Blindur piltur kærir vegna ferðaþjónustu: Glatað dæmi 11. janúar 2011 06:00 Oddur Stefánsson sættir sig ekki við að fá ekki niðurgreidda leigubíla líkt og blindir íbúar á höfuðborgarsvæðinu annars staðar en í Kópavogi.Fréttablaðið/Valli „Félagsþjónustan í Kópavogi er glatað dæmi," segir Oddur Stefánsson, sautján ára blindur piltur í Kópavogi sem þarf aðstoð við að komast lengri vegalengdir milli staða og telur sig ekki njóta lögbundinnar ferðaþjónustu. Oddur býr í Laufbrekku í Kópavogi, starfar á Blindravinnustofunni í Hamrahlíð í Reykjavík og leggur stund á nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Kópavogsbær neitar að niðurgreiða leigubíla fyrir Odd á sama hátt og flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gera fyrir þá sem eru blindir. Í kæru lögmanns Odds til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála segir að af 470 lögblindum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu fái aðeins 59 einstaklingar ekki niðurgreidda leigubíla. Af þeim búi 51 í Kópavogi. Blindum í Kópavogi sé í staðinn boðið upp á að samnýta akstursþjónustu með hreyfihömluðum og öðrum. Þjónustan sem Oddi sé boðin taki mið af fötlun annars hóps einstaklinga sem hann tilheyri ekki. Þessa þjónustu þarf að panta með eins dags fyrirvara hjá fyrirtækinu Smartbílum og geta verið fleiri en einn saman í ferðum. Leigubílana er hins vegar hægt að panta samdægurs. Lögmaðurinn segir Kópavogsbæ fortakslaust bera að veita Oddi ferðaþjónustu sem geri honum kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Oddur segir það bagalegt að ferðir séu samnýttar. „Það þýðir fyrir mig að ég kem of seint í vinnuna og fæ lítið sem ekki neitt útborgað," segir hann. Guðrún Pálsdóttir Oddur kveðst nú lítið sem ekkert nýta aksturinn frá félagsþjónustu Kópavogs. Það geri hann helst ef hann sé að fara að heimsækja félaga sína. Í staðinn noti hann bíla frá Hreyfli-Bæjarleiðum þar sem hann fái um fimmtungs afslátt í gegnum Blindrafélagið. Það er þó margfalt dýrara en væri ef Oddur fengi niðurgreiddar leigubílaferðir frá sveitarfélaginu. „Ég ætla að vona að Kópavogsbær láti undan fyrst það er búið að kæra," segir hann. Ekki náðist í Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra í gær. Í bréfi Guðrúnar til lögmanns Odds í nóvember sagði að aðeins fjórir einstaklingar í Kópavogi, þar af tveir blindir, fengju þá leigubílaþjónustu sem Oddur vildi. „Um er að ræða undantekningartilvik," undirstrikaði bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is Tengdar fréttir Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ Lögmaður Blindrafélagsins hefur sent Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hjá Velferðarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu. Blindrafélagið segir að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar eftir að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Það hafi ritari nefndarinnar staðfest. 10. janúar 2011 16:33 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
„Félagsþjónustan í Kópavogi er glatað dæmi," segir Oddur Stefánsson, sautján ára blindur piltur í Kópavogi sem þarf aðstoð við að komast lengri vegalengdir milli staða og telur sig ekki njóta lögbundinnar ferðaþjónustu. Oddur býr í Laufbrekku í Kópavogi, starfar á Blindravinnustofunni í Hamrahlíð í Reykjavík og leggur stund á nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Kópavogsbær neitar að niðurgreiða leigubíla fyrir Odd á sama hátt og flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gera fyrir þá sem eru blindir. Í kæru lögmanns Odds til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála segir að af 470 lögblindum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu fái aðeins 59 einstaklingar ekki niðurgreidda leigubíla. Af þeim búi 51 í Kópavogi. Blindum í Kópavogi sé í staðinn boðið upp á að samnýta akstursþjónustu með hreyfihömluðum og öðrum. Þjónustan sem Oddi sé boðin taki mið af fötlun annars hóps einstaklinga sem hann tilheyri ekki. Þessa þjónustu þarf að panta með eins dags fyrirvara hjá fyrirtækinu Smartbílum og geta verið fleiri en einn saman í ferðum. Leigubílana er hins vegar hægt að panta samdægurs. Lögmaðurinn segir Kópavogsbæ fortakslaust bera að veita Oddi ferðaþjónustu sem geri honum kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Oddur segir það bagalegt að ferðir séu samnýttar. „Það þýðir fyrir mig að ég kem of seint í vinnuna og fæ lítið sem ekki neitt útborgað," segir hann. Guðrún Pálsdóttir Oddur kveðst nú lítið sem ekkert nýta aksturinn frá félagsþjónustu Kópavogs. Það geri hann helst ef hann sé að fara að heimsækja félaga sína. Í staðinn noti hann bíla frá Hreyfli-Bæjarleiðum þar sem hann fái um fimmtungs afslátt í gegnum Blindrafélagið. Það er þó margfalt dýrara en væri ef Oddur fengi niðurgreiddar leigubílaferðir frá sveitarfélaginu. „Ég ætla að vona að Kópavogsbær láti undan fyrst það er búið að kæra," segir hann. Ekki náðist í Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra í gær. Í bréfi Guðrúnar til lögmanns Odds í nóvember sagði að aðeins fjórir einstaklingar í Kópavogi, þar af tveir blindir, fengju þá leigubílaþjónustu sem Oddur vildi. „Um er að ræða undantekningartilvik," undirstrikaði bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ Lögmaður Blindrafélagsins hefur sent Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hjá Velferðarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu. Blindrafélagið segir að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar eftir að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Það hafi ritari nefndarinnar staðfest. 10. janúar 2011 16:33 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ Lögmaður Blindrafélagsins hefur sent Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hjá Velferðarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu. Blindrafélagið segir að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar eftir að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Það hafi ritari nefndarinnar staðfest. 10. janúar 2011 16:33