Launakostnaður og samkeppnishæfni Guðrún Sævarsdóttir skrifar 1. júní 2011 06:00 Með reglulegu millibili heyrast raddir framámanna úr atvinnulífinu um skort á tæknimenntuðu fólki. Illa gangi að fylla stöður verkfræðinga og tæknifræðinga með bakgrunn í hátækni-, véla- og rafmagnsgreinum, og einnig sé skortur á tölvunarfræðingum. Þá er hnippt í skólakerfið, sem ekki standi sig í því að laða nemendur að þessum greinum í þeim mæli sem atvinnulífið þarfnast til að byggja upp starfsemi tengda nýsköpun og framleiðslu. Frá bæjardyrum háskólakennara séð væri vissulega gaman að sjá fleiri nemendur velja þessar greinar, en það er þó mikið af góðum nemendum sem fara í gegnum námsbrautir á þessum sviðum. Vandinn er að fá þá út í íslenskt atvinnulíf. Margir háskólakennarar hafa á tilfinningunni að mjög margir nemendur séu á leið úr landi að námi loknu. Margir fara út fyrir landsteinana í framhaldsnám, eins og rík hefð er fyrir á Íslandi, en breytingin sem má merkja er fyrst og fremst sú að þessir nemendur virðast ekki endilega stefna aftur heim að námi loknu. Þeir vita sem er að sérfræðiþekking á þessum sviðum er eftirsótt alþjóðlega og veitir tækifæri víða. Það er ekki bara á Íslandi sem sókn nemenda í þessar greinar véla og rafmagns nær ekki að anna þörf atvinnulífsins. Þá komum við að kjarna málsins. Launakjör á Íslandi hafa versnað mikið frá hruni bankakerfisins, sérfræðinga sem annarra, og þótt laun þeirra séu ágæt á íslenskan mælikvarða eru verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa hér á landi með innan við helming þeirra launa sem bjóðast í nágrannalöndunum. Að auki hafa kauphækkanir, skattar, bótaumhverfi og ívilnanir beinst að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu, en þeir sem tilheyra hærri tekjuhópum hafa setið eftir og þurft að taka á sig auknar álögur. Í þessu felst verulegur hvati til að fara úr landi fyrir þá sem hafa eftirsótta þekkingu sem veitir starfstækifæri víða, og að sama skapi er síður fýsilegt fyrir sérfræðinga að snúa heim að framhaldsnámi loknu. Tæknimenntað fólk á sviðum hátækni, véla og rafmagns er lykillinn að nýsköpun og uppbyggingu þekkingarmiðaðs, framleiðsludrifins atvinnulífs. Það er misskilningur að lág laun á Íslandi styrki samkeppnisstöðu þekkingarfyrirtækja hér. Til lengri tíma mun það skerða samkeppnishæfni þessara fyrirtækja hér ef kjör sérfræðistétta eru langt frá því að vera samkeppnishæf miðað við nágrannalöndin. Af sömu ástæðu er varhugavert fyrir hið opinbera að þrengja óhóflega að þeim sem eru með tekjur yfir meðallagi, því hætta er á því að þeir sem hafa tækifæri víða kjósi með fótunum. Þá munu háskólarnir bara halda áfram að mennta fyrir Noreg, en íslenskt atvinnulíf eflist hægar en annars gæti orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Með reglulegu millibili heyrast raddir framámanna úr atvinnulífinu um skort á tæknimenntuðu fólki. Illa gangi að fylla stöður verkfræðinga og tæknifræðinga með bakgrunn í hátækni-, véla- og rafmagnsgreinum, og einnig sé skortur á tölvunarfræðingum. Þá er hnippt í skólakerfið, sem ekki standi sig í því að laða nemendur að þessum greinum í þeim mæli sem atvinnulífið þarfnast til að byggja upp starfsemi tengda nýsköpun og framleiðslu. Frá bæjardyrum háskólakennara séð væri vissulega gaman að sjá fleiri nemendur velja þessar greinar, en það er þó mikið af góðum nemendum sem fara í gegnum námsbrautir á þessum sviðum. Vandinn er að fá þá út í íslenskt atvinnulíf. Margir háskólakennarar hafa á tilfinningunni að mjög margir nemendur séu á leið úr landi að námi loknu. Margir fara út fyrir landsteinana í framhaldsnám, eins og rík hefð er fyrir á Íslandi, en breytingin sem má merkja er fyrst og fremst sú að þessir nemendur virðast ekki endilega stefna aftur heim að námi loknu. Þeir vita sem er að sérfræðiþekking á þessum sviðum er eftirsótt alþjóðlega og veitir tækifæri víða. Það er ekki bara á Íslandi sem sókn nemenda í þessar greinar véla og rafmagns nær ekki að anna þörf atvinnulífsins. Þá komum við að kjarna málsins. Launakjör á Íslandi hafa versnað mikið frá hruni bankakerfisins, sérfræðinga sem annarra, og þótt laun þeirra séu ágæt á íslenskan mælikvarða eru verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa hér á landi með innan við helming þeirra launa sem bjóðast í nágrannalöndunum. Að auki hafa kauphækkanir, skattar, bótaumhverfi og ívilnanir beinst að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu, en þeir sem tilheyra hærri tekjuhópum hafa setið eftir og þurft að taka á sig auknar álögur. Í þessu felst verulegur hvati til að fara úr landi fyrir þá sem hafa eftirsótta þekkingu sem veitir starfstækifæri víða, og að sama skapi er síður fýsilegt fyrir sérfræðinga að snúa heim að framhaldsnámi loknu. Tæknimenntað fólk á sviðum hátækni, véla og rafmagns er lykillinn að nýsköpun og uppbyggingu þekkingarmiðaðs, framleiðsludrifins atvinnulífs. Það er misskilningur að lág laun á Íslandi styrki samkeppnisstöðu þekkingarfyrirtækja hér. Til lengri tíma mun það skerða samkeppnishæfni þessara fyrirtækja hér ef kjör sérfræðistétta eru langt frá því að vera samkeppnishæf miðað við nágrannalöndin. Af sömu ástæðu er varhugavert fyrir hið opinbera að þrengja óhóflega að þeim sem eru með tekjur yfir meðallagi, því hætta er á því að þeir sem hafa tækifæri víða kjósi með fótunum. Þá munu háskólarnir bara halda áfram að mennta fyrir Noreg, en íslenskt atvinnulíf eflist hægar en annars gæti orðið.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun