Skemmtilegri í 25 ár Ari Edwald skrifar 9. október 2011 08:00 Þegar Stöð 2 hóf útsendingar 9. október 1986 - fyrst frjálsra og einkarekinna sjónvarpsstöðva á Íslandi - hafði þjóðin í reynd ekki fengið að kynnast til fulls áhrifamætti og notagildi þessa magnaða miðils, sjónvarpsins. Það mun ekki hafa skort efasemdir um að slíkt framtak væri yfirhöfuð á færi einkaaðila og að sjónvarpsrekstur gæti staðið undir sér sem fyrirtæki á okkar smáa markaði. En frumherjarnir voru stórhuga og settu stefnuna á alhliða sjálfstæða sjónvarpsstöð, sem byði upp á fyrsta flokks sjónvarpsefni af öllu tagi. Þeir töldu einfaldlega að stöðin myndi ekki hljóta nægilega útbreiðslu sem áskriftarstöð á meðal íslensku þjóðarinnar ef markið væri sett lægra. Allar götur síðan hefur það verið meginmarkmið stöðvarinnar að skemmta þjóðinni. Stytta henni stundir heima í stofu með því að bjóða upp á vandlega valda blöndu af vinsælasta erlenda skemmtiefninu, bestu íslensku dagskrárgerð sem völ er á, vönduðu barnaefni og síðast en ekki síst fréttum og fréttatengdri umfjöllun, á mannamáli, um fólkið í landinu fyrir fólkið í landinu. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur staðið vaktina frá fyrsta starfsdegi stöðvarinnar og er hún gott dæmi um þau þrekvirki sem unnin hafa verið á stöðinni. En brautryðjendaverk Stöðvar 2 eru sannarlega margvísleg. Án hennar þyrftum við ef til vill enn að þola sjónvarpslaus fimmtudagskvöld og í ofanálag heilan mánuð af stillimynd í júlí. Við þetta má líka bæta að Stöð 2 var fyrsta stöðin til að bjóða upp á dagskrá allan sólarhringinn, talsett barnaefni, í morgundagskrá um helgar, sérstaka hliðarstöð helgaða bíómyndum, plúsrásir, stafræna útsendingu, háskerpuútsendingu, þrívíddarútsendingu, frelsi til að horfa á þætti þegar best hentar og svo mætti lengi telja. Það er bjargföst trú mín að Stöð 2 verði áfram leiðandi í framþróun íslensks sjónvarps og tengdra miðla. En þrátt fyrir þessa jákvæðu og nauðsynlegu nýjungagirni, allt sem gengið hefur á, eigendaskipti og mannabreytingar, höfum við aldrei misst sjónar af því sem mestu máli skiptir; að bjóða áskrifendum ætíð upp á framúrskarandi dagskrá. Og við gleymum því heldur aldrei að það eru áskrifendur sem ráða ferðinni og ákveða á endanum dagskrá stöðvarinnar. Það gera þeir með frelsi sínu og valdi til að velja og hafna því sem við höfum upp á að bjóða. Það eru líka áskrifendur Stöðvar 2, ásamt auglýsendum og framúrskarandi lista- og hæfileikafólki, sem eiga heiðurinn af öllu því frábæra innlenda dagskrárefni sem Stöð 2 hefur boðið upp á. Áskrifendur eru þar með einn helsti bakhjarl kvikmynda- og þáttagerðar í landinu og þeirra framfara sem átt hafa sér stað í sjónvarpsþáttagerð á Íslandi. Þessu gleymum við aldrei og er okkur því efst í huga á þessu stórafmæli Stöðvar 2 - þakklæti. Þakklæti til alls þess starfsfólks, skemmtikrafta og listafólks sem gætt hefur stöðina lífi, þakklæti til auglýsenda fyrir þá tiltrú sem þeir hafa sýnt stöðinni og síðast en ekki síst þakklæti til áskrifenda sem gert hafa Stöð 2 skemmtilegri í 25 ár - og munu áfram gera um ókomna tíð því þetta er ekki bara smellið slagorð, heldur loforð. Þess vegna horfum við björtum augum á komandi vetur og langa framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Þegar Stöð 2 hóf útsendingar 9. október 1986 - fyrst frjálsra og einkarekinna sjónvarpsstöðva á Íslandi - hafði þjóðin í reynd ekki fengið að kynnast til fulls áhrifamætti og notagildi þessa magnaða miðils, sjónvarpsins. Það mun ekki hafa skort efasemdir um að slíkt framtak væri yfirhöfuð á færi einkaaðila og að sjónvarpsrekstur gæti staðið undir sér sem fyrirtæki á okkar smáa markaði. En frumherjarnir voru stórhuga og settu stefnuna á alhliða sjálfstæða sjónvarpsstöð, sem byði upp á fyrsta flokks sjónvarpsefni af öllu tagi. Þeir töldu einfaldlega að stöðin myndi ekki hljóta nægilega útbreiðslu sem áskriftarstöð á meðal íslensku þjóðarinnar ef markið væri sett lægra. Allar götur síðan hefur það verið meginmarkmið stöðvarinnar að skemmta þjóðinni. Stytta henni stundir heima í stofu með því að bjóða upp á vandlega valda blöndu af vinsælasta erlenda skemmtiefninu, bestu íslensku dagskrárgerð sem völ er á, vönduðu barnaefni og síðast en ekki síst fréttum og fréttatengdri umfjöllun, á mannamáli, um fólkið í landinu fyrir fólkið í landinu. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur staðið vaktina frá fyrsta starfsdegi stöðvarinnar og er hún gott dæmi um þau þrekvirki sem unnin hafa verið á stöðinni. En brautryðjendaverk Stöðvar 2 eru sannarlega margvísleg. Án hennar þyrftum við ef til vill enn að þola sjónvarpslaus fimmtudagskvöld og í ofanálag heilan mánuð af stillimynd í júlí. Við þetta má líka bæta að Stöð 2 var fyrsta stöðin til að bjóða upp á dagskrá allan sólarhringinn, talsett barnaefni, í morgundagskrá um helgar, sérstaka hliðarstöð helgaða bíómyndum, plúsrásir, stafræna útsendingu, háskerpuútsendingu, þrívíddarútsendingu, frelsi til að horfa á þætti þegar best hentar og svo mætti lengi telja. Það er bjargföst trú mín að Stöð 2 verði áfram leiðandi í framþróun íslensks sjónvarps og tengdra miðla. En þrátt fyrir þessa jákvæðu og nauðsynlegu nýjungagirni, allt sem gengið hefur á, eigendaskipti og mannabreytingar, höfum við aldrei misst sjónar af því sem mestu máli skiptir; að bjóða áskrifendum ætíð upp á framúrskarandi dagskrá. Og við gleymum því heldur aldrei að það eru áskrifendur sem ráða ferðinni og ákveða á endanum dagskrá stöðvarinnar. Það gera þeir með frelsi sínu og valdi til að velja og hafna því sem við höfum upp á að bjóða. Það eru líka áskrifendur Stöðvar 2, ásamt auglýsendum og framúrskarandi lista- og hæfileikafólki, sem eiga heiðurinn af öllu því frábæra innlenda dagskrárefni sem Stöð 2 hefur boðið upp á. Áskrifendur eru þar með einn helsti bakhjarl kvikmynda- og þáttagerðar í landinu og þeirra framfara sem átt hafa sér stað í sjónvarpsþáttagerð á Íslandi. Þessu gleymum við aldrei og er okkur því efst í huga á þessu stórafmæli Stöðvar 2 - þakklæti. Þakklæti til alls þess starfsfólks, skemmtikrafta og listafólks sem gætt hefur stöðina lífi, þakklæti til auglýsenda fyrir þá tiltrú sem þeir hafa sýnt stöðinni og síðast en ekki síst þakklæti til áskrifenda sem gert hafa Stöð 2 skemmtilegri í 25 ár - og munu áfram gera um ókomna tíð því þetta er ekki bara smellið slagorð, heldur loforð. Þess vegna horfum við björtum augum á komandi vetur og langa framtíð.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar