Enski boltinn

Bowyer í þriggja leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lee Bowyer í leik með Birmingham.
Lee Bowyer í leik með Birmingham. Nordic Photos / Getty Images

Lee Bowyer, leikmaður Birmingham, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að traðka á Bacary Sagna, leikmanni Arsenal.

Bowyer hefur viðurkennt sök og missir hann af leik Birmingham gegn Blacpool í kvöld. Hann mun einnig missa af bikarleiknum gegn Millwall á laugardag og fyrri viðureigninni gegn West Ham í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

Peter Walton, dómari leiksins, missti af atvikinu í leiknum sjálfum en brotið sást í sjónvarpsupptöku af leiknum.

Walton hefur staðfest við enska knattspyrnusambandið að hann hefði sýnt Bowyer rauða spjaldið hefði hann komið auga á atvikið og var því ákveðið að dæma Bowyer í þriggja leikja bann.

Bowyer má spila með Birmingham á ný þegar að liðið mætir Aston Villa þann 16. janúar næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×