. janúar 2011 06:00 Oddur Stefánsson sættir sig ekki við að fá ekki niðurgreidda leigubíla líkt og blindir íbúar á höfuðborgarsvæðinu annars staðar en í Kópavogi.Fréttablaðið/Valli „Félagsþjónustan í Kópavogi er glatað dæmi," segir Oddur Stefánsson, sautján ára blindur piltur í Kópavogi sem þarf aðstoð við að komast lengri vegalengdir milli staða og telur sig ekki njóta lögbundinnar ferðaþjónustu. Oddur býr í Laufbrekku í Kópavogi, starfar á Blindravinnustofunni í Hamrahlíð í Reykjavík og leggur stund á nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Kópavogsbær neitar að niðurgreiða leigubíla fyrir Odd á sama hátt og flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gera fyrir þá sem eru blindir. Í kæru lögmanns Odds til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála segir að af 470 lögblindum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu fái aðeins 59 einstaklingar ekki niðurgreidda leigubíla. Af þeim búi 51 í Kópavogi. Blindum í Kópavogi sé í staðinn boðið upp á að samnýta akstursþjónustu með hreyfihömluðum og öðrum. Þjónustan sem Oddi sé boðin taki mið af fötlun annars hóps einstaklinga sem hann tilheyri ekki. Þessa þjónustu þarf að panta með eins dags fyrirvara hjá fyrirtækinu Smartbílum og geta verið fleiri en einn saman í ferðum. Leigubílana er hins vegar hægt að panta samdægurs. Lögmaðurinn segir Kópavogsbæ fortakslaust bera að veita Oddi ferðaþjónustu sem geri honum kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Oddur segir það bagalegt að ferðir séu samnýttar. „Það þýðir fyrir mig að ég kem of seint í vinnuna og fæ lítið sem ekki neitt útborgað," segir hann. Guðrún Pálsdóttir Oddur kveðst nú lítið sem ekkert nýta aksturinn frá félagsþjónustu Kópavogs. Það geri hann helst ef hann sé að fara að heimsækja félaga sína. Í staðinn noti hann bíla frá Hreyfli-Bæjarleiðum þar sem hann fái um fimmtungs afslátt í gegnum Blindrafélagið. Það er þó margfalt dýrara en væri ef Oddur fengi niðurgreiddar leigubílaferðir frá sveitarfélaginu. „Ég ætla að vona að Kópavogsbær láti undan fyrst það er búið að kæra," segir hann. Ekki náðist í Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra í gær. Í bréfi Guðrúnar til lögmanns Odds í nóvember sagði að aðeins fjórir einstaklingar í Kópavogi, þar af tveir blindir, fengju þá leigubílaþjónustu sem Oddur vildi. „Um er að ræða undantekningartilvik," undirstrikaði bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is Tengdar fréttir Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ Lögmaður Blindrafélagsins hefur sent Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hjá Velferðarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu. Blindrafélagið segir að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar eftir að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Það hafi ritari nefndarinnar staðfest. 10. janúar 2011 16:33 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
„Félagsþjónustan í Kópavogi er glatað dæmi," segir Oddur Stefánsson, sautján ára blindur piltur í Kópavogi sem þarf aðstoð við að komast lengri vegalengdir milli staða og telur sig ekki njóta lögbundinnar ferðaþjónustu. Oddur býr í Laufbrekku í Kópavogi, starfar á Blindravinnustofunni í Hamrahlíð í Reykjavík og leggur stund á nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Kópavogsbær neitar að niðurgreiða leigubíla fyrir Odd á sama hátt og flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gera fyrir þá sem eru blindir. Í kæru lögmanns Odds til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála segir að af 470 lögblindum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu fái aðeins 59 einstaklingar ekki niðurgreidda leigubíla. Af þeim búi 51 í Kópavogi. Blindum í Kópavogi sé í staðinn boðið upp á að samnýta akstursþjónustu með hreyfihömluðum og öðrum. Þjónustan sem Oddi sé boðin taki mið af fötlun annars hóps einstaklinga sem hann tilheyri ekki. Þessa þjónustu þarf að panta með eins dags fyrirvara hjá fyrirtækinu Smartbílum og geta verið fleiri en einn saman í ferðum. Leigubílana er hins vegar hægt að panta samdægurs. Lögmaðurinn segir Kópavogsbæ fortakslaust bera að veita Oddi ferðaþjónustu sem geri honum kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Oddur segir það bagalegt að ferðir séu samnýttar. „Það þýðir fyrir mig að ég kem of seint í vinnuna og fæ lítið sem ekki neitt útborgað," segir hann. Guðrún Pálsdóttir Oddur kveðst nú lítið sem ekkert nýta aksturinn frá félagsþjónustu Kópavogs. Það geri hann helst ef hann sé að fara að heimsækja félaga sína. Í staðinn noti hann bíla frá Hreyfli-Bæjarleiðum þar sem hann fái um fimmtungs afslátt í gegnum Blindrafélagið. Það er þó margfalt dýrara en væri ef Oddur fengi niðurgreiddar leigubílaferðir frá sveitarfélaginu. „Ég ætla að vona að Kópavogsbær láti undan fyrst það er búið að kæra," segir hann. Ekki náðist í Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra í gær. Í bréfi Guðrúnar til lögmanns Odds í nóvember sagði að aðeins fjórir einstaklingar í Kópavogi, þar af tveir blindir, fengju þá leigubílaþjónustu sem Oddur vildi. „Um er að ræða undantekningartilvik," undirstrikaði bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ Lögmaður Blindrafélagsins hefur sent Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hjá Velferðarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu. Blindrafélagið segir að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar eftir að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Það hafi ritari nefndarinnar staðfest. 10. janúar 2011 16:33 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ Lögmaður Blindrafélagsins hefur sent Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hjá Velferðarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu. Blindrafélagið segir að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar eftir að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Það hafi ritari nefndarinnar staðfest. 10. janúar 2011 16:33