Launakostnaður og samkeppnishæfni Guðrún Sævarsdóttir skrifar 1. júní 2011 06:00 Með reglulegu millibili heyrast raddir framámanna úr atvinnulífinu um skort á tæknimenntuðu fólki. Illa gangi að fylla stöður verkfræðinga og tæknifræðinga með bakgrunn í hátækni-, véla- og rafmagnsgreinum, og einnig sé skortur á tölvunarfræðingum. Þá er hnippt í skólakerfið, sem ekki standi sig í því að laða nemendur að þessum greinum í þeim mæli sem atvinnulífið þarfnast til að byggja upp starfsemi tengda nýsköpun og framleiðslu. Frá bæjardyrum háskólakennara séð væri vissulega gaman að sjá fleiri nemendur velja þessar greinar, en það er þó mikið af góðum nemendum sem fara í gegnum námsbrautir á þessum sviðum. Vandinn er að fá þá út í íslenskt atvinnulíf. Margir háskólakennarar hafa á tilfinningunni að mjög margir nemendur séu á leið úr landi að námi loknu. Margir fara út fyrir landsteinana í framhaldsnám, eins og rík hefð er fyrir á Íslandi, en breytingin sem má merkja er fyrst og fremst sú að þessir nemendur virðast ekki endilega stefna aftur heim að námi loknu. Þeir vita sem er að sérfræðiþekking á þessum sviðum er eftirsótt alþjóðlega og veitir tækifæri víða. Það er ekki bara á Íslandi sem sókn nemenda í þessar greinar véla og rafmagns nær ekki að anna þörf atvinnulífsins. Þá komum við að kjarna málsins. Launakjör á Íslandi hafa versnað mikið frá hruni bankakerfisins, sérfræðinga sem annarra, og þótt laun þeirra séu ágæt á íslenskan mælikvarða eru verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa hér á landi með innan við helming þeirra launa sem bjóðast í nágrannalöndunum. Að auki hafa kauphækkanir, skattar, bótaumhverfi og ívilnanir beinst að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu, en þeir sem tilheyra hærri tekjuhópum hafa setið eftir og þurft að taka á sig auknar álögur. Í þessu felst verulegur hvati til að fara úr landi fyrir þá sem hafa eftirsótta þekkingu sem veitir starfstækifæri víða, og að sama skapi er síður fýsilegt fyrir sérfræðinga að snúa heim að framhaldsnámi loknu. Tæknimenntað fólk á sviðum hátækni, véla og rafmagns er lykillinn að nýsköpun og uppbyggingu þekkingarmiðaðs, framleiðsludrifins atvinnulífs. Það er misskilningur að lág laun á Íslandi styrki samkeppnisstöðu þekkingarfyrirtækja hér. Til lengri tíma mun það skerða samkeppnishæfni þessara fyrirtækja hér ef kjör sérfræðistétta eru langt frá því að vera samkeppnishæf miðað við nágrannalöndin. Af sömu ástæðu er varhugavert fyrir hið opinbera að þrengja óhóflega að þeim sem eru með tekjur yfir meðallagi, því hætta er á því að þeir sem hafa tækifæri víða kjósi með fótunum. Þá munu háskólarnir bara halda áfram að mennta fyrir Noreg, en íslenskt atvinnulíf eflist hægar en annars gæti orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með reglulegu millibili heyrast raddir framámanna úr atvinnulífinu um skort á tæknimenntuðu fólki. Illa gangi að fylla stöður verkfræðinga og tæknifræðinga með bakgrunn í hátækni-, véla- og rafmagnsgreinum, og einnig sé skortur á tölvunarfræðingum. Þá er hnippt í skólakerfið, sem ekki standi sig í því að laða nemendur að þessum greinum í þeim mæli sem atvinnulífið þarfnast til að byggja upp starfsemi tengda nýsköpun og framleiðslu. Frá bæjardyrum háskólakennara séð væri vissulega gaman að sjá fleiri nemendur velja þessar greinar, en það er þó mikið af góðum nemendum sem fara í gegnum námsbrautir á þessum sviðum. Vandinn er að fá þá út í íslenskt atvinnulíf. Margir háskólakennarar hafa á tilfinningunni að mjög margir nemendur séu á leið úr landi að námi loknu. Margir fara út fyrir landsteinana í framhaldsnám, eins og rík hefð er fyrir á Íslandi, en breytingin sem má merkja er fyrst og fremst sú að þessir nemendur virðast ekki endilega stefna aftur heim að námi loknu. Þeir vita sem er að sérfræðiþekking á þessum sviðum er eftirsótt alþjóðlega og veitir tækifæri víða. Það er ekki bara á Íslandi sem sókn nemenda í þessar greinar véla og rafmagns nær ekki að anna þörf atvinnulífsins. Þá komum við að kjarna málsins. Launakjör á Íslandi hafa versnað mikið frá hruni bankakerfisins, sérfræðinga sem annarra, og þótt laun þeirra séu ágæt á íslenskan mælikvarða eru verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa hér á landi með innan við helming þeirra launa sem bjóðast í nágrannalöndunum. Að auki hafa kauphækkanir, skattar, bótaumhverfi og ívilnanir beinst að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu, en þeir sem tilheyra hærri tekjuhópum hafa setið eftir og þurft að taka á sig auknar álögur. Í þessu felst verulegur hvati til að fara úr landi fyrir þá sem hafa eftirsótta þekkingu sem veitir starfstækifæri víða, og að sama skapi er síður fýsilegt fyrir sérfræðinga að snúa heim að framhaldsnámi loknu. Tæknimenntað fólk á sviðum hátækni, véla og rafmagns er lykillinn að nýsköpun og uppbyggingu þekkingarmiðaðs, framleiðsludrifins atvinnulífs. Það er misskilningur að lág laun á Íslandi styrki samkeppnisstöðu þekkingarfyrirtækja hér. Til lengri tíma mun það skerða samkeppnishæfni þessara fyrirtækja hér ef kjör sérfræðistétta eru langt frá því að vera samkeppnishæf miðað við nágrannalöndin. Af sömu ástæðu er varhugavert fyrir hið opinbera að þrengja óhóflega að þeim sem eru með tekjur yfir meðallagi, því hætta er á því að þeir sem hafa tækifæri víða kjósi með fótunum. Þá munu háskólarnir bara halda áfram að mennta fyrir Noreg, en íslenskt atvinnulíf eflist hægar en annars gæti orðið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar