Blindur piltur kærir vegna ferðaþjónustu: Glatað dæmi 11. janúar 2011 06:00 Oddur Stefánsson sættir sig ekki við að fá ekki niðurgreidda leigubíla líkt og blindir íbúar á höfuðborgarsvæðinu annars staðar en í Kópavogi.Fréttablaðið/Valli „Félagsþjónustan í Kópavogi er glatað dæmi," segir Oddur Stefánsson, sautján ára blindur piltur í Kópavogi sem þarf aðstoð við að komast lengri vegalengdir milli staða og telur sig ekki njóta lögbundinnar ferðaþjónustu. Oddur býr í Laufbrekku í Kópavogi, starfar á Blindravinnustofunni í Hamrahlíð í Reykjavík og leggur stund á nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Kópavogsbær neitar að niðurgreiða leigubíla fyrir Odd á sama hátt og flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gera fyrir þá sem eru blindir. Í kæru lögmanns Odds til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála segir að af 470 lögblindum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu fái aðeins 59 einstaklingar ekki niðurgreidda leigubíla. Af þeim búi 51 í Kópavogi. Blindum í Kópavogi sé í staðinn boðið upp á að samnýta akstursþjónustu með hreyfihömluðum og öðrum. Þjónustan sem Oddi sé boðin taki mið af fötlun annars hóps einstaklinga sem hann tilheyri ekki. Þessa þjónustu þarf að panta með eins dags fyrirvara hjá fyrirtækinu Smartbílum og geta verið fleiri en einn saman í ferðum. Leigubílana er hins vegar hægt að panta samdægurs. Lögmaðurinn segir Kópavogsbæ fortakslaust bera að veita Oddi ferðaþjónustu sem geri honum kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Oddur segir það bagalegt að ferðir séu samnýttar. „Það þýðir fyrir mig að ég kem of seint í vinnuna og fæ lítið sem ekki neitt útborgað," segir hann. Guðrún Pálsdóttir Oddur kveðst nú lítið sem ekkert nýta aksturinn frá félagsþjónustu Kópavogs. Það geri hann helst ef hann sé að fara að heimsækja félaga sína. Í staðinn noti hann bíla frá Hreyfli-Bæjarleiðum þar sem hann fái um fimmtungs afslátt í gegnum Blindrafélagið. Það er þó margfalt dýrara en væri ef Oddur fengi niðurgreiddar leigubílaferðir frá sveitarfélaginu. „Ég ætla að vona að Kópavogsbær láti undan fyrst það er búið að kæra," segir hann. Ekki náðist í Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra í gær. Í bréfi Guðrúnar til lögmanns Odds í nóvember sagði að aðeins fjórir einstaklingar í Kópavogi, þar af tveir blindir, fengju þá leigubílaþjónustu sem Oddur vildi. „Um er að ræða undantekningartilvik," undirstrikaði bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is Tengdar fréttir Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ Lögmaður Blindrafélagsins hefur sent Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hjá Velferðarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu. Blindrafélagið segir að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar eftir að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Það hafi ritari nefndarinnar staðfest. 10. janúar 2011 16:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Sjá meira
„Félagsþjónustan í Kópavogi er glatað dæmi," segir Oddur Stefánsson, sautján ára blindur piltur í Kópavogi sem þarf aðstoð við að komast lengri vegalengdir milli staða og telur sig ekki njóta lögbundinnar ferðaþjónustu. Oddur býr í Laufbrekku í Kópavogi, starfar á Blindravinnustofunni í Hamrahlíð í Reykjavík og leggur stund á nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Kópavogsbær neitar að niðurgreiða leigubíla fyrir Odd á sama hátt og flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gera fyrir þá sem eru blindir. Í kæru lögmanns Odds til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála segir að af 470 lögblindum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu fái aðeins 59 einstaklingar ekki niðurgreidda leigubíla. Af þeim búi 51 í Kópavogi. Blindum í Kópavogi sé í staðinn boðið upp á að samnýta akstursþjónustu með hreyfihömluðum og öðrum. Þjónustan sem Oddi sé boðin taki mið af fötlun annars hóps einstaklinga sem hann tilheyri ekki. Þessa þjónustu þarf að panta með eins dags fyrirvara hjá fyrirtækinu Smartbílum og geta verið fleiri en einn saman í ferðum. Leigubílana er hins vegar hægt að panta samdægurs. Lögmaðurinn segir Kópavogsbæ fortakslaust bera að veita Oddi ferðaþjónustu sem geri honum kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Oddur segir það bagalegt að ferðir séu samnýttar. „Það þýðir fyrir mig að ég kem of seint í vinnuna og fæ lítið sem ekki neitt útborgað," segir hann. Guðrún Pálsdóttir Oddur kveðst nú lítið sem ekkert nýta aksturinn frá félagsþjónustu Kópavogs. Það geri hann helst ef hann sé að fara að heimsækja félaga sína. Í staðinn noti hann bíla frá Hreyfli-Bæjarleiðum þar sem hann fái um fimmtungs afslátt í gegnum Blindrafélagið. Það er þó margfalt dýrara en væri ef Oddur fengi niðurgreiddar leigubílaferðir frá sveitarfélaginu. „Ég ætla að vona að Kópavogsbær láti undan fyrst það er búið að kæra," segir hann. Ekki náðist í Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra í gær. Í bréfi Guðrúnar til lögmanns Odds í nóvember sagði að aðeins fjórir einstaklingar í Kópavogi, þar af tveir blindir, fengju þá leigubílaþjónustu sem Oddur vildi. „Um er að ræða undantekningartilvik," undirstrikaði bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ Lögmaður Blindrafélagsins hefur sent Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hjá Velferðarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu. Blindrafélagið segir að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar eftir að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Það hafi ritari nefndarinnar staðfest. 10. janúar 2011 16:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Sjá meira
Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ Lögmaður Blindrafélagsins hefur sent Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hjá Velferðarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu. Blindrafélagið segir að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar eftir að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Það hafi ritari nefndarinnar staðfest. 10. janúar 2011 16:33
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent