Bannað að sletta í barnatíma 11. janúar 2011 20:02 Ríkissjónvarpið hefur ákveðið að hætta að sýna barnaefni þar sem enskum orðum og setningum er skotið inn í íslenskt tal, í kennsluskyni. Engin umræða hefur farið fram í fræðasamfélaginu um gildi svona tungumálakennslu hér á landi. Sú hugmyndafræði að skjóta inn í íslenska talmálið enskum orðum og setningum á rót sína að rekja til Bandaríkjanna. Þar eru þessir þættir notaðir til að hjálpa spænskumælandi börnum með enskuna. En enska er opinbert mál þar í landi og málhafar enn sem komið er fleiri en þeir spænskumælandi. Samkvæmt upplýsingum héðan hafa þættirnir um Dóru og Diego verið sýndir um nokkurt skeið og notið mikilla vinsælda. Hermt er að þetta sé búið til af uppeldis- og sálfræðingum og því megi treysta því að efnið þjóni sínum tilgangi. Þættirnir séu líka útbreiddir; en ef marka má Wikipediu eru þættirnir sýndir í yfir tuttugu löndum utan Bandaríkjanna, með þessu sniði. Þar á meðal í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Í Ríkissjónvarpinu eru sýndir þættirnir um Manna meistara, en hann ræðir við verkfæri sín; og þar dettur inn orð og orð á ensku. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, sagði við fréttamann í dag, að þegar málið hefði komið til umræðu þar á bæ, hefðu menn verið sammála um að þetta efni væri á skjön við íslenskt málsamfélag. Lokið yrði við að senda út þá þætti af Manna meistara sem þegar væru í sýningu, en svo yrði þetta ekki gert meir. Í umræðum við eina bloggfærslu sem fréttastofa fann um málið, er fullyrt að í Dóru þáttunum sé unnið með erlendu orðin og þau útskýrð, en í Mannaþáttunum sé slett án samhengis. Fréttastofa leitaði álits á þessum þáttum, og þeirri hugmyndafræði sem þarna liggur að baki, hjá háskólafólki, kennurum, samtökum móðurmálskennara þar á meðal. Ekki var á þessu fólki að heyra að þetta hefði nokkurn tímann verið rætt. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Ríkissjónvarpið hefur ákveðið að hætta að sýna barnaefni þar sem enskum orðum og setningum er skotið inn í íslenskt tal, í kennsluskyni. Engin umræða hefur farið fram í fræðasamfélaginu um gildi svona tungumálakennslu hér á landi. Sú hugmyndafræði að skjóta inn í íslenska talmálið enskum orðum og setningum á rót sína að rekja til Bandaríkjanna. Þar eru þessir þættir notaðir til að hjálpa spænskumælandi börnum með enskuna. En enska er opinbert mál þar í landi og málhafar enn sem komið er fleiri en þeir spænskumælandi. Samkvæmt upplýsingum héðan hafa þættirnir um Dóru og Diego verið sýndir um nokkurt skeið og notið mikilla vinsælda. Hermt er að þetta sé búið til af uppeldis- og sálfræðingum og því megi treysta því að efnið þjóni sínum tilgangi. Þættirnir séu líka útbreiddir; en ef marka má Wikipediu eru þættirnir sýndir í yfir tuttugu löndum utan Bandaríkjanna, með þessu sniði. Þar á meðal í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Í Ríkissjónvarpinu eru sýndir þættirnir um Manna meistara, en hann ræðir við verkfæri sín; og þar dettur inn orð og orð á ensku. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, sagði við fréttamann í dag, að þegar málið hefði komið til umræðu þar á bæ, hefðu menn verið sammála um að þetta efni væri á skjön við íslenskt málsamfélag. Lokið yrði við að senda út þá þætti af Manna meistara sem þegar væru í sýningu, en svo yrði þetta ekki gert meir. Í umræðum við eina bloggfærslu sem fréttastofa fann um málið, er fullyrt að í Dóru þáttunum sé unnið með erlendu orðin og þau útskýrð, en í Mannaþáttunum sé slett án samhengis. Fréttastofa leitaði álits á þessum þáttum, og þeirri hugmyndafræði sem þarna liggur að baki, hjá háskólafólki, kennurum, samtökum móðurmálskennara þar á meðal. Ekki var á þessu fólki að heyra að þetta hefði nokkurn tímann verið rætt.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira