Efast um „alkunna“ ályktun Hæstaréttar 9. febrúar 2011 05:00 Gísli Tryggvason. Farið hefur verið fram á að Hæstiréttur taki upp ákvörðun sína um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings vegna galla á málsmeðferðinni og að ógildingin verði felld úr gildi ellegar atkvæði talin á nýjan leik. Gísli Tryggvason, einn þeirra 25 sem náðu kjöri á stjórnlagaþingið, lagði fram beiðni um þetta í Hæstarétti í gær. Hún var unnin í samstarfi við nokkra aðra úr hópi hinna kjörnu og kynnt meirihluta 25-menninganna á fundi í fyrrakvöld þar sem hún mæltist vel fyrir að sögn Gísla. Rökin fyrir endurupptöku eru þau að málið geti ekki talist fullrannsakað af hálfu Hæstaréttar. Ákvörðunin byggist að miklu leyti á þeim ágalla á kosningunni að atkvæði hafi verið rekjanleg til kjósenda. Um það atriði segir í niðurstöðu Hæstaréttar að „alkunna" sé að stemma af fjölda kjósenda sem mæta á kjörstað með því að rita nafn nöfn þeirra í þeirri röð sem þeir mæta. Vegna þess að kjörseðlar voru merktir með auðkennisnúmerum hefði þannig mátt komast að því hver átti hvaða seðil. Í endurupptökubeiðninni er þessu mótmælt sem ósönnuðu, og meðal annars vitnað til nokkurra einstaklinga sem starfað hafa að kosningum og kannast ekki við skráningu af því tagi sem Hæstiréttur lýsir sem alkunnu verklagi. Því er það mat Gísla að Hæstiréttur hafi byggt ákvörðun sína á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum og beri að skoða málið á nýjan leik og kanna það þá til hlítar. Verði fallist á endurupptökubeiðnina er það aðalkrafa Gísla að ákvörðun Hæstaréttar verði snúið og kosningin talin gild, enda hafi ekkert komið fram um að ágallarnir hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Varakrafan er sú að atkvæðin verði talin á nýjan leik, og leggur Gísli til að þá yrði komið í veg fyrir öll vafaatriði; auðkenni afmáð og ný færð inn ef þurfa þykir, óháð hinum, talningin fari fram fyrir opnum dyrum og jafnvel handvirkt. „Tíminn er naumur - það er vika til stefnu," segir Gísli, og vísar til þess að stjórnlagaþing hefði átt að taka til starfa 15. febrúar. Hann vonast til að botn fáist í málið fyrir þann tíma. stigur@frettabladid.is Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Farið hefur verið fram á að Hæstiréttur taki upp ákvörðun sína um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings vegna galla á málsmeðferðinni og að ógildingin verði felld úr gildi ellegar atkvæði talin á nýjan leik. Gísli Tryggvason, einn þeirra 25 sem náðu kjöri á stjórnlagaþingið, lagði fram beiðni um þetta í Hæstarétti í gær. Hún var unnin í samstarfi við nokkra aðra úr hópi hinna kjörnu og kynnt meirihluta 25-menninganna á fundi í fyrrakvöld þar sem hún mæltist vel fyrir að sögn Gísla. Rökin fyrir endurupptöku eru þau að málið geti ekki talist fullrannsakað af hálfu Hæstaréttar. Ákvörðunin byggist að miklu leyti á þeim ágalla á kosningunni að atkvæði hafi verið rekjanleg til kjósenda. Um það atriði segir í niðurstöðu Hæstaréttar að „alkunna" sé að stemma af fjölda kjósenda sem mæta á kjörstað með því að rita nafn nöfn þeirra í þeirri röð sem þeir mæta. Vegna þess að kjörseðlar voru merktir með auðkennisnúmerum hefði þannig mátt komast að því hver átti hvaða seðil. Í endurupptökubeiðninni er þessu mótmælt sem ósönnuðu, og meðal annars vitnað til nokkurra einstaklinga sem starfað hafa að kosningum og kannast ekki við skráningu af því tagi sem Hæstiréttur lýsir sem alkunnu verklagi. Því er það mat Gísla að Hæstiréttur hafi byggt ákvörðun sína á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum og beri að skoða málið á nýjan leik og kanna það þá til hlítar. Verði fallist á endurupptökubeiðnina er það aðalkrafa Gísla að ákvörðun Hæstaréttar verði snúið og kosningin talin gild, enda hafi ekkert komið fram um að ágallarnir hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Varakrafan er sú að atkvæðin verði talin á nýjan leik, og leggur Gísli til að þá yrði komið í veg fyrir öll vafaatriði; auðkenni afmáð og ný færð inn ef þurfa þykir, óháð hinum, talningin fari fram fyrir opnum dyrum og jafnvel handvirkt. „Tíminn er naumur - það er vika til stefnu," segir Gísli, og vísar til þess að stjórnlagaþing hefði átt að taka til starfa 15. febrúar. Hann vonast til að botn fáist í málið fyrir þann tíma. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira