Launakostnaður og samkeppnishæfni Guðrún Sævarsdóttir skrifar 1. júní 2011 06:00 Með reglulegu millibili heyrast raddir framámanna úr atvinnulífinu um skort á tæknimenntuðu fólki. Illa gangi að fylla stöður verkfræðinga og tæknifræðinga með bakgrunn í hátækni-, véla- og rafmagnsgreinum, og einnig sé skortur á tölvunarfræðingum. Þá er hnippt í skólakerfið, sem ekki standi sig í því að laða nemendur að þessum greinum í þeim mæli sem atvinnulífið þarfnast til að byggja upp starfsemi tengda nýsköpun og framleiðslu. Frá bæjardyrum háskólakennara séð væri vissulega gaman að sjá fleiri nemendur velja þessar greinar, en það er þó mikið af góðum nemendum sem fara í gegnum námsbrautir á þessum sviðum. Vandinn er að fá þá út í íslenskt atvinnulíf. Margir háskólakennarar hafa á tilfinningunni að mjög margir nemendur séu á leið úr landi að námi loknu. Margir fara út fyrir landsteinana í framhaldsnám, eins og rík hefð er fyrir á Íslandi, en breytingin sem má merkja er fyrst og fremst sú að þessir nemendur virðast ekki endilega stefna aftur heim að námi loknu. Þeir vita sem er að sérfræðiþekking á þessum sviðum er eftirsótt alþjóðlega og veitir tækifæri víða. Það er ekki bara á Íslandi sem sókn nemenda í þessar greinar véla og rafmagns nær ekki að anna þörf atvinnulífsins. Þá komum við að kjarna málsins. Launakjör á Íslandi hafa versnað mikið frá hruni bankakerfisins, sérfræðinga sem annarra, og þótt laun þeirra séu ágæt á íslenskan mælikvarða eru verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa hér á landi með innan við helming þeirra launa sem bjóðast í nágrannalöndunum. Að auki hafa kauphækkanir, skattar, bótaumhverfi og ívilnanir beinst að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu, en þeir sem tilheyra hærri tekjuhópum hafa setið eftir og þurft að taka á sig auknar álögur. Í þessu felst verulegur hvati til að fara úr landi fyrir þá sem hafa eftirsótta þekkingu sem veitir starfstækifæri víða, og að sama skapi er síður fýsilegt fyrir sérfræðinga að snúa heim að framhaldsnámi loknu. Tæknimenntað fólk á sviðum hátækni, véla og rafmagns er lykillinn að nýsköpun og uppbyggingu þekkingarmiðaðs, framleiðsludrifins atvinnulífs. Það er misskilningur að lág laun á Íslandi styrki samkeppnisstöðu þekkingarfyrirtækja hér. Til lengri tíma mun það skerða samkeppnishæfni þessara fyrirtækja hér ef kjör sérfræðistétta eru langt frá því að vera samkeppnishæf miðað við nágrannalöndin. Af sömu ástæðu er varhugavert fyrir hið opinbera að þrengja óhóflega að þeim sem eru með tekjur yfir meðallagi, því hætta er á því að þeir sem hafa tækifæri víða kjósi með fótunum. Þá munu háskólarnir bara halda áfram að mennta fyrir Noreg, en íslenskt atvinnulíf eflist hægar en annars gæti orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Með reglulegu millibili heyrast raddir framámanna úr atvinnulífinu um skort á tæknimenntuðu fólki. Illa gangi að fylla stöður verkfræðinga og tæknifræðinga með bakgrunn í hátækni-, véla- og rafmagnsgreinum, og einnig sé skortur á tölvunarfræðingum. Þá er hnippt í skólakerfið, sem ekki standi sig í því að laða nemendur að þessum greinum í þeim mæli sem atvinnulífið þarfnast til að byggja upp starfsemi tengda nýsköpun og framleiðslu. Frá bæjardyrum háskólakennara séð væri vissulega gaman að sjá fleiri nemendur velja þessar greinar, en það er þó mikið af góðum nemendum sem fara í gegnum námsbrautir á þessum sviðum. Vandinn er að fá þá út í íslenskt atvinnulíf. Margir háskólakennarar hafa á tilfinningunni að mjög margir nemendur séu á leið úr landi að námi loknu. Margir fara út fyrir landsteinana í framhaldsnám, eins og rík hefð er fyrir á Íslandi, en breytingin sem má merkja er fyrst og fremst sú að þessir nemendur virðast ekki endilega stefna aftur heim að námi loknu. Þeir vita sem er að sérfræðiþekking á þessum sviðum er eftirsótt alþjóðlega og veitir tækifæri víða. Það er ekki bara á Íslandi sem sókn nemenda í þessar greinar véla og rafmagns nær ekki að anna þörf atvinnulífsins. Þá komum við að kjarna málsins. Launakjör á Íslandi hafa versnað mikið frá hruni bankakerfisins, sérfræðinga sem annarra, og þótt laun þeirra séu ágæt á íslenskan mælikvarða eru verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa hér á landi með innan við helming þeirra launa sem bjóðast í nágrannalöndunum. Að auki hafa kauphækkanir, skattar, bótaumhverfi og ívilnanir beinst að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu, en þeir sem tilheyra hærri tekjuhópum hafa setið eftir og þurft að taka á sig auknar álögur. Í þessu felst verulegur hvati til að fara úr landi fyrir þá sem hafa eftirsótta þekkingu sem veitir starfstækifæri víða, og að sama skapi er síður fýsilegt fyrir sérfræðinga að snúa heim að framhaldsnámi loknu. Tæknimenntað fólk á sviðum hátækni, véla og rafmagns er lykillinn að nýsköpun og uppbyggingu þekkingarmiðaðs, framleiðsludrifins atvinnulífs. Það er misskilningur að lág laun á Íslandi styrki samkeppnisstöðu þekkingarfyrirtækja hér. Til lengri tíma mun það skerða samkeppnishæfni þessara fyrirtækja hér ef kjör sérfræðistétta eru langt frá því að vera samkeppnishæf miðað við nágrannalöndin. Af sömu ástæðu er varhugavert fyrir hið opinbera að þrengja óhóflega að þeim sem eru með tekjur yfir meðallagi, því hætta er á því að þeir sem hafa tækifæri víða kjósi með fótunum. Þá munu háskólarnir bara halda áfram að mennta fyrir Noreg, en íslenskt atvinnulíf eflist hægar en annars gæti orðið.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar